Sigmundur Davíð: Áhyggjuefni fyrir samfélagið allt ef Píratar næðu 30-40% fylgi

18417150919_8ced912150_k-1.jpg
Auglýsing

„Ef almenn óánægja yrði til þess að bylt­ing­ar­flokkar og flokkar með mjög óljósar hug­myndir um lýð­ræði og flokkar sem vilja umbylta grunn­stoðum sam­fé­lags­ins nái áhrifum þá væri það mikið áhyggju­efni fyrir sam­fé­lagið allt,“ segir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra um fylgi Pírata og skoð­ana­kann­anir und­an­far­ið. Þetta kemur fram í við­tali við Sig­mund Davíð í DV í dag, sem Kol­brún Berg­þórs­dóttir rit­stjóri blaðs­ins tek­ur. DV var dreift ókeypis í öll hús í dag.

Hann seg­ist ekki telja að fylgi Pírata muni hald­ast og seg­ist ekki hafa miklar áhyggjur af fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ef hins vegar fylgi Pírata héld­ist fram yfir kjör­dag „þá myndi taka við allt ann­ars konar stefna í sam­fé­lag­inu þar sem erfitt gæti verið að við­halda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækj­ast eftir og byggja upp um ára­tuga skeið.“

Í við­tal­inu er farið um víðan völl. Sig­mundur er spurður að því hvernig honum hafi liðið að halda ræðu á 17. júní þegar mót­mælt var á Aust­ur­velli. „Þarna var fólk sem vildi ekki að á fram­færi kæmust skila­boð þar sem leit­ast var við að sætta fólk og draga fram það sem sam­einar okkur sem þjóð heldur vildi þagga niður í þeim,“ segir hann og seg­ist hafa sárnað mest og þótt ótrú­legt að sjá „menn ham­ast svo mjög þegar stúlkna­kór ­söng ætt­jarð­ar­lög og fjall­konan flutti ljóð. Þarna var ungt fólk sem hafði dögum og vikum saman und­ir­búið sig fyrir þátt­töku í hátíð­ar­höld­unum og fékk ekki að njóta þess.“

Auglýsing

Sig­mundur segir mót­mælin hafa dregið fram stærra vanda­mál, „­sem er virð­ing­ar­leysið sem er orðið ríkj­andi hjá ákveðnum hópi, ekki mjög stórum en hávær­um. Sá hávaði birt­ist ekki alltaf með trumbu­slætti og öskrum á Aust­ur­velli heldur miklu oftar í fjöl­miðlum og á net­inu þar sem sá sem er óvægn­astur og yfir­lýs­ing­arglað­astur nær mestri athygl­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None