RÚV vill fá óskert útvarpsgjald sem standi undir rekstri félagsins

R--v-42.jpg
Auglýsing

Stjórn RÚV hefur form­lega óskað eftir því að félagið fái útvarps­gjaldið svo­kall­aða óskert eins og kveðið er á um í útvarps­lög­um. Þetta kemur fram í grein eftir Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóra sem birt­ist í dag. Hann kynnir fram­tíð­ar­sýn sína fyrir RÚV á fundi með starfs­mönnum í dag.

Í grein­inni seg­ir: "Á und­an­förnum árum hefur ríkið árlega tekið til sín hluta af útvarps­gjald­inu og nýtt í óskyld verk­efni þrátt fyrir óbreyttar laga­kvaðir um víð­tæka þjón­ustu og skuld­bind­ingar RÚV. [...]­Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarps­gjaldið óskert eins og kveðið er á um í útvarps­lög­um. Þannig mætti tryggja áfram­hald­andi öfl­ugt Rík­is­út­varp, með sam­bæri­legar skyldur og hlut­verk og verið hef­ur. Óbreytt útvarps­gjald dugir til að standa undir enn öfl­ugri dag­skrá og til að bæta dreifi­kerfið svo það nái til alls lands­ins. Ekki er þörf á að hækka útvarps­gjaldið frá því sem nú er eða veita sér­stök fjár­fram­lög til RÚV."

RÚV stað­ráðið í að auka inn­lenda dag­skrár­gerðFram­tíð­ar­sýn stjórnar og starfs­fólks RÚV er að félagið verði áfram öfl­ugur almanna­mið­ill í þjón­ustu þjóð­ar­innar allr­ar, með auk­inni áherslu á menn­ing­ar- og sam­fé­lags­hlut­verk hans, að því er fram kemur í grein útvarps­stjóra.

"Við viljum sinna menn­ingu þjóð­ar­innar enn betur en gert hefur ver­ið,  í útvarpi,  sjón­varpi og á vef. Við erum stað­ráðin í að efla inn­lenda dag­skrár­gerð. Sér í lagi þarf að bæta fram­boð á íslensku leiknu efni og gæða­efni fyrir börn á íslensku enda verður á næstu árum gerð enn rík­ari krafa um að Rík­is­út­varpið bjóði nýjum kyn­slóðum Íslend­inga upp á vandað íslenskt efni þegar erlent afþrey­ing­ar­efni á erlendum tungu­málum er á hverju strá­i."

Auglýsing

Þá hyggst RÚV ráð­ast í úrbætur á dreifi­kerfi félags­ins, sem hafi verið mik­il­vægur hlekkur í almanna­vörnum þjóð­ar­inn­ar.

"For­sjálir hug­sjóna­menn stóðu að stofnun Rík­is­út­varps­ins fyrir meira en átta­tíu árum. Þá var byggt upp viða­mikið dreifi­kerfi sem síðan hefur gegnt lyk­il­hlut­verki í miðlun dag­skrár­efnis auk þess sem það hefur verið mik­il­vægur hlekkur í almanna­vörnum þjóð­ar­inn­ar. Á næstu árum þarf að gera úrbætur á dreifi­kerf­inu til að það geti þjónað nýjum kyn­slóð­um. Jafn­hliða tækni­legri upp­bygg­ingu þarf að huga að fag­legum vinnu­brögðum og starfs­háttum RÚV og opna sam­talið við þjóð­ina um Rík­is­út­varp okkar allra," skrifar útvarps­stjóri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None