Sigurjón M. Egilsson hættur sem fréttastjóri 365

365.jpg
Auglýsing

Sig­ur­jón M. Egils­son hefur látið af starfi frétta­stjóra 365 að eigin ósk. Hann hyggst ein­beita sér að þætti sínum Sprengisandi á Bylgj­unni auk þess sem frek­ari dag­skrár­gerð fyrir Bylgj­una verður kynnt innan tíð­ar, segir í til­kynn­ingu frá 365.

„Sig­ur­jóni eru þökkuð vel unnin störf á frétta­stof­unn­i.  Jafn­framt er því fagnað að hann muni áfram vera áber­andi í dag­skrá 365 miðla. ­Sam­hliða þessu verða þær skipu­lags­breyt­ingar á frétta­stof­unni að Andri Ólafs­son, Hrund Þórs­dóttir og Kol­beinn Tumi Daða­son verða aðstoð­ar­rit­stjórar og Hall­dór Tinni Sveins­son verður þró­un­ar­stjóri,“ segir í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Andri Ólafs­son hefur unnið á ýmsum fjöl­miðlum frá árinu 2004. Meðal ann­ars DV, Vísi, Stöð 2 og Frétta­blað­inu sem blaða- og frétta­mað­ur, vakt­stjóri og frétta­stjóri. Nú síð­ast sem aðstoð­ar­frétta­stjóri á frétta­stofu 365.

Auglýsing

Andri Ólafsson. Andri Ólafs­son.

Hrund Þórs­dóttir er BA í stjórn­mála­fræði og MA í blaða- og frétta­mennsku frá Háskóla Íslands. Hún

Hrund Þórsdóttir. Hrund Þórs­dótt­ir.

hefur starfað á fjöl­miðlum í tíu ár, meðal ann­ars rit­stýrt tíma­rit­inu Mann­lífi og skrifað barna- og ung­linga­bók­ina Lof­orðið sem hlaut Íslensku barna­bóka­verð­laun­in. Hrund hóf störf á frétta­stofu Stöðvar 2 fyrir tveimur árum og sem vakt­stjóri þar ári síð­ar.

Kol­beinn Tumi Daða­son er með meistara­gráðu í bygg­inga­verk­fræði frá Uni­versity of Was­hington í Banda­ríkj­unum og meistara­gráðu í blaða- og frétta­mennsku frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað á frétta­stof­unni frá árinu 2011, fyrst sem íþrótta­f­rétta­maður og síðar sem frétta­stjóri og vakt­stjóri á Vísi.

Kolbeinn Tumi Daðason. Kol­beinn Tumi Daða­son.

Tinni Sveinsson. Tinni Sveins­son.

Hall­dór Tinni Sveins­son hefur stýrt Vísi síð­ustu fimm árin og er þar öllum hnútum kunn­ug­ur. Hann er reyndur fjöl­miðla­maður með 15 ára reynslu af dag­blaða- og tíma­rita­út­gáfu og vef­miðl­un.

Kristín Þor­steins­dóttir verður áfram útgef­andi og aðal­rit­stjóri, að því er segir í til­kynn­ingu.

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None