Segist hafa orsakað „Fullkomið taugaáfall vinstri manna allra flokka"

Screen-Shot-2015-01-22-at-11.42.22.png
Auglýsing

"Ekki gat mig órað fyrir því að skipan mín sem vara­manns í mann­réttinda­ráð Reykja­vík­ur­borgar myndi valda slíku upp­námi á vinstri­væng stjórn­mál­anna, að kalla þyrfti til, bæði NATO og varn­ar­lið­ið, í gervi ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins og að auki sam­an­lagða heri "fjöl­miðla­barn­anna", með öll hugs­an­leg árás­ar­vopn á lofti, til þess eins að ganga full­kom­lega frá ódám­inum Gúst­afi Níels­syni, sem hafði vogað sér að tjá skoð­an­ir, sem hinni póli­tísku rétt­hugsun í land­inu er van­þókn­an­leg".

Svona hefst grein sem Gústaf Níels­son, sem í jan­úar var skip­aður vara­maður Fram­sókn­ar­flokks og flug­vallarn­ina í mann­réttinda­ráði Reykja­vík­ur, skrifar í Morg­un­blaðið í dag. Í grein­inni gerir hann upp skipan sína og við­brögð við henni en skipan Gúst­afs var dregin til baka dag­inn eftir að hún átti sér stað. Ástæðan voru mjög umdeild skoð­anna­skrif hans um múslima og sam­kyn­hneigða.

Þrír ráð­herrar tóku Svein­björgu á hrað­nám­skeið



Í grein­inni rekur Gústaf að það voru einmitt skrifin um múslima sem hafi dregið odd­vita Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, Svein­björgu Birnu Svein­björns­dótt­ur, að hon­um. Hún hafi leitað  til hans 11. des­em­ber 2014 og fal­ast eftir því að hann tæki umrætt vara­manns­sæt­i. "Tók ég því ekki illa og aðspurð sagð­ist hún hafa fylgst með skrifum mínum um þjóð­mál og þótt þau mál­efna­leg og til­tók sér­stak­lega rit­deilu mína á síðum Morg­un­blaðs­ins við leið­toga Félags múslima á Íslandi, en ég hafði ritað félag­inu opið bréf sem birt­ist í blað­inu 18. nóv­em­ber sl."

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir.

Auglýsing

Gústaf segir að hann og Svein­björg Birna hafi verið sam­mála um að skip­anin gæti fram­kallað ein­hver við­brögð en að eng­inn hafi búist við því sem hann kallar "full­komnu tauga­á­falli vinstri­manna allra flokka". Fannst honum póli­tískt mik­il­vægi sitt gróf­lega ofmetið en greini­legt hafi verið að skip­anin hafi valdið mörgum fram­sókn­ar­mann­inum and­vöku­nótt. "Strax í bítið næsta dag var odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins tek­inn á hrað­nám­skeið í póli­tískri rétt­hugsun hjá ekki færri en þremur ráð­herrum flokks­ins, þeirra á meðal sjálfum for­sæt­is­ráð­herr­an­um, og gert ljóst að maður af þessu sauða­húsi, með skoð­anir sem væru bæði geisla­virkar og holds­veik­ar, gæti ekki undir nokkrum kring­um­stæðum gegnt svona mik­il­vægu trún­að­ar­starfi.

"Strax í bítið næsta dag var odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins tek­inn á hrað­nám­skeið í póli­tískri rétt­hugsun hjá ekki færri en þremur ráð­herrum flokks­ins, þeirra á meðal sjálfum for­sæt­is­ráð­herr­an­um, og gert ljóst að maður af þessu sauða­húsi, með skoð­anir sem væru bæði geisla­virkar og holds­veik­ar, gæti ekki undir nokkrum kring­um­stæðum gegnt svona mik­il­vægu trúnaðarstarfi.

