Samkeppniseftirlitið rannsakar Steinull

steinull.jpg
Auglýsing

For­stjóri Múr­búð­ar­inn­ar, Baldur Björns­son, segir Stein­ull hf., sem áður hét Stein­ull­ar­verk­smiðj­an, stunda dulda álagn­ingu sem gagn­ist eig­endum henn­ar, Byko og Húsa­smiðj­unni, en skaði aðra sem keppa á bygg­inga­vöru­mark­aði. Hún fari fram með þeim hætti að eig­end­urnir taki fram­legð sína af sölu stein­ullar út sem arð­greiðslur frá Stein­ull hf. í stað þess að leggja eðli­lega á vör­una í versl­unum sín­um. Stein­ull hefur greitt Byko og Húsa­smiðj­unni sam­tals um 110 millj­ónir króna í arð á síð­ustu þremur árum. Einar Ein­ars­son, for­stjóri Stein­ull­ar, hafnar ásök­unum Bald­urs með öllu. Hann segir stóran hluta veltu fyr­ir­tæk­is­ins vera erlendis og að ákvarð­anir um arð­greiðslur hafi ekki byggst á ann­ar­legum sjón­ar­miðum í því skyni að standa vörð um stöðu eig­end­anna á sam­keppn­is­mark­aði.

Meint brot Stein­ullar á skil­yrðum sem sett voru fyrir eign­ar­haldi Byko og Húsa­smiðj­unnar á fyr­ir­tæk­inu fyrir rúmum ára­tug eru í rann­sókn hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Gamla Húsa­smiðjan – nýir eig­endur tóku við Húsa­smiðj­unni á nýrri kenni­tölu fyrir tæpum þremur árum – hefur við­ur­kennt að hafa brotið gegn skil­yrð­un­um.

Ríkið á meðal stofn­endaUnd­ir­bún­ingur að starf­semi Stein­ull­ar­verk­smiðj­unnar á Sauð­ar­króki hófst snemma á níunda ára­tugnum og fyrsta fram­leiðsla hennar leit dags­ins ljós síðla árs 1985. Helstu stofn­endur voru íslenska rík­ið, Sauð­ár­króks­bær, finnska fyr­ir­tækið Partek AB og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga. Rekst­ur­inn gekk upp og ofan framan af. Meðal ann­ars þurfti að auka við hlutafé félags­ins nokkrum árum eftir að það hóf starf­semi.

Skömmu eftir alda­mót, nánar til­tekið í ágúst 2001, sam­þykkti byggð­ar­ráð Skaga­fjarðar að óska eftir form­legum við­ræðum við aðra hlut­hafa í Stein­ull­ar­verk­smiðj­unni um sölu á hluta­bréfum í henni. Sveit­ar­fé­lagið gerði öðrum eig­endum í kjöl­farið til­boð, sem ríkið hafn­aði. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um einka­væð­ingu helstu rík­is­fyr­ir­tækja árin 1998-2003 er fjallað nokkur ítar­lega um það sem gerð­ist í kjöl­far­ið. Þar seg­ir: „Í síð­ari hluta des­em­ber 2001 gerðu GLD heild­verslun [í eigu Húsa­smiðj­unnar og Byko] og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga sam­eig­in­legt til­boð í 52% eign­ar­hlut sveit­ar­fé­lags­ins og Paroc Group. Þetta þýddi að þessir aðilar hefðu haft um 70% eign­ar­hlut í verk­smiðj­unni. Þegar ljóst var að Paroc Group hafði breytt afstöðu sinni og var til­búið til að selja lagði ríkið til að þessir þrír aðilar sam­ein­uð­ust um að óska eftir til­boðum í bréf­in. Því hafn­aði sveit­ar­fé­lagið sem lagði alla áherslu á að ljúka söl­unni sem allra fyrst. Eftir að þetta sölu­ferli var komið af stað gat rík­ið, sem 30% eig­andi, ekki haft mikil áhrif á gang mála“.

Auglýsing

Ríkið seldi því hlut sinn snemma árs 2002, eftir að aðrir eig­endur höfðu í raun stillt því upp við vegg. Það fékk alls 220,1 milljón króna fyrir 30,11 pró­senta eign­ar­hlut sinn. ­Skráður hagn­aður í bók­haldi rík­is­ins var 116,5 millj­ónir króna.

