Samningum náð um lok Icesave-deilunnar - 20 milljarðar greiddir til Hollands og Bretlands

icesavenota-1.png
Auglýsing

Trygg­ing­ar­sjóður inn­stæðu­eig­enda og fjár­festa hefur náð sam­komu­lagi við hol­lenska seðla­bank­ann (DNB) og breska inn­stæðu­trygg­inga­sjóð­inn (FSCS) um loka­upp­gjör krafna vegna Ices­a­ve. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Trygg­ing­ar­sjóði inn­stæðu­eig­enda og fjár­festa.

Trygg­ing­ar­sjóður inn­stæðu­eig­enda og fjár­festa greiðir Hol­lend­ingum og Bretum sam­tals 20 millj­arða íslenskra króna úr B deild sjóðs­ins, en í þeirri deild eru fjár­munir sem að mestu leyti var safnað fyrir banka­hrun­ið, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

DNB og FSCS hafa eins og aðrir for­gangs­kröfu­hafar hjá þrota­búi gamla Lands­bank­ans fengið greiðslur frá gamla Lands­bank­anum sem nema um 85 pró­sentum af höf­uð­stól krafn­anna.

Auglýsing

Guð­rún Þor­leifs­dóttir er for­maður stjórnar trygg­ing­ar­sjóðs­ins og seg­ist vera mjög ánægð með að búið sé að ná samn­ingum um loka­frá­gang Ices­ave skuld­bind­ing­anna með greiðslu sem sé „vel við­ráð­an­leg fyrir TIF og sann­gjörn gagn­vart öllum aðilum ágrein­ings­ins.“

Við­ræður um Ices­ave hafa staðið yfir allt frá því í lok októ­ber 2008. Eins og þekkt er voru samn­ingar sem gerðir voru um greiðslur felldir tvisvar sinnum í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslum hér á landi.

Fréttin verður upp­færð. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einungis Tyrkir og Pólverjar máttu þola meiri verðhækkanir en Íslendingar í fyrra af löndunum sem Eurostat mælir
Verðbólgan á Íslandi hærri en í flestum Evrópulöndum
Verðhækkanir hérlendis voru langt umfram þróun flestra annarra Evrópulanda í fyrra, en verðbólgan í síðasta mánuði var aðeins hærri í Tyrkland og Póllandi, samkvæmt nýjum mælingum Eurostat.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None