Sigríður Björk segist ekki hafa brotið lög

sbg.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, segir að hún hafi ekki gerst brot­leg við lög þegar hún varð við ósk Gísla Freys Val­dórs­son­ar, þáver­andi aðstoð­ar­manns Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, um að senda honum grein­ar­gerð um mál­efni hæl­is­leit­and­ans Tony Omos. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu sem Kjarn­anum barst nú rétt í þessu.

Í frétta­til­kynn­ing­unni frá Sig­ríði Björk seg­ir:

Vegna úrskurðar Per­sónu­verndar í máli nr. 2014/1779 tel ég rétt að árétta eft­ir­far­andi:

Auglýsing

Í nið­ur­st­aðu Per­sónu­verndar kemur ekki fram að ég hafi gerst brot­leg við lög þegar ég varð við ósk aðstoð­ar­manns Inn­an­rík­is­ráð­herra um að senda honum skýrslu­drög um mál­efni hæl­is­leit­anda þann 20. nóv­em­ber 2013. Per­sónu­vernd kemst hins vegar að þeirri nið­ur­stöðu að miðlun skýrslu­drag­anna hafi ekki stuðst við við­hlít­andi heim­ild þar sem hún var ekki á meðal gagna í því máli hæl­is­leit­and­ans sem til með­ferðar var í ráðu­neyt­inu. Það gat ég sem send­andi hvorki vitað né trygg­t. 

Per­sónu­vernd segir í úrskurði sínum „að mót­taka aðstoð­ar­manns­ins á skýrslu­drög­unum frá Lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum hafi talist liður í starf­semi ráðu­neyt­is­ins og það því ábyrgð­ar­að­ili að þeirri vinnslu sem í mót­töku drag­anna fól­st“. Það var því ráðu­neyt­is­ins að tryggja að rétt yrði farið með skjal­ið. Það var mat lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum að laga­leg heim­ild væri til staðar fyrir miðlun skýrslu­drag­anna.

Af nið­ur­stöðu Per­sónu­verndar verður einnig ráðið að þörf er á að yfir­fara innan stjórn­sýsl­unnar verk­ferla vegna krafna um upp­lýs­inga­ör­yggi og öryggi við miðlun per­sónu­upp­lýs­inga.

Í nið­ur­stöðukafla Per­sónu­verndar segir hins veg­ar:

„Fram­an­greindan skort á skrán­ingu hjá Lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum og inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu telur Per­sónu­vernd hafa farið í bága við 1. og 2. mgr. 11. gr. og 12. gr. laga nr. 77/2000 (Lög um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga). Á það einnig við um skort á skrán­ingu ráðu­neyt­is­ins á mót­t­töku fyrr­nefndrar fram­burð­ar­skýrslu frá Útlend­inga­stofn­un.

Loks liggur fyrir að bæði við send­ingu Lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum á fyrr­nefndum skýrslu­drögum og send­ingu Útlend­inga­stofn­unar á áður­nefndri fram­burð­ar­skýrslu voru ekki gerðar full­nægj­andi örygg­is­ráð­staf­anir í ljósi fram­an­greindra ákvæða.“

Þá segir í úrskurð­ar­orði Per­sónu­vernd­ar:

Skortur á skrán­ingu um miðlun drag­anna í mála­skrá lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum, sem og um öflun þeirra í mála­skrá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, fór í bága við kröfum um upp­lýs­inga­ör­yggi. Hið sama gildir um skort á skrán­ingu um mót­t­töku ráðu­neyt­is­ins hinn 20. nóv­em­ber 2013 á fram­burð­ar­skýrslu Tony Omos frá Útlend­inga­stofn­un.

Ekki var gætt við­un­andi öryggis við miðlun fyrr­nefndra skýrslu­draga til ráðu­neyt­is­ins frá Lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum og fyrr­nefndrar fram­burð­ar­skýrslu frá Útlend­inga­stofnun til ráðu­neyt­is­ins.“ 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None