Husa.blar_himinn_03

Byko og Húsa­smiðjan á meðal eig­endaStærstu eig­endur Stein­ullar hf. í dag eru Byko (24,5 pró­sent), Húsa­smiðjan (24,5 pró­sent) og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (24,5 pró­sent). Kaup­­fé­lagið á auk þess óbeint 15 pró­sent í við­bót í gegnum félagið Íslensk Kín­verska ehf. Afgang­ur­inn, 11,5 pró­sent, eru í eigu finnska félags­ins Paroc Group Oy AB.

Sam­kvæmt síð­asta birta mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er mark­aðs­hlut­deild hennar í fram­leiðslu á stein­ull, sem er notuð í ein­angrun í nán­ast öllum bygg­ingum sem byggðar eru hér­lend­is, um eða yfir 90 pró­sent. Það ber þó að taka fram að matið er rúm­lega ára­tugs gam­alt. Byko og Húsa­smiðjan eru síðan með sam­eig­in­lega yfir­burða­stöðu á gróf­vöru­mark­aði, meðal ann­ars í sölu stein­ull­ar.

Rekstur Stein­ullar hf. hefur líka gengið afbragðsvel und­an­farin ár. Veltan hefur auk­ist hratt. Árið 2010 var hún 704 millj­ónir króna en í fyrra var hún komin upp í 924 millj­ónir króna. Það er tæp­lega þriðj­ungs­aukn­ing á þremur árum.

Vegna þessa góða rekst­urs hefur Stein­ull greitt eig­endum sínum góðan arð. Vegna árs­ins 2011 fengu þeir 100 millj­ónir króna. Ári síðar voru greiddar út 50 millj­ónir króna og í fyrra um 75 millj­ónir króna. Sam­tals nema arð­greiðsl­urnar því 225 millj­ónum króna á þremur árum.

Af þeirri upp­hæð hafa 110,3 millj­ónir króna farið til Byko og Húsa­smiðj­unn­ar.

Á sama tíma hefur rekstur þess­ara risa íslensks bygg­inga­vöru­mark­aðar gengið afleit­lega. Húsa­smiðjan tap­aði 1,6 millj­arði króna árið 2011, 179 millj­ónum króna árið 2012 og 174,5 millj­ónum króna árið 2013. Frá því að nýir eig­end­ur, danska bygg­inga­keðjan Byg­ma, tóku við fyr­ir­tæk­inu í upp­hafi árs 2012 hefur það því tapað 353,5 millj­ónum króna.

Rekstur Byko hefur gengið enn verr. Fyr­ir­tækið tap­aði 352,4 millj­ónum króna árið 2011, 390,8 millj­ónum króna árið 2012 og 156 millj­ónum króna í fyrra.

Rann­sókn stendur yfirÍ til­kynn­ingu sem Sam­keppn­is­­eft­ir­litið sendi frá sér 11. júlí síð­ast­lið­inn, þar sem greint er frá því að rann­sókn þess á brotum Húsa­smiðj­unnar sé lokið með sátt, seg­ir: „Við­ur­kennt er að gamla Húsa­smiðjan hafi brotið gegn skil­yrðum sem sett voru í ákvörðun sam­keppn­is­ráðs nr. 19/2002. Þau skil­yrði voru sett vegna kaupa Byko, Húsa­smiðj­unnar og Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á eign­ar­hlutum í Stein­ull­ar­verk­smiðj­unni hf. (nú Stein­ull hf.). Skil­yrð­unum var ætlað að vinna gegn því að sam­eig­in­leg eign­ar­að­ild Byko og Húsa­smiðj­unnar að Stein­ull myndi tak­marka sam­keppni. Játað er að gamla Húsa­smiðjan hafi brotið gegn skil­yrð­un­um, m.a. með því að hafa beitt sér gagn­vart Stein­ull til að koma í veg fyrir að Múr­búðin fengi ákveðin við­skipta­kjör og þannig haft skað­leg áhrif á sam­keppn­is­stöðu Múr­búð­ar­innar á gróf­vöru­mark­að­i“.

Kjarn­inn óskaði eftir upp­lýs­ingum frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu um með hvaða hætti Stein­ull hf. hefði komið í veg fyrir að Múr­búðin fengi ákveðin við­skipta­kjör. Í skrif­legu svari Páls Gunn­ars Páls­son­ar, for­stjóra Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, við fyr­ir­spurn­inni kemur fram að brot Stein­ullar hf. séu enn til rann­sóknar hjá eft­ir­lit­inu. Á meðan að nið­ur­staða er ekki fengin í mál­inu gagn­vart Stein­ull getum við ekki tjáð okkur um ætluð brot þess fyr­ir­tækis að öðru leyti en að vísa til þeirra skil­yrða sem sett voru í ákvörðun 19/2002,“ segir enn­fremur í svari Páls.

