Skattakóngurinn 2015 seldi útgerðina og var Eyjamaður ársins

Vestmannaeyjar-1.jpg
Auglýsing

Vest­manna­ey­ing­ur­inn Þórður Rafn Sig­urðs­son, skatta­kóngur Íslands árið 2015, seldi á síð­asta ári útgerð­ina Dala-Rafn ehf. til Ísfé­lags Vest­manna­eyja, útgerð­ar­fé­lags Guð­bjargar M. Matth­í­as­dótt­ur. Við­skiptin voru gerð í febr­ú­ar 2014 og sam­þykkt af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu í mars það ár. Dala-Rafn gerði út tog­skipið Dala-Rafn VE 508 og afla­heim­ildir félags­ins þá voru tæp 1.600 þorskígildistonn.

Sam­kvæmt lista Rík­is­skatt­stjóra yfir þá ein­stak­linga sem greiða hæstu opin­beru gjöldin í ár vegna tekna í fyrra, greiðir Þórður Rafn um 672 millj­ónir króna í opin­ber gjöld. Guð­björg M. Matth­í­as­dóttir er einnig á lista Rík­is­skatt­stjóra, hún greiðir um 127 millj­ónir króna í opin­ber gjöld.

Þórður Rafn var í byrjun árs 2014 val­inn Eyja­maður árs­ins af fjöl­miðl­inum Eyja­fréttum í Vest­manna­eyj­um. Í frétt Eyja­frétta frá þeim tíma segir að Þórður Rafn og eig­in­kona hans, Ingi­gerður R. Eymunds­dótt­ir, hafi komið upp mynd­ar­legu útgerð­ar­safni, ásamt því að reka far­sæla útgerð í fjölda ára. „Nú síð­ast keyptu hjónin mikið safn lík­ana Eyja­bát­anna sem Sig­tryggur Helga­son hafði safna saman þannig að safn þeirra hjóna er nú hið mynd­ar­leg­asta,“ segir í frétt­inni.

Auglýsing

Fjallað var um útgerð­ar­safn Þórðar Rafns í Morg­un­blað­inu árið 2006. Fram kom að hann hafi það ár starfað við útgerð í tæp 32 ár. Lengst af var hann skip­stjóri á Dala-Rafni, byrj­aði að starfa sem skip­stjóri 19 ára gam­all, en Eyþór sonur hans tók við því starfi. „Þórður Rafn lætur sér ekki nægja að stýra útgerð og skreppa á sjó­inn þegar þannig vill til, heldur hefur hann komið upp vísi að sjó­minja­safni eða öllu heldur tækja­safni en hann hefur safnað tækjum sem notuð voru í skipum á síð­ustu öld,“ segir í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins frá 2006. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None