Segja Rio Tinto reyna að svipta launamenn réttindum sínum - „Það verður ekki liðið“

riotinto.jpg
Auglýsing

Lands­sam­band íslenzkra verzl­un­ar­manna og Starfs­greina­sam­band Ísland lýsa bæði yfir stuðn­ingi við starfs­menn Rio Tinto í álver­inu í Straums­vík. Harðar kjara­deilur starfs­fólks­ins við vinnu­veit­endur sína hafa nú staðið í langan tíma, en kjara­samn­ingur rann út fyrir tæpum tíu mán­uð­um.

Þing Lands­sam­bands íslenzkra verzl­un­ar­manna (LÍV) sam­þykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Rio Tinto að ljúka gerð kjara­samn­inga sem allra fyrst án þess að störf almennra starfs­manna verði sett í verk­töku.

Fyr­ir­tækið hefur farið fram á það að fá meiri heim­ildir til að auka verk­taka­starf­semi í álver­inu. „Þessi krafa er í sam­ræmi við það sem Rio Tinto er að gera á alþjóða­vísu og virð­ist mark­miðið vera að svipta launa­menn kjara­samn­ings­bundnum rétt­ind­um. Slíkt er með öllu óásætt­an­legt og í and­stöðu við grund­vall­ar­hug­sjónir verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ segir LÍV.

Auglýsing

Á þingi Starfs­greina­sam­bands­ins í vik­unni var einnig fjallað um mál­efni starfs­manna álvers­ins og fullum stuðn­ingi lýst við aðgerðir starfs­fólks­ins. „Til­raun­ir RI­O T­in­to til að auka verk­töku á alþjóða­vísu sem og í Straums­vík er ekk­ert annað en aðför að samn­ings­bundnum kjörum starfs­fólks,“ sagði í ályktun SGS um mál­ið. „Krafa fyr­ir­tæk­is­ins um aukna verk­taka­starf­semi er aft­ur­hvarf til þeirra tíma þegar atvinnu­rek­endur gátu valið frá degi til dags hverjir fengju vinnu og á hvaða kjör­um. Það verður ekki lið­ið!“

Segja álverð hafa lækkað og álverið ber­ist í bökkum„Hafa ber í huga að álverð hefur hríð­fallið frá ára­mótum og hefur ekki verið lægra í ein sex ár. Afleið­ingin er að ISAL er nú rekið með tapi frá degi til dags og tapið fer vax­and­i,“ sagð­i í opnu bréfi sem Rann­veig Rist sendi á starfs­menn álvers Rio Tinto Alcan í Straums­vík í sept­em­ber. Hún hafði sent annað bréf í ágúst þar sem einnig var talað á svip­uðum nót­u­m. „­Staða á mörk­uðum er slæm og hefur versnað veru­lega frá ára­mót­um. Heims­mark­aðs­verð á áli hefur lækkað mikið og það á einnig við um mark­aðs­upp­bæt­ur, sem eru hluti af verð­inu sem við fáum fyrir álið. Eft­ir­spurn er langt undir áætl­un­um. Sam­an­lögð áhrif þessa á sölu­tekjur ISAL eru harka­leg. Og þar sem orku­verð ISAL er ekki lengur tengt við álverð þolum við lágt álverð miklu verr en áður.“

Rann­veig sagði einnig í bréf­inu í sept­em­ber að hvergi yrði hvikað frá kröfum fyr­ir­tæk­is­ins um að bjóða út verk­efni í verk­töku í auknum mæli. „Í þeim efnum býr ISAL við mestu fjötra allra fyr­ir­tækja á Íslandi. Eins og fram hefur komið erum við til­búin að ræða hvernig koma megi til móts við starfs­menn sem þetta hefði áhrif á“ sagði hún.

Gylfi Ingv­ars­son, tals­maður verka­lýðs­fé­lag­anna í Straums­vík hefur hins vegar sagt að um áróður sé að ræða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None