Skil­yrðin sem sett voru eru sjö. Á meðal þess sem þau eiga að tryggja er að við­skipta­kjör allra við­skipta­manna Stein­ullar hf. séu almenn, að Stein­ull sé óheim­ilt að úti­loka ákveðna við­skipta­menn frá við­skiptum við fyr­ir­tæk­ið, Byko og Húsa­smiðj­unni er óheim­ilt að beita sér gegn Stein­ull þannig að það miði að því að hafa áhrif á sam­keppn­is­stöðu ann­arra við­skipta­vina og for­svars­mönnum Stein­ullar er óheim­ilt að veita eig­endum sínum upp­lýs­ingar um við­skipta­kjör ann­arra við­skipta­vina. Rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins snýst um ætluð brot á ein­hverjum þess­arra skil­yrða.

 

Telur eig­endur sleppa fram­legð í verslun en taka hana út með arðiBaldur Björns­son, for­stjóri Múr­búð­ar­inn­ar, sem rak gróf­vöru­deild og seldi stein­ull í rúm þrjú ár, en hefur nú lokað henni, segir að Stein­ull hf. stundi dul­búna álagn­ingu sem gagn­ist eig­endum henn­ar, Byko og Húsa­smiðj­unni. „Þetta er ofur­hagn­að­ar­fyr­ir­tæki sem er með fjar­lægð­ar­vernd frá öðrum mörk­uð­um. Og þetta er bara dul­búin álagn­ing sem birt­ist í verð­unum þeirra.“

Að sögn Bald­urs reyndi Múr­búðin að selja Stein­ull á kostn­að­ar­verði. Hún seld­ist samt ekki. „Við byrj­uðum að leggja á stein­ull­ina 18 pró­sent, fórum svo fljótt niður í 15 pró­sent og alla leið niður í tíu pró­sent. Varan seld­ist samt ekki. Við próf­uðum meira að segja að bjóða vör­una á kostn­að­ar­verði en fengum samt ekki við­skipt­in.

Við rákum þessa gróf­vöru­deild í rúm þrjú ár og seldum allar vörur í henni sem þurfti. Við vorum með hörku­fínt vöru­úr­val og gátum selt flestar vörur með 18 til 30 pró­senta fram­legð. En þetta er til­boðs­mark­að­ur. Auð­vitað er erfitt að segja nákvæm­lega hvað það var sem gerði það að verkum að verk­takar ákváðu ekki að skipta við okk­ur. Þeir eiga auð­vitað alltaf síð­asta orð­ið. En ef við vorum ekki sam­keppn­is­hæfir í verði á lyk­il­vöru eins og stein­ull þá skipti það að sjálf­sögðu miklu máli.­Stein­ull er algjör lyk­il­vara til að kom­ast inn á þennan mark­að.“

Baldur segir að fram­legðin hefði þurft að vera á bil­inu 15 til 20 ­pró­sent svo það hefði borgað sig að selja stein­ull. „Þetta er mjög rúm­frek vara. Einn 40 feta gámur dugar ekki til að ein­angra heilt ein­býl­is­hús. Hún tekur því rosa­legt pláss í vöru­húsi sem kostar til við­bótar við fjár­bind­ingu og annan sölu­kostn­að.“

For­stjóri Stein­ullar full­yrðir að Byko og Húsa­smiðjan hafi fengið sömu við­skipta­kjör og Múr­búð­in. Baldur rengir það ekki en segir aug­ljóst að fyr­ir­tækin tvö hafi greini­lega ekki lagt nægi­lega mikið á stein­ull til að það myndi svara kostn­aði. Þess í stað virð­ist þau taka út fram­legð sína í gegnum arð­greiðslur sem eig­endur að Stein­ull hf. „Bæði Byko og Húsa­smiðjan voru að tapa 500 millj­ónum krónum á ári fyrir skatta á þessu tíma­bili. Það er erfitt að ímynda sér að það hafi verið mikið svig­rúm hjá þeim að fara í verð­stríð við okk­ur.“

