Segja Bjarna ekki vilja kaupa gögn um skattaundanskot, frændhygli þvælist fyrir

15084010837_5e69fc5c02_z.jpg
Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan telur að það vanti upp á vilja hjá Bjarna Bene­dikts­syn­i, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til þess að kaupa gögn um skattaund­an­skot sem óþekktur aðili hefur boðið íslenskum stjórn­völdum til sölu. Bjarni ásak­aði Bryn­dísi Krist­jáns­dóttur skatt­rann­sókn­ar­stjóra um að hafa dregið lapp­irnar í mál­inu og sagði að það kæmi ekki til greina að greiða fyrir upp­lýs­ing­arnar með ferða­töskum fullum af seðl­um.

Í Frétta­blað­inu í dag er rætt við for­ystu­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna um mál­ið. Þar segir Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, að hún telji "ólík­legt að ráð­herra vilji kaupa umrædd gögn" og að  "svo virð­ist sem íslenska frænd­hyglin sé að þvæl­ast fyrir fjár­mála­ráð­herra. Hann dregur þjóð sína á asna­eyr­un­um."

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata.

Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að Bjarni sé sífellt að leita að sér að und­an­komu­leið í mál­inu. Það sé hans að leysa en Bjarni sé ekki að ýta mál­inu áfram.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, þing­maður Vinstri grænna og fyrrum fjár­mála­ráð­herra, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hann undrist orð Bjarna um skatt­rann­sókn­ar­stjóra. "Hver svo sem vilji ráð­herr­ans er í þessu máli þá hjálpar það ekki mál­inu að senda skatt­rann­sókn­ar­stjóra tón­inn í fjöl­miðlum heldur leysir hann málið með öðrum leið­um, sé það hans vilj­i".

Nöfn mörg hund­ruð Íslend­ingaEmb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra fékk nöfn 50 íslenskra aðila síð­asta sumar sem vís­bend­ingar eru um að hafi stundað skattaund­an­skot og komið fyrir eignum í skatta­skjól­um. Upp­lýs­ing­arnar komu frá manni sem bauð emb­ætt­inu gögnin til sölu. Um var að ræða um tíu pró­sent þeirra gagna sem hann seg­ist vera með undir höndum og var þeim

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Bryn­dís Krist­jáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri.

ætlað að vera sýn­is­horn fyrir íslensk stjórn­völd. Til að fá öll gögn­in, sem inni­halda mörg hund­ruð nöfn íslenskra aðila, vildi mað­ur­inn fá greitt.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið gaf út yfir­lýs­ingu í byrjun októ­ber 2014 þar sem skatt­rann­sókn­ar­stjóra var heim­ilað að kaupa gögnin að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. Bryn­dís Krisjáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri sagði þá í sam­tali við Kjarn­ann að það lægi á að klára mál­ið, en vildi ekki nefna sér­stök tíma­mörk í því sam­bandi. Nú, rúmum fjórum mán­uðum síð­ar, er málið enn án nið­ur­stöðu og komið í póli­tískan hnút.

Einka­að­ilar áhuga­samirKjarn­inn spurð­ist fyrir um það hjá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í haust hvert upp­sett verð fyrir gögnin væri. Hópur ein­stak­linga hafði þá sett sig í sam­band við Kjarn­ann með það fyrir augum að fjár­magna kaupin á gögn­unum og birta þau á vett­vangi Kjarn­ans. Bryn­dís sagði að ekki væri komin verð­miði á gögnin á þeirri stundu en að ­fjöl­margir einka­að­ilar hefðu líka sett sig í sam­band við emb­ætti hennar með það fyrir augum að fjár­magna kaupin á gögn­un­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None