Segir Seðlabankann undir stjórn Davíðs hafa bjargað Íslandi frá örlögum Grikklands

davidoddsson.jpg
Auglýsing

Það hefði átt að vera forms­at­riði að jarða dauðar aðild­ar­við­ræður á fyrstu dögum nýrrar rík­is­stjórnar en þess í stað lagði hún upp í „óskilj­an­legt sjón­ar­spil“. Bréfið sem Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra sendi til Evr­ópu­sam­bands­ins og átti að enda veru Íslands sem umsókn­ar­ríkis að sam­band­inu var „með bæna­stefi“ og var „und­ar­legt afbrigð­i“. Betur hefði farið á því „að láta aðra semja bréfið en Íslands­deild ESB í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem stjórnað er af íslenska stækk­un­ar­stjór­an­um, þá var þó loks búið að koma frá sér þessu snifsi.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í Reykja­vík­ur­bréfi Morg­un­blaðs­ins sem er að öllum lík­indum ritað af Davíð Odds­syni, fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og Seðla­banka­stjóra og núver­andi rit­stjóra blaðs­ins.

Bréfið er að þessu sinni að mestu helgað til­raun­inni til að slíta aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið og upp­rifj­unum á ákvörð­un­ar­tökum í hrun­inu.

Þar er því einnig haldið fram að ef núver­andi stjórn­endur Seðla­bank­ans hefðu haldið um stjórn­ar­taumanna í bank­anum í hrun­inu, en ekki banka­stjórn undir for­ystu Dav­íðs Odds­son­ar, þá hefði Ísland „vafa­laust farið leið Grikk­lands og Spán­ar“ í kjöl­far hruns­ins.

Auglýsing

Forms­at­riði að jarða dauða umsókn



Höf­undur bréfs­ins ­segir að það hefði átt að vera forms­at­riði að jarða dauðar aðild­ar­við­ræður strax á fyrstu dögum nýrrar rík­is­stjórnar og að stjórn­ar­and­staðan hefði sjálf ekki átt von á neinu öðru. „En þá hófst óskilj­an­legt sjón­ar­spil. Aðili úti í bæ var feng­inn til að fimb­ul­famba um það, hvernig staðan væri í Evr­ópu, eins og rík­is­stjórnin á Íslandi væri hin eina sem vissi ekk­ert um það. Hinir rass­skelltu gömlu stjórn­ar­herrar voru ekki þekkt­astir þing­manna fyrir að trúa á frama­halds­líf og göptu þegar þeir átt­uðu sig á að nýja stjórnin virt­ist lögst í spír­it­isma.

Loks var þó flutt þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að kasta rek­un­um, en með­ferð hennar varð ekki lok­ið, af því að stjórn­ar­and­staðan varð sér til skammar en samt var ákveðið að hún ætti að stjórna þing­hald­inu. Fram­haldið þekkja menn því mið­ur.

Svo var allt í einu ákveðið að senda bréf með bæna­stefi til Brus­sel um að emb­ætt­is­menn þar yrðu svo liprir að sýna góðan skiln­ing á því að Ísland vildi ekki lengur vera umsókn­ar­rík­i.[...] Og þótt farið hefði betur á því, að láta aðra semja bréfið en Íslands­deild ESB í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, sem stjórnað er af íslenska stækk­un­ar­stjór­an­um, þá var þó loks búið að koma frá sér þessu snifsi."

Höf­und­ur­inn ­gerir túlkun á inni­haldi bréfs­ins einnig að umtals­efni og segir ýmsa hafa talað um það af fyrra bragði að "hvergi í bréfi utan­rík­is­ráð­herr­ans, sem rík­is­stjórnin hefði sam­þykkt, væri talað um slit eða riftun við­ræðna! Ef maður hefur drukkn­að, verið skot­inn og hengdur í fram­hald­inu er þá galli á frá­sögn­inni, ef ekki er tekið fram hvort hann dragi enn and­ann eða ekki?[...]Hvaða endemis aulagangur felst í tali af þessu tagi? Hvernig geta þing­menn leyft sér slíkt tal?

