Sigrún Magnúsdóttir sett forsætisráðherra í máli hafnargarðarins og ákvað að friða

22226033291_018432467d_c.jpg
Auglýsing

Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, umhverf­is­ráð­herra, var sett for­sæt­is­ráð­herra í máli sem snýr að friðun hafn­ar­garðar á Aust­ur­bakka við Reykja­vík­ur­höfn. Hún ákvað sem settur for­sæt­is­ráð­herra að frið­lýsa hafn­ar­garð­inn í heild.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Þar segir einnig að for­sæt­is­ráðu­neytið ætli á næst­unni að kalla saman hags­muna­að­ila máls­ins til að kanna hvort ásætt­an­leg lausn finn­ist í mál­inu, „sem tryggir vernd þess­ara merku menn­ing­arminja en stuðlar jafn­framt að því að bygg­ing­ar­á­form á lóð­inni nái fram að ganga í ein­hverri mynd.“

Þá segir for­sæt­is­ráðu­neytið að tvær minjar séu á lóð­inni, ann­ars vegar ból­verk í suð­aust­ur­enda lóð­ar­innar hlaðið árið 1876 og hins vegar umræddur hafn­ar­garður hlað­inn árið 1913. Báðar minjarnar eru eldri en 100 ára og eru því frið­aðar sam­kvæmt lög­um. Eng­inn ágrein­ingur er um aldur ból­verks­ins og því ekki þörf á sér­stakri frið­lýs­ingu vegna þess. Hafn­ar­garð­ur­inn var fluttur fram um sjö metra árið 1928. Sú til­hliðrun ein og sér er ekki talin breyta aldri garðs­ins, enda er um að ræða sama mann­virki.“

Auglýsing

Ákveðið að skyndi­friða - gríð­ar­legt tjón að mati lóð­ar­hafa



Minja­stofnun Íslands ákvað að skyndi­friða hafn­ar­garð­inn í síð­asta mán­uði. Lóð­ar­hafar hafa sagt að frið­lýs­ing á hafn­ar­garð­inum muni að lág­marki valda þeim 2,2 millj­arða króna tjón­i. Lóð­ar­hafar hafa sagst ætla að ­sækja það tjón úr hendi Minja­stofn­unar og því myndi það lenda á rík­is­sjóði Íslands verði tjónið stað­fest. Skyndi­frið­unin og nú frið­lýs­ingin setur fram­kvæmdir í upp­nám og kemur í veg fyrir að hægt sé að byggja neð­an­jarð­ar.

Kjarn­inn greindi frá því að lög­maður lóð­ar­haf­anna Lands­stólpa geri alvar­legar athuga­semdir við máls­með­ferð Minja­stofn­unar og að tjón vegna þess­arar ákvörð­unar væri að lág­marki 2,2 millj­arð­ar.

Kröfð­ust þess að Sig­mundur viki



Ekki er greint frá því hvers vegna Sig­rún Magn­ús­dóttir var sett for­sæt­is­ráð­herra í mál­inu, en lík­lega er það vegna þess að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hafði verið sak­aður um van­hæfni í mál­inu. Reykja­vík­ur­borg fór fram á að hann viki sæti þegar ákvörð­unin væri tek­in, meðal ann­ars vegna þess að hann hefur tjáð sig um mál­ið.

Stærsta bygg­inga­verk­efni til þessa í hjarta Reykja­víkur



Bygg­ing­ar­reit­ur­inn að Aust­ur­bakka 2 er um 55 þús­und fer­metrar að stærð og liggur frá Ing­ólfs­garði, yfir Geirs­götu að Tryggva­götu. Lóð­ar­hafar eru Tón­list­ar- og ráð­stefnu­hús ohf., Situs ehf., Kolu­fell ehf., Lands­bank­inn og Bíla­stæða­sjóður Reykja­vík­ur. Um er m.a. að ræða lóð­ina sem Harpa stendur á, lóð­ina sem lúx­us­hótel á að rísa á við hlið henn­ar, lóð­ina sem Lands­bank­inn hefur haft hug á að reisa sér höf­uð­stöðvar og lóð­ina við hlið Toll­húss­ins.

Á lóð­inni er gert ráð fyrir bygg­ing­areit neð­an­jarð­ar. Sá bygg­ing­areitur nær yfir alla lóð­ina. Um er að ræða kjall­ara á tveimur hæðum með þjón­ustu og bíla­stæð­um.

Allt í allt eru níu bygg­ing­areitir á Aust­ur­bakka 2. Félagið Land­stólpar þró­un­ar­fé­lag ehf. á tvo þeirra. Í apríl 2015 var tekin fyrsta skóflustunga vegna upp­hafs fram­kvæmda á reit­un­um. Í frétt á heima­síðu Reykja­vík­ur­borgar af því til­efni seg­ir: „Fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir eru hluti af stærsta bygg­inga­verk­efni fram til þessa í hjarta Reykja­vík­ur. Sam­kvæmt deiliskipu­lagi má byggja á reitum 1 og 2 við Aust­ur­bakka,  21.400 m2  of­anjarð­ar. Áætlað er að þar verði íbúðir og fjöl­breytt hús­næði fyrir ýmsa  atvinnu­starf­semi, s.s. versl­an­ir, veit­inga­hús, skrif­stofur og þjón­ustu. Auk þess verður byggður bíla­kjall­ari á reitnum sem verður sam­tengdur öðrum bíla­kjöll­urum á lóð­inni, allt að Hörpu. Áætlað að sam­eig­in­legur kjall­ari rúmi um 1.000 bíla“.

Fram­kvæmd­unum á að ljúka árið 2018 sam­kvæmt áætl­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None