Sigmundur Davíð: Áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef Píratar næðu 30-40% fylgi

18417150919_8ced912150_k-1.jpg
Auglýsing

„Ef almenn óánægja yrði til þess að bylt­ing­ar­flokkar og flokkar með mjög óljósar hug­myndir um lýð­ræði og flokkar sem vilja umbylta grunn­stoðum sam­fé­lags­ins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggju­efni fyrir sam­fé­lagið allt,“ segir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra um fylgi Pírata og skoð­ana­kann­anir und­an­far­ið. Þetta kemur fram í við­tali við Sig­mund Davíð í DV í dag, sem Kol­brún Berg­þórs­dóttir rit­stjóri blaðs­ins tek­ur. DV var dreift ókeypis í öll hús í dag.

Hann seg­ist ekki telja að fylgi Pírata muni hald­ast og seg­ist ekki hafa miklar áhyggjur af fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ef hins vegar fylgi Pírata héld­ist fram yfir kjör­dag „þá myndi taka við allt ann­ars konar stefna í sam­fé­lag­inu þar sem erfitt gæti verið að við­halda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækj­ast eftir og byggja upp um ára­tuga skeið.“

Í við­tal­inu er farið um víðan völl. Sig­mundur er spurður að því hvernig honum hafi liðið að halda ræðu á 17. júní þegar mót­mælt var á Aust­ur­velli. „Þarna var fólk sem vildi ekki að á fram­færi kæmust skila­boð þar sem leit­ast var við að sætta fólk og draga fram það sem sam­einar okkur sem þjóð heldur vildi þagga niður í þeim,“ segir hann og seg­ist hafa sárnað mest og þótt ótrú­legt að sjá „menn ham­ast svo mjög þegar stúlkna­kór ­söng ætt­jarð­ar­lög og fjall­konan flutti ljóð. Þarna var ungt fólk sem hafði dögum og vikum saman und­ir­búið sig fyrir þátt­töku í hátíð­ar­höld­unum og fékk ekki að njóta þess.“

Auglýsing

Sig­mundur segir mót­mælin hafa dregið fram stærra vanda­mál, „­sem er virð­ing­ar­leysið sem er orðið ríkj­andi hjá ákveðnum hópi, ekki mjög stórum en hávær­um. Sá hávaði birt­ist ekki alltaf með trumbu­slætti og öskrum á Aust­ur­velli heldur miklu oftar í fjöl­miðlum og á net­inu þar sem sá sem er óvægn­astur og yfir­lýs­ing­arglað­astur nær mestri athygl­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None