 

Eng­inn þeirra hafði þó haft fyrir því að kynna sér skrif þessa manns eða orð­ræðu og rök. Sleggju­dómar ráð­herr­anna voru svo skelfi­legir að ég leyfi mér að efast um dóm­greind þeirra, auk þess sem ég undrað­ist að ráð­herrar væru að gera sig breiða, með þessum hætti, gagn­vart sig­ur­veg­ara í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi, enda blasir við að hátt­semi af þessu tagi kálar öllum trú­verð­ug­leika borg­ar­full­trúa flokks­ins í kjör­dæm­inu, sem hafa þó ekki verið fleiri í marga ára­tugi. Flokks­for­ustan skaut sig eft­ir­minni­lega í fót­inn í mál­inu og er ekki búin að bíta úr nál­inni með það. Undir svona þrýst­ingi er ekki óeðli­legt að taugar bestu kvenna bresti, þótt kjarna­konur séu, en sýnir auð­vitað fyr­ir­litn­ingu flokks­for­ust­unnar gagn­vart póli­tískum braut­ryðj­endum flokks­ins í Reykja­vík".

Fjöl­miðla­börnin og Snorri í Betel



Gústaf dregur að end­ingu þá ályktun af upp­á­kom­unni að póli­tíska ástandið sé ekki burð­ugt í Fram­sókn­ar­flokknum og spáir því að flokk­ur­inn fái engan borg­ar­full­trúa í næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Hann seg­ist ekki hafa séð aðra eins leikni í sjálfs­gagn­rýni og átti sér stað þegar að skipan hans var dregin til baka síðan að Komm­ún­ista­flokkur Íslands var og hét. "Til þess að gera langa sögu stutta má segja að næstu tvær vik­urnar hafi fjöl­miðl­arnir ham­ast við það að tala um mig, frekar en við mig. Og einna fyndn­ast þótti fjöl­miðla­börn­unum að ég bæri milli­nafnið Adolf og byggi við Kristni­braut. Eng­inn hafði áhuga á skoð­unum eða rök­um, aðeins því að taka þátt í útskúfun sjón­ar­miða, bann­fær­ingu skoð­ana og brenni­merk­ingu manns­ins með vondu skoð­an­irn­ar. Tján­ing­ar­frelsið tap­aði stuttri orr­ustu, en stríðið er ekki til lykta leitt. [...]En hvaða lær­dóm má draga af þess­ari sér­kenni­legu upp­á­komu? Þann mik­il­væg­asta tel ég vera að fjöl­miðlar og stjórn­mála­menn hika ekki við að reyna að þagga niður í röddum er tjá skoð­anir sem eru ekki í sam­ræmi við ríkj­andi sjón­ar­mið tíð­ar­and­ans. Aðferð­irnar geta verið af marg­vís­legu tagi.

Og einna fyndn­ast þótti fjöl­miðla­börn­unum að ég bæri milli­nafnið Adolf og byggi við Kristni­braut. Eng­inn hafði áhuga á skoð­unum eða rök­um, aðeins því að taka þátt í útskúfun sjón­ar­miða, bann­fær­ingu skoð­ana og brenni­merk­ingu manns­ins með vondu skoðanirnar

 

Sú áhrifa­rík­asta er að bola mönnum úr starfi sínu. Það tókst með Snorra Ósk­ars­son, kenn­ara á Akur­eyri. Eng­inn skóla­stjóri myndi þora að ráða hann til starfa af ótta við póli­tíska rétt­hugs­un­ar­lið­ið. Hann má nú una því að þiggja atvinnu­leys­is­bæt­ur. Von­andi mun hann sigra í dóms­máli sem nú er rekið vegna rang­ind­anna sem hann var beittur og ég þakka almætt­inu fyrir að eiga lífs­björg­ina ekki undir öðrum en sjálfum mér. Þessi atburða­rás mun vænt­an­lega vekja áhuga lög­fræð­inga og ann­arra fræði­manna sem láta sig varða jafn­sjálf­sögð mann­rétt­indi og tján­ing­ar- og skoð­ana­frelsið," segir Gústaf að lok­um.

Umræddur Snorri Ósk­ars­son er oft­ast kenndur við Bet­el. Árið 2012 var hann áminntur af Akur­eyr­arbæ fyrir bloggskrif um sam­kyn­hneigð þar sem hann skrif­aði að sam­kyn­hneigð teld­ist vera synd og að laun synd­ar­innar væru dauði. Akur­eyr­ar­bær túlk­aði þau orð á þann veg að refsa ætti sam­kyn­hneigðum með dauða, en Snorri vill meina að þarna hafi hann fjallað almennt um synd en ekki sér­stak­lega um sam­kyn­hneigð. Í kjöl­far skrif­anna var Snorri áminntur og sendur í sex mán­aða leyfi. Síðar var honum sagt upp störf­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None