Sigmundur Davíð segist ekkert vita um aðdraganda að eigendaskiptum á DV

9951275365_06d0a92bd6_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra seg­ist ekki hafa átt nokkra ein­ustu aðkomu að eig­enda­skiptum á DV og seg­ist ekk­ert vita um aðdrag­anda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjöl­miðl­um. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann setti inn á Face­book í gær þar sem hann fjallar um til­raun til fjár­kúg­unar gagn­vart sér og fjöl­skyldu sinni.

Jóhanna María Sig­munds­dóttir flutti frá­bæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal ann­ars á hversu óheilla­væn­legt ...

Posted by Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son on Sat­ur­day, June 6, 2015Vísir greindi frá því í lið­inni viku að upp­lýs­ing­arn­ar ­sem syst­urnar Malín Brand og Hlín Ein­ars­dóttir hót­uðu að gera opin­ber­ar, borg­aði for­sæt­is­ráð­herra þeim ekki nokkrar millj­ónir króna,  hefðu snú­ist um fjár­hags­leg tengsl Sig­mundar Dav­íðs og Björns Inga Hrafns­sonar fjöl­miðla­manns. Upp­haf­lega var sagt að hin meintu tengsl snertu kaup Björns Inga á DV í fyrra­haust en síðar í vik­unni kom fram að upp­lýs­ing­arnar sem syst­urnar töldu að myndu koma Sig­mundi Davíð illa ef þær yrðu gerðar opin­berar hafi snú­ist um að for­sæt­is­ráð­herr­ann eða aðilar tengdir hon­um hafi haft aðkomu að því að Pressan ehf. hafi fengið lána­fyr­ir­greiðslu hjá MP banka. Björn Ingi er aðal­eig­andi Pressunn­ar.

Arnar Ægis­son, fram­kvæmda­stjóri Pressunn­ar, stað­festi við Vísi í vik­unni að skuldir Pressunnar hefðu hækkað um rúm­lega 60 milljón króna á árinu 2013. Þar sagði hann að lík­lega sé um að ræða yfir­færslu á yfir­drætti sem var í eign­ar­halds­fé­lag­inu Vef­press­unni ehf. Hann stað­festi einnig að yfir­drátt­ur­inn sé hjá MP banka. ­Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri MP banka, er giftur systur for­sæt­is­ráð­herra. MP banki sagði í yfir­lýs­ingu í síð­ustu viku að bank­inn geti ekki geta tjáð sig efn­is­lega um hvort nafn­greindir ein­stak­ling­ar eða fyr­ir­tæki eru, eða eru ekki, í við­skiptum við bank­ann. Bank­inn geti ekki rofið trúnað um við­skipta­vini eða ein­stök við­skipti en full­yrðir að vinnu­lag bank­ans er í öllum til­vikum í fullu sam­ræmi við þau lög sem gilda um starf­semi fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð segir í stöðu­upp­færslu sinni að hann og aðrir hafi svarað mál­inu afdrátt­ar­laust. Samt þyki þing­mönnum stjórn­ar­and­stöð­unnar "sæm­andi að taka undir text­ann í hót­un­ar­bréf­inu og dylgja þannig um leið um vensla­fólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórn­mála­þátt­töku mína."

Hann svarar því hins vegar ekki í stöðu­upp­færsl­unni hvort hann hafi beitt sér fyrir fjár­hags­legri fyr­ir­greiðslu fyrir Björn Inga Hrafns­son heldur ein­ungis að hann hafi ekki komið að eig­enda­skiptum á DV.

Segir stjórn­ar­and­stöðu nýta sér hót­anir í póli­tískum til­gangiSig­mundur Davíð er harð­orður í garð stjórn­ar­and­stæð­inga í stöðu­upp­færsl­unni og seg­ist ekki hafa trúað því að þeir " myndu leggj­ast svo lágt að reyna að nýta sér hót­anir í garð ætt­ingja ann­ars stjórn­mála­manns í póli­tískum til­gangi, eins og nú hefur gerst." Þar á hann við ummæli sem Birgitta Jóns­dótt­ir, for­maður Pírata, og Róbert Mars­hall, þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, hafa látið falla um mál­ið. Birgitta sagði í vik­unni að hún myndi krefj­ast svara um meint tengsl for­sæt­is­ráð­herra  við fjöl­miðla og Róbert sagði í þætt­inum Viku­lok­unum á Rás 1 í gær að það beri að skoða hags­muna­tengsl milli Sig­mundar Dav­íðs og Björns Inga.

Undir þau orð tók Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem var líka gestur þátt­ar­ins. Hún sagði að það skipti engu máli hvaða ráð­herra ætti í hlut, það gengi ekki að ráð­herrar á Íslandi ættu í fjöl­miðl­um. "Það er grund­vall­ar­at­riði sem ekki sam­ræm­ast á nokkurn hátt. Þar eru svo aug­ljós hags­muna­tengsl ef slíkt væri upp á borð­inu. Báðir [Sig­mundur Davíð og Björn Ingi] hafa þeir stað­fast­lega neitað og þar til annað kemur í ljós hlýtur það að vera hið eina rétta. Ég get fall­ist á að þegar svona athuga­semdir koma fram þá ber að skoða og þá ítreka ég að mér er alveg sama hvaða ráð­herra eða þing­maður ætti í hlut. Því við erum undir það seld að fjöl­miðlar bæði fjalli um okkur per­sónu­lega og prí­vat og svo fjall þeir um störf okkar sem slík og það væri ansi langt gengið ef við ættum svo hags­muna að gæta í fjöl­miðla og gætum þannig tryggt að hann talaði illa um and­stæð­ing­inn og vel um okk­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None