Sigmundur Davíð: Landsmenn hafa ástæðu til að vera bjartsýnir - Verður áfram í pólitík

9951287705_351870c03c_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son segir að á síð­ustu tveimur árum hafi þingið tek­ist á við vanda­mál og úrlausn þeirra en nú sé Ísland komið í upp­bygg­ing­ar-gír­inn. Það sjá­ist meðal ann­ars á miklum áhuga á að fjár­festa víða um land og fjölgun starfa sem haldi áfram með auk­inni fram­leiðni og hærri laun­um. „Lands­menn hafa mikla ástæðu til að vera bjart­sýn­ir,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann í við­tali í Síð­deg­is­út­varpi Rásar 2 í dag, í til­efni af þing­lokum í dag. Þar svar­aði hann meðal ann­ars spurn­ingu um seinni hluta kjör­tíma­bils­ins.

Sig­mundur Davíð sagð­ist ekki vera að tala um ákveðin verk­efni heldur almennt, þegar hann var spurður hvort hann ætti sér­stak­lega við fyr­ir­hugað álver í Skaga­byggð í tali sínu um upp­bygg­ingu og aukna fjár­fest­ingu á Íslandi.  „Það eru mörg stór verk­efni í far­vatn­inu. Þau verða sjálf­sagt ekki öll að veru­leika og það er ekki þing­manna að kveða úr um hvað verður og hvað ekki, heldur að búa til aðstæður þannig að menn vilji koma hingað og fjár­festa,“ sagði hann. Spurður út í fyr­ir­hugað álver ítrek­aði hann fyrra svar og sagði það ekki þing­manna að ákveða um ein­stök verk­efni heldur mynda rétta hvata og aðstæður til upp­bygg­ing­ar.

Auglýsing


For­sæt­is­ráð­herra var spurður að því hvort hann ætl­aði sér að gefa kost á sér áfram eftir yfir­stand­andi kjör­tíma­bil, eftir tvö ár. „Ég ætla að gera það, já,“ sagði hann afdrátt­ar­laust. Hann sagði starf þing­manns, og ekki síst for­sæt­is­ráð­herra, ekki ólíkt starfi frétta­manns sem hann þekkti frá fyrri tíð. Það kref­ist þess meðal ann­ars að fara úr einu verk­efni í annað og hann þurfi að setja sig inn í mis­mun­andi hluti jafn­óð­um. „Maður er alltaf að læra og uppgvöta eitt­hvað nýtt,“ sagði hann og bætti við að það kæti þegar hann sjái árangur af störfum sín­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 þúsund eldislaxar sluppu úr einni kví Arnarlax í Arnarfirði síðasta sumar.
Segja stjórnvöld gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir Íslands
80 þúsund frjóir laxar eru taldir hafa sloppið úr kvíum Arnarlax á Vestfjörðum. Villti laxastofninn á Íslandi telur aðeins um 50 þúsund laxa. Um er að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“.
Kjarninn 5. desember 2022
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None