Sigmar Guðmundsson annar stjórnenda nýs morgunþáttar á Rás 2

simmi.jpg
Auglýsing

Sig­mar Guð­munds­son, fyrrum rit­stjóri Kast­ljóss, mun stýra nýjum morg­un­þætti á Rás 2 í vetur ásamt Guð­rúnu Sól­eyju Gests­dótt­ur, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Sig­mar ákvað að hætta í Kast­ljós­inu fyrr á þessu ári og var Þóra Arn­órs­dóttir ráðin í hans stað.

Síð­ast­lið­inn vetur var morg­un­þátt­ur­inn Morg­un­út­gáfan, í umsjón Óðins Jóns­son­ar, Guð­rúnar Sól­eyjar og Hrafn­hildar Hall­dórs­dóttur á sam­tengdri dag­skrá  Rásar 1 og 2. Nú hefur verið ákveðið að hætta sam­tengdri útsend­ingu.

Sig­mar greindi frá því í byrjun júlí að hann myndi ekki snúa aftur í Kast­ljósið í haust. Sig­mar hafði þá verið rit­stjóri þátt­ar­ins um nokk­urra ára skeið en hann til­kynnti í maí að hann væri far­inn í leyfi til að fara í  á­feng­is­með­ferð á Vogi vegna glímu sinnar við alkó­hól­isma.

Auglýsing

Í sam­tali við Vísi vegna þessa sagð­ist Sig­mar ekki ætla að vera rit­stjóri þátt­ar­ins næsta vet­ur. „Það hentar mér ekki. Eins og menn vita ­fór ég í með­ferð og er að taka á mínum mál­um. Stressið og álagið og þessir löngu vinnu­dagar henta mér engan veg­inn meðan ég sinni bat­anum og fjöl­skyld­unni. Um þetta erum við, ég og yfir­menn mín­ir, algjör­lega sam­mála. Ég hef óskað eftir þægi­legri inni­vinnu á skrif­stofu­tíma.“

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að Bald­vin Þór Bergs­son hefði verið ráð­inn einn umsjón­ar­manna Kast­ljóss í stað Sig­mars. Bald­vin starf­aði um ára­bil sem frétta­stjóri og vak­stjóri á frétta­stofu RÚV. Und­an­farin ár hefur hann búið erlend­is, meðal ann­ars í Sví­þjóð. Bald­vin hefur skrifað vin­sælar frétta­skýr­ingar fyrir Kjarn­ann und­an­farin miss­eri. Bald­vin mun koma til starfa 24. ágúst næst­kom­andi.

Þann 24. júlí var til­kynnt að Þóra Arn­órs­dótt­ir, frétta- og dag­skrár­gerð­ar­kona, hefði verið ráðin rit­stjóri Kast­ljóss. Þóra hafði áður gegnt starfi aðstoð­ar­rit­stjóra frétta­skýr­ing­ar­þátt­ar­ins og verið rit­stjóri hans í fjar­veru Sig­mars.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None