Sigríður Ingibjörg heldur áfram, segir gagnrýni setta fram í hita leiksins

16875345751_3565c876d9_z.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir ætlar að halda áfram í stjórn­mál­um, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu sem hún sendi fjöl­miðlum í morg­un. Hún hafði velt því fyrir sér um helg­ina að hætta í stjórn­málum vegna gagn­rýni sem fram­boð hennar til for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar fékk.

„Sú heift sem birst hefur vegna fram­boðs míns er í algjörri and­stöðu við þann kraft sem kom fram á lands­fundi. Ég kýs að túlka það sem svo að ásak­anir áhrifa­fólks í Sam­fylk­ing­unni vegna lýð­ræð­is­legs fram­boðs míns hafi verið settar fram í hita leiks­ins,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Hún segir að fram­boðið hafi verið svar við kröfum um breyttar og skýr­ari áherslur flokks­ins. „Sitj­andi for­maður hafði betur og ég er sátt við þá nið­ur­stöðu, styð Árna Pál og tel það styrkja flokk­inn að und­ir­alda fái að kom­ast upp á yfir­borðið og umbreyt­ast í kraft til að skerpa áherslur jafn­að­ar­stefn­unnar og end­ur­meta stefnu­mál.“

Auglýsing

Sig­hvatur Björg­vins­son fyrr­ver­andi ráð­herra hefur bæst í hóp þeirra sem gagn­rýnt hafa Sig­ríði Ingi­björgu fyrir fram­boð henn­ar. Hann skrifar grein í Morg­un­blaðið þar sem kemur fram að engin for­dæmi séu fyrir því að til átaka sé efnt um for­ystu flokks án for­sögu. Þótt leitað hefði verið með log­andi ljósi „hefði ekk­ert það getað fund­ist sem eyði­lagt gæti jafn mikið fyrir hreyf­ingu íslenskra jafn­að­ar­manna og það, sem þarna fann­st,“

Í gær skrif­aði Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrrum for­maður flokks­ins, um málið á Face­book síðu sína og sagði fram­boðið aldrei hafa getað farið öðru­vísi en með löskuðum for­manni eða for­manni með mjög óljóst umboð til starfa. Þá tjáði Val­gerður Bjarna­dóttir þing­maður sig um málið á RÚV og kall­aði fram­boðið til­raun til yfir­töku.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None