Sigmundur Davíð: Fréttamyndir mega ekki ráða stefnu Íslands í flóttamannamálum

17980628004_275798b5b3_z.jpg
Auglýsing

"Áhrifa­ríkar frétta­myndir vekja sterk við­brögð hjá okkur en við megum ekki gleyma þeim sem ekki sjást á mynd­un­um. Við­brögð okkar geta aldrei miðað að því að upp­fylla mögu­lega þörf okkar sjálfra fyrir að sjá árang­ur­inn af starf­inu eða hljóta þakkir fyr­ir. Við verðum fyrst og fremst að velta því fyrir okkur hvernig við getum bjargað flestum manns­lífum til skemmri og lengri tíma," segir Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra í við­tali við Morg­un­blaðið þar sem hann ræðir aðgerðir stjórn­valda í flótta­manna­mál­um.

Hann segir vand­ann sem nú sé upp vegna flótta­manna­straums­ins frá Sýr­landi og nær­liggj­andi svæðum sé miklu stærra mál en svo að hægt sé að horfa á það fyrst og síð­ast út frá því hve margir flótta­menn munu koma til Íslands. For­sæt­is­ráð­herr­ann leggur áherslu á að í flótta­manna­mál­inu verði vandað til verka og ekki hrapað að nið­ur­stöðum sem svo stand­ast ekki.

Hann segir það aldrei hafa verið fast í hendi að Íslend­ingar myndu ein­ungis taka á móti 50 flótta­mönn­um. Á fundi full­trúa Evr­ópu­þjóða þar sem þessi mál voru í deigl­unni hafi verið nefnt að af 40.000 flótta­mönnum færu 9.000 til Frakk­lands og 12.000 til Þýska­lands. Miðað við það hefðu Íslend­ingar verið að taka á móti hlut­falls­lega flest­um. Það sé því alrangt að Íslend­ingar hafi boð­ist til að taka við óeðli­lega fáum miðað við aðra.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð bendir á að Sýr­lend­ingar séu um 20 millj­ónir sam­tals, eða svipað margir og allir Norð­ur­landa­bú­ar. Síð­ustu miss­erin hafi um tólf milljón manna yfir­gefið heim­ili sín í Sýr­landi. Um tvö pró­sent þess hóps hafi haldið til Evr­ópu en 98 pró­sent sé enn í heima­land­inu og nágranna­löndum þess. Sá hópur búi við hrika­legar aðstæð­ur. "Það má ekki gleyma þessum 98 pró­sent þó við sjáum ekki myndir af þján­ingum þeirra."

Sig­mundur Davíð segir þar að það væri var­huga­vert ef Evr­ópa sendi þau skila­boð að til að fá aðstoð þurfi flótta­menn að leita ásjár glæpa­hópa og leggja sig í lífs­hættu við að reyna að sigla til Evr­ópu eða kom­ast eftir öðrum hættu­legum leið­um. Geri menn það geti þeir átt von um aðstoð en ella búi menn við hörmu­legar aðstæður og svelti jafn­vel í flótta­manna­búð­um.

Annar hver Fram­sókn­ar­maður vill taka við færri en 50Í könnun sem MMR gerði um vilja Íslend­inga til að taka á móti flótta­fólki frá Sýr­landi, og birti í gær, kom fram að stuðn­ings­menn rík­is­stjórn­ar­innar eru miklu lík­legri til að vera fylgj­andi miklum tak­mörk­unum á mót­t­töku flótta­manna en þeir sem styðja hana ekki. Þannig segj­ast 42 pró­sent stuðn­ings­manna rík­is­stjórn­ar­innar vilja annað hvort enga (15 pró­sent) eða færri en 50 flótta­menn (27 pró­sent) hingað til lands. Ein­ungis tíu pró­sent þeirra vilja taka á móti fleiri en eitt þús­und flótta­mönnum á meðan að 28 pró­sent þeirra sem styðja ekki rík­is­stjórn­ina vilja það. Af þeim hópi vilja raunar 21 pró­sent taka á móti fleirum en 2000.

Stuðn­ings­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, flokks Sig­mundar Dav­íðs, eru lang­nei­kvæð­astir í garð mót­t­töku flótta­manna. Alls vilja 18 pró­sent þeirra ekki taka við nein­um, 27 pró­sent þeirra vilja ekki taka við fleiri en 50 og 14 pró­sent þeirra vilja ekki taka við fleiri en 150. Því vilja tveir af hverjum þremur stuðn­ings­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins ekki taka við fleiri en 150 flótta­mönnum frá Sýr­landi og annar hver Fram­sókn­ar­maður vill taka við í mesta lagi 50.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None