Sigmundur Davíð og Már Guðmundsson ræddu málefni Promens

10054150805_0c00abdeec_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra ræddi við Má Guð­munds­son seðla­banka­stjóra vegna yfir­vof­andi flutn­ings Promens úr landi. Hann segir ekki allt sem sýn­ist í máli fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta kom fram í svari ­Sig­mundar við fyr­ir­spurn Árna Páls Árna­sonar á Alþingi í dag.

Árni Páll spurði Sig­mund um flutn­ing þekk­ing­ar­fyr­ir­tækja úr landi, og hvort flutn­ingar fyr­ir­tækja eins og Promens væru ekki áhyggju­efni. Hann ræddi málið vegna frétta af því að plast­fram­leiðslu­fyr­ir­tækið hafi ákveðið að flytja höf­uð­stöðvar sínar frá Íslandi eftir að Seðla­bank­inn hafn­aði beiðni um und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höft­um.

Sig­mundur Davíð sagði Promens hafa farið fram á að kaupa erlendan gjald­eyri á afslætti til þess að ráð­ast í fjár­fest­ingar erlend­is. Slíkt væri ekki í verka­hring opin­berra aðila, heldur hefði fyr­ir­tækið vel ­getað tekið lán fyrir slíkum fjár­fest­ing­um. ­Fyr­ir­tæk­inu hafi ekki verið gert ómögu­legt að starfa á Íslandi, heldur hafi ákvörðun um flutn­ing fyr­ir­tæk­is­ins hafa komið í kjöl­far þess að það var selt til útlanda.

Auglýsing

SI vilja fund ­vegna grafal­var­legrar stöðuFjöl­miðlar hafa greint frá því að ákveðið var að selja fyr­ir­tækið úr landi vegna þess að Seðla­bank­inn hafn­aði beiðni um að flytja 30 til 50 millj­ónir evra úr landi til frek­ari fjár­fest­inga.

Fyrr í dag ósk­uðu Sam­tök iðn­að­ar­ins eftir fundi með Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra vegna „skað­legra áhrifa gjald­eyr­is­haft­anna á íslensk iðn­fyr­ir­tæki í alþjóð­legri sam­keppni og á hrað­vax­andi fyr­ir­tæki á sviði nýsköp­un­ar.“

Sam­tökin lýst­u ­sig reiðu­búin til sam­vinnu við stjórn­völd um að greina stöðu mála varð­andi sam­keppn­is­hæfni alþjóð­legra fyr­ir­tækja hér á landi, leggja mat á umfang þess skaða sem höftin hafa þegar valdið og að útfæra mögu­legar leiðir til að bæta stöð­una innan ásætt­an­legs tímara­mma.

„Um er að ræða enn eitt dæmið um alvar­legar afleið­ingar þess að loka land­inu með höft­um. Raun­veru­leg merki sjást nú um að sam­keppn­is­staða Íslands og mögu­leikar til upp­bygg­ingar alþjóð­legra fyr­ir­tækja í land­inu séu í hættu. Promens er eitt stærsta og öfl­ug­asta fyr­ir­tæki lands­ins og það verður mik­ill missir af höf­uð­stöðvum þess úr landi. Slík fyr­ir­tæki ættu að sjá sér hag í að stýra upp­bygg­ingu sinni frá Íslandi. Því miður vitum við til þess að fleiri fyr­ir­tæki, bæði stór og smá, sem starfa í alþjóð­legu umhverfi íhuga að flytja höf­uð­stöðvar sínar burt héð­an. Þetta er grafal­var­leg staða og það er ekki hægt að draga það lengur að bregð­ast við. Í umhverf­inu á Íslandi þurfa að fel­ast fleiri tæki­færi sam­fara auknu mennt­un­ar­stigi og efl­ingu iðn­mennt­un­ar,“ er haft eftir Almari Guð­munds­syni fram­kvæmda­stjóra SI í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None