Sigurður Einarsson hefur afplánun fangelsisdóms vegna Al Thani-málsins

sigurdur_og_olafur.jpg
Auglýsing

Sig­urður Ein­ars­son, fyrrum starf­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, hóf afplánun á fjög­urra ára fang­els­is­dómi sem hann hlaut í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða í Hegn­ing­ar­hús­inu í gær. Frá þessu er greint á vef Vís­is.

Þar með eru þrír af þeim fjórum sem hlutu þunga fang­els­is­dóma í mál­inu komnir í afplán­un.

Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, hlaut fimm og hálfs árs dóm í mál­inu. Hann hóf afplánun snemma í mars og er vistaður í opna fang­els­inu á Kvía­bryggja. Þar afplánar einnig Ólafur Ólafs­son, kenndur við Sam­skip og fyrr­ver­andi hlut­hafi í Kaup­þingi, sem hlaut fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm fyrir aðild sína að Al Than­i-­mál­inu.

Auglýsing

Allir menn­irnir þrír ósk­uðu eftir því við fang­els­is­mála­yf­ir­völd að hefja afplánun áður en þeir voru boð­aðir til henn­ar. Fjórði mað­ur­inn sem hlaut dóm, Magnús Guð­munds­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, hefur enn ekki hafið afplán­un. Hann hlaut fjög­urra og hálfs árs dóm.

Aðal­með­ferð framundan – alvar­legar sakirFramundan er aðal­með­ferð í mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli sem bein­ist að Kaup­þings­fólki, sam­tals níu starfs­mönn­um. Hún fer fram í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur 21. apríl til 22. maí.  Ákærðu er gefið að sök að hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hluta­bréfa í Kaup­þingi, frá hausti 2007 og fram að falli bank­ans haustið 2008, og aukið selj­an­leika þeirra með „kerf­is­bundn­um“ og „stór­felld­um“ kaup­um, eins og segir í ákæru, í krafti fjár­hags­legs styrks bank­ans. Hreiðar Már, Sig­urður og Magnús eru allir ákærðir í mál­inu.

Hreið­ar, Magnús og Sig­urður eru svo einnig ákærðir í CLN-­mál­in­u en þar er þeim gefið að sök að hafa mis­notað stöðu sína sem stjórn­endur bank­ans í lán­veit­ingum til nokk­urra félaga ­sem voru í eigu við­skipta­vina bank­ans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skulda­trygg­ingar á Kaup­þing banka, eða svokölluð Credit Lin­ked Not­es, ­með það að mark­miði að lækka álagið og freista þess að opna fyrir fjár­veit­ingar til bank­ans á mark­aði.

Þriðja málið sem er fyrir dóm­stól­um, og bein­ist að Kaup­þings­stjórn­end­um, er Marp­le-­mál­ið svo­nefnda, en Hreiðar Már og Magnús eru ákærðir í því ásamt Guð­nýju Örnu Sveins­dótt­ur, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra bank­ans, og Skúla Þor­valds­syni, fjár­festi og fyrr­ver­andi stórs hlut­hafa Kaup­þings. Ákært er fyrir fjár­drátt, þegar færðir vor­u átta millj­arðar króna úr sjóðum Kaup­þings til félags­ins Marp­le, sem var í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, án þess að heim­ild væri fyrir því.

Hámark níu ára fang­elsiHeim­ild er í hegn­ing­ar­lögum að auka við refs­ingu sem þegar hefur komið fram með dómi, og bæta við hana allt að helm­ingi, ef menn hafa ítrekað verið dæmdir fyrir lög­brot. Níu ára fang­elsi er að það mesta sem Kaup­þings­menn geta feng­ið, þegar allt er tek­ið, og ef sak­fellt verður í öðrum mál­um. Í ljósi for­dæmis úr Al Thani mál­inu, gæti sú staða komið upp að refsiramm­inn yrði full­nýttur áður en málin yrðu til lykta leidd í dóms­kerf­inu sem að þeim bein­ast. Þá kæmi til mats á því, hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara, hvort það væri þess virði að fara fram með málin af fullum þunga í dóms­kerf­inu og leiða þau til lykta.

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None