Settur saksóknari tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálið árið 1997

conf6.4big.jpg
Auglýsing

Davíð Þór Björg­vins­son laga­pró­fess­or, sem ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur sett sem sak­sókn­ara til að gefa end­ur­upp­töku í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu umsögn, tjáði sig ítar­lega um málið í sjón­varps­þætti árið 1997. Þar taldi Davíð Þór að það yrði erfitt fyrir Hæsta­rétt Íslands að taka málið ekki upp aft­ur, ef ný gögn kæmu fram sem sýndu fram á brotala­mir við rann­sókn máls­ins.

Sig­ríður Frið­jóns­dótt­ir, rík­is­sak­sókn­ari, lýsti sig van­hæfa í vik­unni vegna fjöl­skyldu­tengsla en Örn Hösk­ulds­son, sem var einn aðal­rann­sak­andi máls­ins, er giftur móð­ur­systur Sig­ríð­ar.

Sjón­varp­s­átt­ur­inn sem um ræðir hét "Undir sönn­un­ar­byrð­i," og var sýndur í Rík­is­sjón­varp­inu 29. apríl 1997, í kjöl­far sýn­ingar á heim­ilda­þáttum Sig­ur­steins Más­sonar um Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­ið.

Auglýsing

Davíð Þór var gestur í umræðu­þætt­inum ásamt Ragn­ari Aðal­steins­syni, lög­manni Erlu Bolla­dóttur og Guð­jóns Skarp­héð­ins­son­ar, Jóni Frið­riki Sig­urðs­syni sál­fræð­ingi, Þor­steini Páls­syni þáver­andi dóms­mála­ráð­herra og Ragn­ari Hall, sem þá var sett­ur ­Rík­is­sak­sókn­ari í mál­inu.

Í þætt­inum sagði Davíð Þór: "Það sem ein­kennir þetta saka­mál er það að nið­ur­staðan er nán­ast ein­göngu byggð á játn­ingum sak­born­inga. Það er reynt með ýmsum hætti að styðja þessar játn­ingar sýni­legum sönn­un­ar­gögn­um, og það gengur mjög illa. Þetta er allt mjög ræki­lega rakið í hér­aðs­dóm­inum og tekið svo til orða að þessi sýni­legu sönn­un­ar­gögn, önnur en játn­ingar sak­born­inga, tengi ekki sak­born­inga með óyggj­andi hætti við þessa atburð­i."

Þegar Árni Þór­ar­ins­son blaða­mað­ur, sem stýrði umræðu­þætt­in­um, spurði Davíð Þór hvort harð­ræði sem sak­born­ing­arnir sættu við rann­sókn máls­ins, ógildi máls­með­ferð­ina, svar­aði Dav­íð: "Þetta er ekki bara spurn­ing um þetta harð­ræði, heldur líka virð­ist sem ýmsar rétt­ar­fars­reglur og reglur um rann­sókn brota­mála sem að virð­ast líka hafa verið brotn­ar. Eins og til dæmis um það að þess sé gætt að rétt­ar­gæslu­menn séu við­stadd­ir, yfir­heyrslur standa lengur en reglur gera ráð fyr­ir, skýrslu­gerð er í molum og svo fram­veg­is. Og þetta er auð­vitað líka mjög alvar­legur hlut­ur."

Aðspurður um hvort hann teldi að skil­yrði væru fyrir hendi fyrir upp­töku máls­ins, svar­aði Dav­íð: "Kjarn­inn er þessi: Þetta mál hangir allt á þessum játn­ing­um, og því skiptir það höf­uð­máli þegar verið er að meta það hvort skil­yrði séu til fyrir end­ur­upp­töku, að það komi fram nýjar upp­lýs­ingar til við­bótar þeim sem lágu fyrir þegar dóm­arnir voru kveðnir upp sem sýni það og sanni að það hafi verið stór­felldar brotala­mir við rann­sókn máls­ins. Þegar ég sagði að Hæsta­rétti yrði vandi á hönd­um, þá átti ég ein­fald­lega við það, að það kann að koma upp sú staða að það verði mjög erfitt fyrir þá að end­ur­upp­taka málið ekki."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None