Sigmundur Davíð segir þjóðina veruleikafirrta

sigmundur.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, skýrir ört minnk­andi stuðn­ing almenn­ings­ við rík­is­stjórn­ina og stjórn­ar­flokk­anna á kjör­tíma­bil­inu í áhuga­verðu við­tali sem birt­ist á Eyj­unni í dag.

Aðspurður um hinn þverr­andi stuðn­ing, svarar for­sæt­is­ráð­herra í sam­tali við blaða­mann Eyj­unn­ar: „Að ein­hverju leyti skýrist þetta kannski á þessu rofi milli raun­veru­leika og skynj­unar eða umfjöll­un­ar. En þarna er líka hollt að líta til ann­arra landa. Það eru fram­kvæmdar sam­bæri­legar kann­anir til dæmis í Bret­landi fyrir kosn­ing­arnar þar, þar sem mátti sjá svip­aðar nið­ur­stöð­ur. Stjórn­mála­menn eru ekk­ert sér­stak­lega vel liðnir á Vest­ur­löndum þessa dag­ana. Það tekur á sig ýmsar birt­ing­ar­mynd­ir, en almennt er ríkj­andi mjög mikið van­traust í garð stjórn­mála­manna og flokka. Sérð það líka nátt­úr­lega á þessum fylgiskönn­unum og þessu ótrú­lega fylgi sem Píratar fá.“

Þá segir Sig­mundur Davíð að nei­kvæð umræða, sem sé oft byggð á rang­færsl­um, hafi sín áhrif. „Auk þess er alveg gegn­um­gang­andi, og þetta á ekki bara við hér á Íslandi en þetta hefur verið sér­stak­lega áber­andi hér und­an­farin ár, að það er verið að ala á tor­tryggni í garð alls og allra. Draga upp þá mynd af öllu sem gert er, að það hljóti að vera eitt­hvað grun­sam­legt þar að baki. Allt frá breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu að lækkun tolla og gjalda þar sem er full­yrt, ein­fald­lega rang­lega, að verið sé að hygla fólki með hærri tekjur þegar sér­stak­lega er verið að huga að þeim sem eru með lægri tekj­urn­ar, eins og töl­urnar sýna okk­ur. Þetta stöðuga nið­ur­rifs­tal auð­vitað hefur sín áhrif. Það er búið að vera ráð­andi hér nei­kvæðni og tor­tryggni sem getur orðið mjög skað­leg,“ segir for­sæt­is­ráð­herra í sam­tali við Eyj­una.

Auglýsing

Raun­veru­leik­inn eitt, til­finn­ingin eitt­hvað annaðAðspurður um af hverju ónægjan í sam­fé­lag­inu með ástand mála stafi, og af hverju fólk sjái sig knúið til að fara í verk­föll til að knýja fram kjara­bæt­ur, svarar Sig­mundur Dav­íð: „Raun­veru­leik­inn er oft eitt og svo er til­finn­ingin eitt­hvað ann­að. Því er mjög oft haldið á lofti núna, rang­lega, að mis­skipt­ing sé að aukast hér á landi. Auð­vitað er ekki full­kom­inn jöfn­uður hér frekar en ann­ars stað­ar, en hann er þó meiri hér en víð­ast hvar, ef ekki alls staðar ann­ars stað­ar. Og hefur verið að lag­ast enn í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar. En stöðugt er full­yrt að hið gagn­stæða sé raun­in.“

Þjóðin á að ver­a ­bjart­sýn og jákvæðÞá tekur Sig­mundur Davíð undir það að rík­is­stjórn­inni hafi mis­tek­ist að „virkja sam­taka­mátt þjóð­ar­innar og vinna gegn því sund­ur­lyndi og tor­tryggni sem ein­kennt hafi íslensk stjórn­mál og umræðu í sam­fé­lag­inu um nokk­urt skeið,“ eins og það er orðað í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

„Það er alveg rétt að það er mikið sund­ur­lyndi ríkj­andi. Það satt best að segja ætti ekki að þurfa að vera eins mikið og það er. Bjart­sýni og jákvæðni ætti að vera ríkj­andi. Þegar við berum þró­un­ina hér á landi saman við þró­un­ina nán­ast alls staðar ann­ars stað­ar, þá ættum við Íslend­ingar að vera bjart­sýn á fram­tíð­ina. Reyndar verður þarna að fylgja sög­unni þó ég tali um að nei­kvæðni og tor­tryggni séu áber­andi í umræðu hér á landi, þá er þó stór hluti þjóð­ar­innar ekki á þeim stað. Þótt auð­vitað hafi þetta smátt og smátt áhrif. Við sjáum að mjög stór hluti Íslend­inga vill fara að líta fram á við og er orð­inn þreyttur á nið­ur­rifstal­in­u,“ segir for­sæt­is­ráð­herra í áður­nefndu við­tali við Eyj­una.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None