„Í hádeginu verður kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta og ýmis atriði sem tengjast því. Mikil undirbúningsvinna, unnin af ótrúlega snjöllu og öflugu fólki, hefur staðið lengi. Framkvæmdin hófst svo í gærkvöldi, þegar Alþingi samþykkti eins konar undanfarafrumvarp á óvenjulegum tíma. Það leiddi til þess að einhverjir sáu ástæðu til þess að setja á flot vangaveltur sem ekki eru á rökum reistar. Aðalatriðið er að nú er þetta gríðarmikla framfaraskref fyrir íslenskt efnahagslíf og þar með alla landsmenn loks að verða að veruleika.“
Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook síðu sinni, en klukkan 12:00 verða kynnt áform um losun fjármagnshafta, á sérstökum blaðamannafundi sem fram fer í Hörpu. Á Facebook síðu forsætisráðuneytisins kemur fram að ástæðan fyrir því að lögum um gjaldeyrismál var breytt, hafi verið sú að þetta séu óvenjuleg mál sem kalli á óvenjulegar lausnir. Því hafi þurft að afgreiða lögin í flýti í gær, sem eru eins konar undirbúningsaðgerð fyrir áform um afnám hafta, sem kynnt verð á eftir.
Stór og ánægjulegur dagur er runninn upp. Í hádeginu verður kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta og ýmis atriði sem...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, June 8, 2015
Auglýsing