Stein­ull braut ekki skil­yrðin og engar duldar greiðslur til hlut­hafaEinar Ein­ars­son, for­stjóri Stein­ullar hf., segir að fyr­ir­tækið hafi ávallt leit­ast við að fylgja skil­yrðum sem voru sett fyrir kaupum Byko og Húsa­smiðj­unnar árið 2002. „Þótt gamla Húsa­smiðjan hafi við­ur­kennt að hafa brotið skil­yrðin hefur það ekk­ert með Stein­ull hf. að gera. Mik­ill mis­skiln­ingur er hjá for­svars­mönnum Múr­búð­ar­innar að halda að það sé sama­sem­merki á milli þess að Húsa­smiðjan hafi brotið skil­yrði, með því að reyna að hafa áhrif á Stein­ull, og þess að Stein­ull hafi gengið svo langt að brjóta skil­yrð­in.

Afurðir verk­smiðj­unnar á inn­an­lands­mark­aði eru seldar sam­kvæmt einum og sama verð­lista og við­skipta­vinir njóta allir afslátta í sam­ræmi við sömu við­mið­un­ar­regl­ur, sem kynntar voru sam­keppn­is­yf­ir­völdum 2002 og eru enn óbreyttar og er hámarks­magn­af­sláttur því sá sami og var þá. Ég þarf von­andi ekki að taka fram að ekki er um neina eft­irá­greidda afslætti að ræða eða aðrar duldar greiðslur til hlut­hafa.“

Að sögn Ein­ars hafa allar verð­hækk­anir sem átt hafa sér stað á árunum 2010-2014 tekið mið af kostn­að­ar­hækk­unum við fram­leiðsl­una. „Í stefnu Stein­ullar hf. frá 2002 um fjár­hags­leg mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins segir að stefnt sé að 20 pró­senta arð­semi eig­in­fjár og að eig­in­fjár­hlut­fall verði á bil­inu 40 – 60 pró­sent. Stefnt er að því að greiða eig­endum 10 pró­senta arð. Þessi mark­mið tóku ekki síst mið af til­lögum Paroc OY AB, sem er stór­fram­leið­andi á stein­ull og eig­andi 11,5 pró­senta hluta­fjár­ins.

Hagn­aður Stein­ullar hf. árin 2008 -2013 er sam­tals um 480 millj­ónir eða um 80 millj­ónir á ári að með­al­tali. Rétt er að fram komi að sala á inn­an­land­mark­aði er ekki eina stoðin í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins heldur hefur tek­ist að byggja upp afar mik­il­vægan útflutn­ings­markað í Fær­eyj­um, Bret­landi og Norð­ur­-­Evr­ópu, sem skapað hefur veru­legan hluta hagn­aðar fyr­ir­tæk­is­ins.

Eig­in­fjár­hlut­fall fyr­ir­tæk­is­ins í lok árs 2008 var komið niður undir 20 pró­sent og því var eng­inn arður greiddur hlut­höfum árin 2009, 2010 og 2011. Í lok árs 2011 var eig­in­fjár­hlut­fallið komið upp í 56% og því tekin ákvörðun um 100 milljón króna arð­greiðslu árið 2012. Árið 2013 ákvað aðal­fundur að greiða hlut­höfum út 50 millj­ónir í arð. Frá 2011 hefur eig­in­fjár­hlut­fallið verið 55 - 60 pró­sent, sem er nálægt efri mörkum sam­kvæmt stefnu fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­tals nema arð­greiðslur fyr­ir­tæk­is­ins því 150 millj­ónum árin 2009 - 2013. Eigið fé hefur síð­ustu árin verið um 500 millj­ón­ir.“

Einar segir að ofan­greint sýni ljós­lega að ákvarð­anir um arð­greiðslur hafi alfarið tekið mið af stefnu stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins um að reka heil­brigt og öfl­ugt fyr­ir­tæki, ekki byggst á ann­ar­legum sjón­ar­miðum í því skyni að standa vörð um stöðu eig­end­anna á sam­keppn­is­mark­aði líkt og ýjað hefur verið að.

„Mér er ómögu­legt að finna nokkuð í skil­yrðum Sam­keppn­is­ráðs frá 2002 eða sam­keppn­is­lög­um, sem bannar arð­greiðslur til hlut­haf­anna enda aug­ljóst að ef svo hefði ver­ið, hefði aldrei skap­ast grund­völlur fyrir kaupum núver­andi eign­ar­að­ila, eða ann­arra, á hlutum í fyr­ir­tæk­in­u.“

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None