SFR stéttarfélag, Sjúkraliðafélag Íslands og Landssamband lögreglumanna (LL) hafa boðað til samstöðufundar við stjórnarráðið í fyrramálið klukkan 09:00. Föstudagsmorgnar eru vengjulega fundartími ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðinu, svo reikna má með að stéttarfélögin komi sínum skilaboðum milliliðalaust til ráðamanna.
Verkfallsaðgerðir sem nú hefur verið gripið til eru þriðja verfallsaðgerin sem Landspítalinn hefur þurf að glíma við innan árs.
Læknar lögðu niður vinnu í fyrrahaust og í vor fóru hjúkrunarfræðingar í verkfall og sömuleiðis geislafræðingar og lífeindafræðingar sem eru innan vébanda BHM. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur sagt stöðu mála nú alvarlega, og að nauðsynlegt sé að binda enda á þau miklu átök sem einkennt hafa kjaradeilur. Þau bitni á starfsfólki, en fyrst og fremst á sjúklingum, og það einfaldlega gangi ekki.
Kröfurnar hjá fyrrnefndum stéttum, sem gripið hafa til verkfallsaðgerða og annarra aðgerða til að knýja á um betri laun, eru fyrst og fremst að þær fái sambærilegar hækkanir á sínum launum og aðrar stéttar hafa fengið, það er 20 til 30 prósent hækkanir yfir þriggja ára tímabil. Fundað hefur verið linnulítið í húsakynnum ríkissáttasemjara að undanförnu, en ekki hefur enn náðst að ljúka deilum með samningum.