Sigga Dögg gagnrýnir Toys R Us fyrir barnabrúðarkjól

Screen.Shot_.2015.02.11.at_.11.15.39.jpg
Auglýsing

Kyn­fræð­ing­ur­inn Sig­ríður Dögg Arn­ar­dótt­ir, betur þekkt sem Sigga Dögg, gagn­rýnir leik­fanga­versl­un­ina Toys R Us harð­lega fyrir að aug­lýsa sér­stakan barna­brúð­ar­kjól til sölu fyrir ösku­dag­inn. Kjóll­inn er aug­lýstur í bæk­lingi sem leik­fanga­versl­unin sendi frá sér, sem og á heima­síðu Toys R Us.

Screen.Shot.2015.02.11.at.11.18.06 Af heima­síðu Toys R Us þar sem kjóll­inn umdeildi er aug­lýstur til sölu.

Í færslu sinni á Face­book spyr Sigga Dögg hvort það sé ekki tíma­skekkja að árið 2015 skuli vera fram­leiddur og seldur bún­ingur fyrir stúlkur sem barna­brúð­ir. „Þessi bæk­lingur frá Toys R Us kom heim til mín nýlega og ég and­varp­aði yfir Spiderman kjólnum (sem og öðrum ofur­hetjum í kjól­um, ég meina, hvenær hefur þú séð Bat­man cross­dressa? Ég hlýt að hafa misst af þeirri mynd) en þetta finnst mér ekki í lagi. Litlar stelpur í hvítum kjól því þær ætla ein­hver­tíma að gifta sig ? Er þetta dúllu­legt? Í öðrum heims­hlutum berj­umst við gegn þessu en hér þá klöppum við. Ég á ekki til orð.

Auglýsing

Ofur­hetjur bjarga fólki. Brúður fer í förð­un, óþægi­legan kjól og von­andi á ágætis fram­tíð með mak­anum sem hún (von­andi) valdi sér sjálf. Það biður eng­inn strákur um að vera brúð­gumi. Og afhverju sjáum við ekki stráka í Frozen kjól­um? Nú eða bara til að gæta jafn­ræð­is, af hverju er ekki til stráka Frozen bún­ingur með bux­um?

Ég er eig­in­lega bara komin með nóg.“

Þá má geta þess að Sigga Dögg gaf nýverið út bók­ina Kjaftað um kyn­líf sem er hand­bók fyrir full­orðna til að ræða um kyn­líf við börn og ung­linga.


Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None