Sigríður Björk segist ekki hafa brotið lög

sbg.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, segir að hún hafi ekki gerst brot­leg við lög þegar hún varð við ósk Gísla Freys Val­dórs­son­ar, þáver­andi aðstoð­ar­manns Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra, um að senda honum grein­ar­gerð um mál­efni hæl­is­leit­and­ans Tony Omos. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu sem Kjarn­anum barst nú rétt í þessu.

Í frétta­til­kynn­ing­unni frá Sig­ríði Björk seg­ir:

Vegna úrskurðar Per­sónu­verndar í máli nr. 2014/1779 tel ég rétt að árétta eft­ir­far­andi:

Auglýsing

Í nið­ur­st­aðu Per­sónu­verndar kemur ekki fram að ég hafi gerst brot­leg við lög þegar ég varð við ósk aðstoð­ar­manns Inn­an­rík­is­ráð­herra um að senda honum skýrslu­drög um mál­efni hæl­is­leit­anda þann 20. nóv­em­ber 2013. Per­sónu­vernd kemst hins vegar að þeirri nið­ur­stöðu að miðlun skýrslu­drag­anna hafi ekki stuðst við við­hlít­andi heim­ild þar sem hún var ekki á meðal gagna í því máli hæl­is­leit­and­ans sem til með­ferðar var í ráðu­neyt­inu. Það gat ég sem send­andi hvorki vitað né trygg­t. 

Per­sónu­vernd segir í úrskurði sínum „að mót­taka aðstoð­ar­manns­ins á skýrslu­drög­unum frá Lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum hafi talist liður í starf­semi ráðu­neyt­is­ins og það því ábyrgð­ar­að­ili að þeirri vinnslu sem í mót­töku drag­anna fól­st“. Það var því ráðu­neyt­is­ins að tryggja að rétt yrði farið með skjal­ið. Það var mat lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum að laga­leg heim­ild væri til staðar fyrir miðlun skýrslu­drag­anna.

Af nið­ur­stöðu Per­sónu­verndar verður einnig ráðið að þörf er á að yfir­fara innan stjórn­sýsl­unnar verk­ferla vegna krafna um upp­lýs­inga­ör­yggi og öryggi við miðlun per­sónu­upp­lýs­inga.

Í nið­ur­stöðukafla Per­sónu­verndar segir hins veg­ar:

„Fram­an­greindan skort á skrán­ingu hjá Lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum og inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu telur Per­sónu­vernd hafa farið í bága við 1. og 2. mgr. 11. gr. og 12. gr. laga nr. 77/2000 (Lög um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga). Á það einnig við um skort á skrán­ingu ráðu­neyt­is­ins á mót­t­töku fyrr­nefndrar fram­burð­ar­skýrslu frá Útlend­inga­stofn­un.

Loks liggur fyrir að bæði við send­ingu Lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum á fyrr­nefndum skýrslu­drögum og send­ingu Útlend­inga­stofn­unar á áður­nefndri fram­burð­ar­skýrslu voru ekki gerðar full­nægj­andi örygg­is­ráð­staf­anir í ljósi fram­an­greindra ákvæða.“

Þá segir í úrskurð­ar­orði Per­sónu­vernd­ar:

Skortur á skrán­ingu um miðlun drag­anna í mála­skrá lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum, sem og um öflun þeirra í mála­skrá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, fór í bága við kröfum um upp­lýs­inga­ör­yggi. Hið sama gildir um skort á skrán­ingu um mót­t­töku ráðu­neyt­is­ins hinn 20. nóv­em­ber 2013 á fram­burð­ar­skýrslu Tony Omos frá Útlend­inga­stofn­un.

Ekki var gætt við­un­andi öryggis við miðlun fyrr­nefndra skýrslu­draga til ráðu­neyt­is­ins frá Lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum og fyrr­nefndrar fram­burð­ar­skýrslu frá Útlend­inga­stofnun til ráðu­neyt­is­ins.“ 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None