Segja Bjarna ekki vilja kaupa gögn um skattaundanskot, frændhygli þvælist fyrir

15084010837_5e69fc5c02_z.jpg
Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan telur að það vanti upp á vilja hjá Bjarna Bene­dikts­syn­i, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, til þess að kaupa gögn um skattaund­an­skot sem óþekktur aðili hefur boðið íslenskum stjórn­völdum til sölu. Bjarni ásak­aði Bryn­dísi Krist­jáns­dóttur skatt­rann­sókn­ar­stjóra um að hafa dregið lapp­irnar í mál­inu og sagði að það kæmi ekki til greina að greiða fyrir upp­lýs­ing­arnar með ferða­töskum fullum af seðl­um.

Í Frétta­blað­inu í dag er rætt við for­ystu­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna um mál­ið. Þar segir Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, að hún telji "ólík­legt að ráð­herra vilji kaupa umrædd gögn" og að  "svo virð­ist sem íslenska frænd­hyglin sé að þvæl­ast fyrir fjár­mála­ráð­herra. Hann dregur þjóð sína á asna­eyr­un­um."

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata.

Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að Bjarni sé sífellt að leita að sér að und­an­komu­leið í mál­inu. Það sé hans að leysa en Bjarni sé ekki að ýta mál­inu áfram.

Stein­grímur J. Sig­fús­son, þing­maður Vinstri grænna og fyrrum fjár­mála­ráð­herra, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hann undrist orð Bjarna um skatt­rann­sókn­ar­stjóra. "Hver svo sem vilji ráð­herr­ans er í þessu máli þá hjálpar það ekki mál­inu að senda skatt­rann­sókn­ar­stjóra tón­inn í fjöl­miðlum heldur leysir hann málið með öðrum leið­um, sé það hans vilj­i".

Nöfn mörg hund­ruð Íslend­ingaEmb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra fékk nöfn 50 íslenskra aðila síð­asta sumar sem vís­bend­ingar eru um að hafi stundað skattaund­an­skot og komið fyrir eignum í skatta­skjól­um. Upp­lýs­ing­arnar komu frá manni sem bauð emb­ætt­inu gögnin til sölu. Um var að ræða um tíu pró­sent þeirra gagna sem hann seg­ist vera með undir höndum og var þeim

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Bryn­dís Krist­jáns­dótt­ir, skatt­rann­sókn­ar­stjóri.

ætlað að vera sýn­is­horn fyrir íslensk stjórn­völd. Til að fá öll gögn­in, sem inni­halda mörg hund­ruð nöfn íslenskra aðila, vildi mað­ur­inn fá greitt.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið gaf út yfir­lýs­ingu í byrjun októ­ber 2014 þar sem skatt­rann­sókn­ar­stjóra var heim­ilað að kaupa gögnin að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. Bryn­dís Krisjáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri sagði þá í sam­tali við Kjarn­ann að það lægi á að klára mál­ið, en vildi ekki nefna sér­stök tíma­mörk í því sam­bandi. Nú, rúmum fjórum mán­uðum síð­ar, er málið enn án nið­ur­stöðu og komið í póli­tískan hnút.

Einka­að­ilar áhuga­samirKjarn­inn spurð­ist fyrir um það hjá emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra í haust hvert upp­sett verð fyrir gögnin væri. Hópur ein­stak­linga hafði þá sett sig í sam­band við Kjarn­ann með það fyrir augum að fjár­magna kaupin á gögn­unum og birta þau á vett­vangi Kjarn­ans. Bryn­dís sagði að ekki væri komin verð­miði á gögnin á þeirri stundu en að ­fjöl­margir einka­að­ilar hefðu líka sett sig í sam­band við emb­ætti hennar með það fyrir augum að fjár­magna kaupin á gögn­un­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Reynt að múta lögreglumanni í Namibíu
Spillingarlögreglan hefur handtekið mann, sem reyndi að hindra framgang réttvísinnar við rannsókn á Samherjaskjölunum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Friðrik Rafnsson
Lestur er leikfimi hugans
Kjarninn 21. janúar 2020
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None