Settur saksóknari tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálið árið 1997

conf6.4big.jpg
Auglýsing

Davíð Þór Björg­vins­son laga­pró­fess­or, sem ­Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur sett sem sak­sókn­ara til að gefa end­ur­upp­töku í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu umsögn, tjáði sig ítar­lega um málið í sjón­varps­þætti árið 1997. Þar taldi Davíð Þór að það yrði erfitt fyrir Hæsta­rétt Íslands að taka málið ekki upp aft­ur, ef ný gögn kæmu fram sem sýndu fram á brotala­mir við rann­sókn máls­ins.

Sig­ríður Frið­jóns­dótt­ir, rík­is­sak­sókn­ari, lýsti sig van­hæfa í vik­unni vegna fjöl­skyldu­tengsla en Örn Hösk­ulds­son, sem var einn aðal­rann­sak­andi máls­ins, er giftur móð­ur­systur Sig­ríð­ar.

Sjón­varp­s­átt­ur­inn sem um ræðir hét "Undir sönn­un­ar­byrð­i," og var sýndur í Rík­is­sjón­varp­inu 29. apríl 1997, í kjöl­far sýn­ingar á heim­ilda­þáttum Sig­ur­steins Más­sonar um Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­ið.

Auglýsing

Davíð Þór var gestur í umræðu­þætt­inum ásamt Ragn­ari Aðal­steins­syni, lög­manni Erlu Bolla­dóttur og Guð­jóns Skarp­héð­ins­son­ar, Jóni Frið­riki Sig­urðs­syni sál­fræð­ingi, Þor­steini Páls­syni þáver­andi dóms­mála­ráð­herra og Ragn­ari Hall, sem þá var sett­ur ­Rík­is­sak­sókn­ari í mál­inu.

Í þætt­inum sagði Davíð Þór: "Það sem ein­kennir þetta saka­mál er það að nið­ur­staðan er nán­ast ein­göngu byggð á játn­ingum sak­born­inga. Það er reynt með ýmsum hætti að styðja þessar játn­ingar sýni­legum sönn­un­ar­gögn­um, og það gengur mjög illa. Þetta er allt mjög ræki­lega rakið í hér­aðs­dóm­inum og tekið svo til orða að þessi sýni­legu sönn­un­ar­gögn, önnur en játn­ingar sak­born­inga, tengi ekki sak­born­inga með óyggj­andi hætti við þessa atburð­i."

Þegar Árni Þór­ar­ins­son blaða­mað­ur, sem stýrði umræðu­þætt­in­um, spurði Davíð Þór hvort harð­ræði sem sak­born­ing­arnir sættu við rann­sókn máls­ins, ógildi máls­með­ferð­ina, svar­aði Dav­íð: "Þetta er ekki bara spurn­ing um þetta harð­ræði, heldur líka virð­ist sem ýmsar rétt­ar­fars­reglur og reglur um rann­sókn brota­mála sem að virð­ast líka hafa verið brotn­ar. Eins og til dæmis um það að þess sé gætt að rétt­ar­gæslu­menn séu við­stadd­ir, yfir­heyrslur standa lengur en reglur gera ráð fyr­ir, skýrslu­gerð er í molum og svo fram­veg­is. Og þetta er auð­vitað líka mjög alvar­legur hlut­ur."

Aðspurður um hvort hann teldi að skil­yrði væru fyrir hendi fyrir upp­töku máls­ins, svar­aði Dav­íð: "Kjarn­inn er þessi: Þetta mál hangir allt á þessum játn­ing­um, og því skiptir það höf­uð­máli þegar verið er að meta það hvort skil­yrði séu til fyrir end­ur­upp­töku, að það komi fram nýjar upp­lýs­ingar til við­bótar þeim sem lágu fyrir þegar dóm­arnir voru kveðnir upp sem sýni það og sanni að það hafi verið stór­felldar brotala­mir við rann­sókn máls­ins. Þegar ég sagði að Hæsta­rétti yrði vandi á hönd­um, þá átti ég ein­fald­lega við það, að það kann að koma upp sú staða að það verði mjög erfitt fyrir þá að end­ur­upp­taka málið ekki."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None