Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir við Morgunblaðið að framundan séu aðgerðir vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands áhendur fyrirtækinu. Ákærurnar voru felldar niður í september. Þorsteinn segir Samherja þó ekki reyna að sækja sér fjárhagslegar bætur.
Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að þeir einstaklingar sem voru til rannsóknar í málinu séu að íhuga skaðabótamál. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir við blaðið að ef menn telja á sig hallað í tengslum við rannsóknir eða saksókn eigi þeir þess kost að gera kröfu um bætur, hafi þeir orðið fyrir tjóni.
Sérstakur saksóknari féll frá málsókn vegna meintra gjaldeyrisbrota Samherja og tengdra félaga í byrjun september. Á fjórða ár var þá liðið frá því húsleit var gerð í höfuðstöðvum Samherja vegna málsins. Seðlabankinn kærði málið tvívegis til sérstaks saksóknara.
Eftir að niðurfellingin lág fyrir sagði Þorsteinn Már að „það var stofnað til þessa máls með illviljann að vopni.“