Sigrún Magnúsdóttir sett forsætisráðherra í máli hafnargarðarins og ákvað að friða

22226033291_018432467d_c.jpg
Auglýsing

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, var sett forsætisráðherra í máli sem snýr að friðun hafnargarðar á Austurbakka við Reykjavíkurhöfn. Hún ákvað sem settur forsætisráðherra að friðlýsa hafnargarðinn í heild.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Þar segir einnig að forsætisráðuneytið ætli á næstunni að kalla saman hagsmunaaðila málsins til að kanna hvort ásættanleg lausn finnist í málinu, „sem tryggir vernd þessara merku menningarminja en stuðlar jafnframt að því að byggingaráform á lóðinni nái fram að ganga í einhverri mynd.“

Þá segir forsætisráðuneytið að tvær minjar séu á lóðinni, annars vegar bólverk í suðausturenda lóðarinnar hlaðið árið 1876 og hins vegar umræddur hafnargarður hlaðinn árið 1913. Báðar minjarnar eru eldri en 100 ára og eru því friðaðar samkvæmt lögum. Enginn ágreiningur er um aldur bólverksins og því ekki þörf á sérstakri friðlýsingu vegna þess. Hafnargarðurinn var fluttur fram um sjö metra árið 1928. Sú tilhliðrun ein og sér er ekki talin breyta aldri garðsins, enda er um að ræða sama mannvirki.“

Ákveðið að skyndifriða - gríðarlegt tjón að mati lóðarhafa


Minjastofnun Íslands ákvað að skyndifriða hafnargarðinn í síðasta mánuði. Lóðarhafar hafa sagt að friðlýsing á hafnargarðinum muni að lágmarki valda þeim 2,2 milljarða króna tjóni. Lóðarhafar hafa sagst ætla að sækja það tjón úr hendi Minjastofnunar og því myndi það lenda á ríkissjóði Íslands verði tjónið staðfest. Skyndifriðunin og nú friðlýsingin setur framkvæmdir í uppnám og kemur í veg fyrir að hægt sé að byggja neðanjarðar.

Auglýsing

Kjarninn greindi frá því að lögmaður lóðarhafanna Landsstólpa geri alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð Minjastofnunar og að tjón vegna þessarar ákvörðunar væri að lágmarki 2,2 milljarðar.

Kröfðust þess að Sigmundur viki


Ekki er greint frá því hvers vegna Sigrún Magnúsdóttir var sett forsætisráðherra í málinu, en líklega er það vegna þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafði verið sakaður um vanhæfni í málinu. Reykjavíkurborg fór fram á að hann viki sæti þegar ákvörðunin væri tekin, meðal annars vegna þess að hann hefur tjáð sig um málið.

Stærsta byggingaverkefni til þessa í hjarta Reykjavíkur


Byggingarreiturinn að Austurbakka 2 er um 55 þúsund fermetrar að stærð og liggur frá Ingólfsgarði, yfir Geirsgötu að Tryggvagötu. Lóðarhafar eru Tónlistar- og ráðstefnuhús ohf., Situs ehf., Kolufell ehf., Landsbankinn og Bílastæðasjóður Reykjavíkur. Um er m.a. að ræða lóðina sem Harpa stendur á, lóðina sem lúxushótel á að rísa á við hlið hennar, lóðina sem Landsbankinn hefur haft hug á að reisa sér höfuðstöðvar og lóðina við hlið Tollhússins.

Á lóðinni er gert ráð fyrir byggingareit neðanjarðar. Sá byggingareitur nær yfir alla lóðina. Um er að ræða kjallara á tveimur hæðum með þjónustu og bílastæðum.

Allt í allt eru níu byggingareitir á Austurbakka 2. Félagið Landstólpar þróunarfélag ehf. á tvo þeirra. Í apríl 2015 var tekin fyrsta skóflustunga vegna upphafs framkvæmda á reitunum. Í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar af því tilefni segir: „Fyrirhugaðar framkvæmdir eru hluti af stærsta byggingaverkefni fram til þessa í hjarta Reykjavíkur. Samkvæmt deiliskipulagi má byggja á reitum 1 og 2 við Austurbakka,  21.400 m2  ofanjarðar. Áætlað er að þar verði íbúðir og fjölbreytt húsnæði fyrir ýmsa  atvinnustarfsemi, s.s. verslanir, veitingahús, skrifstofur og þjónustu. Auk þess verður byggður bílakjallari á reitnum sem verður samtengdur öðrum bílakjöllurum á lóðinni, allt að Hörpu. Áætlað að sameiginlegur kjallari rúmi um 1.000 bíla“.

Framkvæmdunum á að ljúka árið 2018 samkvæmt áætlun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None