Samfilm semur við Netflix - líklega komið síðsumars

netflix1.jpg
Auglýsing

„Já það er rétt, við höfum náð sam­komu­lagi við Net­fl­ix, en það mun lík­lega ekki skýr­ast fyrr en síð­sum­ars hvenær nákvæm­lega þetta verður í boð­i,“ segir Árni Sam­ú­els­son, ­for­stjóri Sam­film. Hann segir enn­fremur ekki sé orðið ljóst ennþá hvað þjón­ustan muni kosta, en for­svars­menn Net­flix munu koma hingað til lands til þess að und­ir­búa upp­setn­ingu þjón­ust­unnar síðar á árinu. „Það er verið að skipu­leggja mikla mark­aðs­her­ferð í Evr­ópu­lönd­um, og við munum koma inn í þá vinn­u,“ segir Árni.

Sam-­fé­lagið er stærsta ­kvik­mynda­fyr­ir­tæki og og rekstr­ar­að­ili kvik­mynda­húsa á Íslandi, bæði í dreif­ingu kvik­mynda í kvik­mynda­húsum og útgáfu dvd diska. Fyr­ir­tækið er því rétt­hafi mik­ils magns efnis sem verður aðgengi­legt hjá Net­flix þegar veitan opnar hér­lend­is.

Net­flix er streymi­þjón­usta þar sem hægt er að nálg­ast mikið magn kvik­mynda, sjón­varps­þátta, barna­efn­is, heim­ild­ar­mynda og ann­ars áhorf­an­legs efn­is. Þjón­ustan hefur þann aug­ljósa kost fram yfir línu­lega sjón­varps­dag­skrá að not­endur geta horft á það efni sem þeir vilja þegar þeir vilja í nán­ast hvaða tæki sem þeir vilja. Áskrift að Net­flix er auk þess mun ódýr­ari en áskrift að þeim sjón­varps­stöðum sem hægt er að ger­ast áskrif­andi að á Íslandi.

Auglýsing

Þrátt fyrir að þjón­usta Net­flix sé ekki í boði hér­lendis er samt sem áður talið að um 20 þús­und íslensk heim­ili séu með aðgang að veit­unni. Þjón­ustan hefur notið sívax­andi vin­sælda síð­ustu ár, ekki síst eftir að fram­leiðsla á eigin efni hófst. Þátt­arað­irnar House of Cards, Orange is the New Black og fjórða ser­ían af Arre­sted Develop­ment eru allar dæmi um það.

Kjarn­inn greindi frá því í nóv­em­ber síð­ast­liðnum að samn­inga­við­ræður Sam­film við for­svars­menn Net­flix væru langt komn­ar.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None