Er hægt að undra sig á því að þing­menn Pírata legg­ist í athugun á því hver staðan sé í tölvu­leikj­un­um, þegar þing­menn, sem vilja að jafn­aði láta taka sig alvar­lega, tala svona? Eru þeir vilj­andi að ýta undir rugl­anda og bjálfa­hátt? Ef svo er, hvað gengur þeim til? Hefur þjóðin gert þessum þing­mönnum eitt­hvað?“

Segir ákvarð­anir sínar í hrun­inu hafa bjargað Íslandi



Höf­undur bréfs­ins, sem að öllum lík­indum er Davíð Odds­son, fjallar einnig um ákvarð­anir og athafnir Dav­íðs Odds­sonar í hrun­inu. Þar segir að nú hafi komið á dag­inn, og sé almennt við­ur­kennt, ekki síst í útlönd­um, að íslensk pen­inga­mála­yf­ir­völd hafi brugð­ist hár­rétt við í þeim aðstæðum sem blöstu við þeim.

Ef núver­andi stjórn­endur Seðla­bank­ans hefðu verið við stjórn­völ­inn hefði Ísland lík­ast til farið sömu leið og Grikk­land og Spánn. Allir fjöl­miðlar lands­ins hafi hins vegar brugð­ist á þessum tíma. „Þau [pen­inga­mála­yf­ir­völd í hrun­inu] á ögur­stund að öllu varð­aði að þjóð­inni yrði ekki gert að axla ábyrgð ann­arra á því sem gerst hafði. Það tókst að leggja þessa línu þótt valda­menn og valda­blokkir Evr­ópu hefðu aðra stefnu og sóttu hana af harð­fylgi. Í Evr­ópu var ákveðið í hásölum valds­ins að hags­munir lána­stofn­ana skyldu ganga fyrir öllu öðru. Þar var illum laun­að. Stjórn­endur þeirra höfðu breytt sér í spá­kaup­menn og átt á tryll­ings­legum upp­gangs­tíma óeðli­lega sam­fylgd með pen­inga­legum áhættu­fíkl­um.

Vel­ferð þess­ara var nú sett í for­gang og sak­laus almenn­ingur landa evr­unnar lát­inn tryggja skað­leysi skað­vald­anna. Íslend­ingar voru beittir miklum þrýst­ingi um að fara sömu leið. Sú saga hefur ekki enn öll verið sögð.

Það var erf­ið­ara að stand­ast þann þrýst­ing og hót­anir sem honum fylgdu, vegna þess að inn­lendir aðil­ar, þar með taldir allir fjöl­miðar lands­ins, einnig Morg­un­blað­ið, lögð­ust á sveif fjár­glæfr­anna. Sama liðið fór síðar ham­förum í Ices­a­ve-­mál­inu, sem ýmsir létu undan þá, og háir þeim síð­an. Ef núver­andi for­ysta hefði verið í Seðla­bank­anum haustið 2008 myndi Ísland vafa­laust hafa farið leið Grikk­lands og Spán­ar.“

Sam­fylk­ingin flokkur útrás­ar­vík­inga



Höf­und­ur­inn fjallar einnig um Sjálf­stæð­is­flokk­inn og hvernig hann brást við í kjöl­far hruns­ins. Hann segir Sam­fylk­ing­una hafa verið þann flokk sem mest ýtti undir hömlu­leysi útrás­ar­vík­inga sem hafi með sam­ræmdum áróðri náð að fela það. „Mót­mæli voru skipu­lögð á stra­tegískum stöðum og athygli mark­visst beint frá þeim sem spilað höfðu stærsta rullu í ógöng­un­um. Að lokum var svo komið að engu mátti muna að hið fámenna hug­rakka lög­reglu­lið lands­ins fengi ekki tryggt að skríll næði ekki stjórn­kerf­inu á sitt vald. [...]­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var sem lamaður í þing­inu, ef frá eru taldir reyndir þing­menn á borð við Björn Bjarna­son og Sturlu Böðv­ars­son. Kosn­inga­bar­áttan var fyr­ir­sjá­an­leg.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tók þann kost að ráði almanna­tengla að vera með „af­sak­ið-­fyr­ir­gefið þið“-­upp­lit alla kosn­inga­bar­átt­una og sog­aði þar með til sín alla sök á áfall­inu sem varð, á meðan Sam­fylk­ing­in, flokkur útrás­ar­vík­ing­anna, komst upp með að láta eins og hún hefði komið til lands­ins dag­inn áður, eftir langa dvöl á suð­ur­skaut­in­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None