Setja á fót tímabundna ráðherranefnd um málefni innflytjenda og flóttafólks

Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra munu skipa nýja ráðherranefnd um málefni innflytjenda og flóttafólks, sem á að vinna markvisst að áherslum stjórnarsáttmála í þessum málaflokkum.

Ríkisstjórnin samþykkti skipan nýju ráðherranefndarinnar á fundi sínum í morgun.
Ríkisstjórnin samþykkti skipan nýju ráðherranefndarinnar á fundi sínum í morgun.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra og Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra munu sitja saman í nýrri tíma­bund­inni ráð­herra­nefnd um mál­efni inn­flytj­enda og flótta­fólks, sem rík­is­stjórnin sam­þykkti að skipa í morg­un.

Fram kemur í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins að nefndin muni einnig eiga nána sam­vinnu við Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra og svo aðra ráð­herra eftir atvikum á starfs­tíma ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar.

Í til­kynn­ingu stjórn­valda segir að hlut­verk nefnd­ar­innar verði að vinna mark­visst að áherslum stjórn­ar­flokk­anna þriggja í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­fólks.

„Mál­efni inn­flytj­enda varða mál­efna­svið margra ráðu­neyta auk sveit­ar­fé­laga og ýmissa stofn­ana. Því er nauð­syn­legt að tryggja öfl­uga sam­vinnu og sam­hæf­ingu í mála­flokknum og er skipun ráð­herra­nefndar liður í því,“ segir í til­kynn­ingu stjórn­valda.

Fleiri á flótta og inn­lent vinnu­afl skortir

Þar er rakið að það sem af er ári hafi tæp­lega 1.700 ein­stak­lingar sótt um alþjóð­lega vernd á Íslandi, að fjöldi flótta­fólks í heim­inum í ár sé kom­inn yfir 100 millj­ónir og að spár bendi til þess að þving­aðir fólks­flutn­ingar muni aukast á næstu árum vegna lofts­lags­breyt­inga og versn­andi umhverf­is­að­stæðna.

Í til­kynn­ingu stjórn­valda segir einnig að árið 2021 hafi um 15,5 pró­sent íbúa lands­ins verið inn­flytj­endur og að ef hag­vaxt­ar­spár gangi eftir sé „ljóst að erfitt verður að manna þau störf sem verða til á næstu árum með inn­lendu vinnu­afli“.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er einnig fjallað um þau atriði sem stjórn­ar­flokk­arnir þrír sam­mælt­ust um í stjórn­ar­sátt­mála í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­fólks og hlut­verk ráð­herra­nefnd­ar­innar verður að vinna eft­ir.

Í stjórn­ar­sátt­mál­anum kemur meðal ann­ars fram að þátt­taka fólks af erlendum upp­runa auki fjöl­breyti­leika, efli íslenskt sam­fé­lag og menn­ingu og sé ein for­senda fyrir vexti efna­hags­lífs­ins og að tryggja þurfi að inn­flytj­endur sem hér vilji búa og starfa fái tæki­færi til aðlög­unar og geti nýtt hæfi­leika sína og þekk­ingu.

„Meðal áherslu­at­riða í mála­flokknum sem birt­ast í stjórn­ar­sátt­mála er að mótuð verði skýr og heild­stæð stefna í mál­efnum útlend­inga, rík áhersla verði lögð á stuðn­ing til aðlög­unar við börn af erlendum upp­runa og fjöl­skyldur þeirra og að lög um útlend­inga og lög um atvinnu­rétt­indi útlend­inga verði end­ur­skoð­uð. Mik­il­vægt er að gæta að jafn­vægi milli ólíkra þátta, þ.e. í fyrsta lagi mann­úð­ar­sjón­ar­miða, í öðru lagi sjón­ar­miða um efna­hags­lega hag­sæld, lífs­gæði og vöxt og í þriðja lagi þarf að meta mann­afla­þörf hér á landi til að tryggja vel­ferð­ar­sam­fé­lag og vel­megun þjóðar til fram­tíð­ar.

Einnig er lögð áhersla á að umsókn­ar­ferli um dval­ar- og atvinnu­leyfi ein­stak­linga sem sinna störfum sem krefj­ast sér­fræði­þekk­ingar verði ein­fald­að. Þá verði unnið að því að auka hraða og skil­virkni í afgreiðslu mála í sam­ræmi við flótta­manna­samn­ing Sþ, áfram verði aukið við mót­töku kvótaflótta­fólks og unnið verði að því að auka traust og gagn­sæi um ákvarð­anir útlend­inga­yf­ir­valda,“ segir einnig í til­kynn­ingu stjórn­valda.

Sig­mundur Davíð setti ráð­herra­nefnd á lagg­irnar 2015

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráð­herra­nefnd um mál­efni flótta­fólks er sett á lagg­irn­ar. Sig­mundur Davíð Gunn­laugssson þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins lagði til að slík nefnd yrði skipuð árið 2015.

Nefnd þeirrar rík­is­stjórnar Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks hafði það að mark­miði að sam­ræma starf ráðu­neyta og stofn­ana í mála­flokk­unum og meta hvernig fram­lag Íslands nýtt­ist best til að ná mark­miðum um mann­úð­ar­að­stoð og aðstoð við flótta­menn, hæl­is­leit­endur og inn­flytj­endur og sam­fé­lags­mál tengd mála­flokkn­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent