„Varðandi virðisaukaskattinn þá er að mínu mati algjör fásinna að vera að horfa til þess að flytja greinina í efra þrep virðisaukaskatts vegna þess að þá erum við að skaða samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannastaðar og áfangastaðar í sambanburði við tildæmis okkar nágrannalönd, verulega,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í viðtali við RÚV.
Um helgina hafa bæði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, og Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, ljáð máls á því að tímabært væri að hækka virðisaukaskatt á þær greinar ferðaþjónustu sem eru í lægra virðisaukaskattsþrepinu.
Ferðaþjónusta í Svíþjóð er í 12% virðisaukaskattsþrepi og ég held að ég muni rétt að í Noregi séu þeir í sex prósent virðisaukaskattsþrepi þannig að þá værum við bara að horfa á það að við værum að stórskaða þá möguleika og þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Grímur.
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir við RÚV að það eigi að einbeita sér að þí að án þeim tekjum sem ferðaþjónustufyrirtækjum beri að skila. Ferðaþjónusta sé eins og aðrar þjónustugreinar og loðað hafi við að fólk borgi ekki til samfélagsins eins og beri að gera. „Það er mjög miður og ég veit að aðilar innan ferðaþjónustunnar vilja að það sé tekið hart á þeim málum.“
Grímur segir hins vegar að fólk þurfi að hugsa sig um áður en því sé haldið fram að ferðaþjónustan skili ekki sínu til samfélagsins. „Þá kalla ég bara eftir því að menn leggi fram tölulegar staðreyndir í því efni og ég óttast ekki útkomu talnalegra staðreynda hvað varðar ferðaþjónustuna í slíkum samanburði,“ segir Grímur.