Sigmundur Davíð segir þjóðina veruleikafirrta

sigmundur.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, skýrir ört minnk­andi stuðn­ing almenn­ings­ við rík­is­stjórn­ina og stjórn­ar­flokk­anna á kjör­tíma­bil­inu í áhuga­verðu við­tali sem birt­ist á Eyj­unni í dag.

Aðspurður um hinn þverr­andi stuðn­ing, svarar for­sæt­is­ráð­herra í sam­tali við blaða­mann Eyj­unn­ar: „Að ein­hverju leyti skýrist þetta kannski á þessu rofi milli raun­veru­leika og skynj­unar eða umfjöll­un­ar. En þarna er líka hollt að líta til ann­arra landa. Það eru fram­kvæmdar sam­bæri­legar kann­anir til dæmis í Bret­landi fyrir kosn­ing­arnar þar, þar sem mátti sjá svip­aðar nið­ur­stöð­ur. Stjórn­mála­menn eru ekk­ert sér­stak­lega vel liðnir á Vest­ur­löndum þessa dag­ana. Það tekur á sig ýmsar birt­ing­ar­mynd­ir, en almennt er ríkj­andi mjög mikið van­traust í garð stjórn­mála­manna og flokka. Sérð það líka nátt­úr­lega á þessum fylgiskönn­unum og þessu ótrú­lega fylgi sem Píratar fá.“

Þá segir Sig­mundur Davíð að nei­kvæð umræða, sem sé oft byggð á rang­færsl­um, hafi sín áhrif. „Auk þess er alveg gegn­um­gang­andi, og þetta á ekki bara við hér á Íslandi en þetta hefur verið sér­stak­lega áber­andi hér und­an­farin ár, að það er verið að ala á tor­tryggni í garð alls og allra. Draga upp þá mynd af öllu sem gert er, að það hljóti að vera eitt­hvað grun­sam­legt þar að baki. Allt frá breyt­ingum á fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu að lækkun tolla og gjalda þar sem er full­yrt, ein­fald­lega rang­lega, að verið sé að hygla fólki með hærri tekjur þegar sér­stak­lega er verið að huga að þeim sem eru með lægri tekj­urn­ar, eins og töl­urnar sýna okk­ur. Þetta stöðuga nið­ur­rifs­tal auð­vitað hefur sín áhrif. Það er búið að vera ráð­andi hér nei­kvæðni og tor­tryggni sem getur orðið mjög skað­leg,“ segir for­sæt­is­ráð­herra í sam­tali við Eyj­una.

Auglýsing

Raun­veru­leik­inn eitt, til­finn­ingin eitt­hvað annaðAðspurður um af hverju ónægjan í sam­fé­lag­inu með ástand mála stafi, og af hverju fólk sjái sig knúið til að fara í verk­föll til að knýja fram kjara­bæt­ur, svarar Sig­mundur Dav­íð: „Raun­veru­leik­inn er oft eitt og svo er til­finn­ingin eitt­hvað ann­að. Því er mjög oft haldið á lofti núna, rang­lega, að mis­skipt­ing sé að aukast hér á landi. Auð­vitað er ekki full­kom­inn jöfn­uður hér frekar en ann­ars stað­ar, en hann er þó meiri hér en víð­ast hvar, ef ekki alls staðar ann­ars stað­ar. Og hefur verið að lag­ast enn í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar. En stöðugt er full­yrt að hið gagn­stæða sé raun­in.“

Þjóðin á að ver­a ­bjart­sýn og jákvæðÞá tekur Sig­mundur Davíð undir það að rík­is­stjórn­inni hafi mis­tek­ist að „virkja sam­taka­mátt þjóð­ar­innar og vinna gegn því sund­ur­lyndi og tor­tryggni sem ein­kennt hafi íslensk stjórn­mál og umræðu í sam­fé­lag­inu um nokk­urt skeið,“ eins og það er orðað í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

„Það er alveg rétt að það er mikið sund­ur­lyndi ríkj­andi. Það satt best að segja ætti ekki að þurfa að vera eins mikið og það er. Bjart­sýni og jákvæðni ætti að vera ríkj­andi. Þegar við berum þró­un­ina hér á landi saman við þró­un­ina nán­ast alls staðar ann­ars stað­ar, þá ættum við Íslend­ingar að vera bjart­sýn á fram­tíð­ina. Reyndar verður þarna að fylgja sög­unni þó ég tali um að nei­kvæðni og tor­tryggni séu áber­andi í umræðu hér á landi, þá er þó stór hluti þjóð­ar­innar ekki á þeim stað. Þótt auð­vitað hafi þetta smátt og smátt áhrif. Við sjáum að mjög stór hluti Íslend­inga vill fara að líta fram á við og er orð­inn þreyttur á nið­ur­rifstal­in­u,“ segir for­sæt­is­ráð­herra í áður­nefndu við­tali við Eyj­una.

 

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None