Sigurjón M. Egilsson hefur látið af starfi fréttastjóra 365 að eigin ósk. Hann hyggst einbeita sér að þætti sínum Sprengisandi á Bylgjunni auk þess sem frekari dagskrárgerð fyrir Bylgjuna verður kynnt innan tíðar, segir í tilkynningu frá 365.
„Sigurjóni eru þökkuð vel unnin störf á fréttastofunni. Jafnframt er því fagnað að hann muni áfram vera áberandi í dagskrá 365 miðla. Samhliða þessu verða þær skipulagsbreytingar á fréttastofunni að Andri Ólafsson, Hrund Þórsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason verða aðstoðarritstjórar og Halldór Tinni Sveinsson verður þróunarstjóri,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Andri Ólafsson hefur unnið á ýmsum fjölmiðlum frá árinu 2004. Meðal annars DV, Vísi, Stöð 2 og Fréttablaðinu sem blaða- og fréttamaður, vaktstjóri og fréttastjóri. Nú síðast sem aðstoðarfréttastjóri á fréttastofu 365.
Andri Ólafsson.
Hrund Þórsdóttir er BA í stjórnmálafræði og MA í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hún
Hrund Þórsdóttir.
hefur starfað á fjölmiðlum í tíu ár, meðal annars ritstýrt tímaritinu Mannlífi og skrifað barna- og unglingabókina Loforðið sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin. Hrund hóf störf á fréttastofu Stöðvar 2 fyrir tveimur árum og sem vaktstjóri þar ári síðar.
Kolbeinn Tumi Daðason er með meistaragráðu í byggingaverkfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað á fréttastofunni frá árinu 2011, fyrst sem íþróttafréttamaður og síðar sem fréttastjóri og vaktstjóri á Vísi.
Kolbeinn Tumi Daðason.
Tinni Sveinsson.
Halldór Tinni Sveinsson hefur stýrt Vísi síðustu fimm árin og er þar öllum hnútum kunnugur. Hann er reyndur fjölmiðlamaður með 15 ára reynslu af dagblaða- og tímaritaútgáfu og vefmiðlun.
Kristín Þorsteinsdóttir verður áfram útgefandi og aðalritstjóri, að því er segir í tilkynningu.