Skoðar að ríkið greiði niður hluta af skuldum Helguvíkurhafnar

RAgnheidur-elin.jpg
Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dóttir iðn­að­ar­ráð­herra er með það til skoð­unar að semja laga­frum­varp sem muni heim­ila rík­is­sjóði að greiða niður hluta af skuldum Helgu­vík­ur­hafn­ar. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag. Reykja­nes­höfn, sem á Helgu­vík­ur­höfn og hefur greitt fyrir upp­bygg­ingu henn­ar, skuldar rúma sjö millj­arða króna, að mestu vegna þeirrar upp­bygg­ing­ar. Tekjur á móti þeim skuldum sem stofnað var til eru litlar en reiknað var með að þær myndu að mestu leyti koma frá stór­iðju sem átti að byggj­ast upp á svæð­inu og nýta þjón­ustu hafn­ar­inn­ar. Þau stór­iðju­á­form hafa ekki orðið að veru­leika.

Í Morg­un­blað­inu segir að Ragn­heiður Elín sé að horfa til þess stuðn­ings sem ákveð­inn var vegna upp­bygg­ing­ar­innar á Bakka við Húsa­vík, sem var rúmir tveir millj­arðar króna, og var ætl­aður í vega- og hafn­ar­fram­kvæmdir o.fl. Sá samn­ingur sem ríkið gerði vegna fram­kvæmd­anna við Bakka, og felur í sér rík­is­að­stoð upp á rúma tvo millj­arða króna,  var sam­þykktur af ­Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ESA) í mars 2014. ESA er hins vegar enn að skoða hvort orku­sölu­samn­ing­ar Lands­virkj­unar og Lands­nets vegna kís­il­vers PCC á Bakka við Húsa­vík feli í sér ólög­mæta rík­is­að­stoð. Sam­kvæmt Morg­un­blað­inu er ekki búist við að frum­varp ráð­herr­ans líti dags­ins ljós, fyrr en ESA er komið að nið­ur­stöðu.

HS Orka átti að sjá álveri í Helguvík fyrir helming þeirrar orku sem starfsemin þarf. Fyrirtækið reynir nú að losna undan þeim orkusölusamningi. HS Orka átti að sjá álveri í Helgu­vík fyrir helm­ing þeirrar orku sem starf­semin þarf. Fyr­ir­tækið reynir nú að losna undan þeim orku­sölu­samn­ing­i.

Auglýsing

Skulda 40 millj­arða krónagrein­ingu KPMG á fjár­hags­stöðu Reykja­nes­bæjar, og úttektar Har­aldar L. Har­alds­sonar hag­fræð­ings á rekstri Reykja­nes­bæj­ar, sem kynntar voru á opnum íbúa­fundi í Hljóma­höll­inni í fyrra­haust.

Álver í Helgu­vík ólík­legtSú starf­semi sem helst voru bundnar vonir við að myndi rísa í Helgu­vík var álver Norð­ur­áls. Ritað var undir orku­sölu­samn­inga vegna álvers­ins árið 2007 og búið er að reisa hluta af þeim mann­virkjum sem áttu að hýsa starf­semi þess.

Norð­urál hafði hug á að byggja álver í Helgu­vík í fjórum áföng­um. 150 MW af orku þarf í hvern áfanga og Norð­urál hefur lýst því yfir að álverið verði ekki klárað nema að búið sé að tryggja orku fyrir tvo áfanga, alls 300 MW. Helm­ingur þess átti því að koma frá HS Orku.

Ekk­ert hefur hins vegar orðið að áformun­um.Ekki hefur tek­ist að tryggja þá við­bót­ar­orku sem til þarf og lágt heims­mark­aðs­verð á áli á und­an­förnum árum hefur ekki skapað mik­inn hvata til þess að ráð­ast í að klára Helgu­vík­ur­verk­efn­ið.

Kjarn­inn greindi síðan frá því í ágúst að orku­fyr­ir­tækið HS Orka hafi hafið gerð­ar­dóms­ferli til að losna undan orku­sölu­samn­ingum sem fyr­ir­tækið und­ir­rit­aði við Norð­urál í apríl 2007 vegna fyr­ir­hug­aðs álvers í Helgu­vík. Vinni HS Orka málið má telj­ast full­víst að álver Norð­ur­áls í Helgu­vík sé end­an­lega úr sög­unni.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None