Skuggaverk Isavia í Leifsstöð harðlega gagnrýnd

starfsmannamynd-715x320.jpg
Auglýsing

Leynd og ógagn­sæi ein­kennir for­val Isa­via á fyr­ir­tækjum til að sinna smá­sölu og veit­inga­rekstri í Flug­stöð Leifs Eiríks­son­ar. Óánægja ríkir innan stjórna Isa­via með fram­kvæmd for­vals­ins, og Sam­tök versl­unar og þjón­ustu gagn­rýna ferlið harð­lega.

Isa­via er opin­bert hlut­fé­lag, líkt og RÚV, og er þar af leið­indi í eigu íslenska rík­is­ins. Fyr­ir­tækið ann­ast rekstur og upp­bygg­ingu allra flug­valla á Íslandi og stýrir jafn­framt flug­um­ferð í íslenska flug­stjórn­un­ar­svæð­inu. Þannig hefur Isa­via yfir­um­sjón með Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar og rekur frí­höfn­ina, þar sem tæp­lega 140 manns starfa.

Í mars efndi Isa­via til svo­kall­aðs for­vals til samn­inga­við­ræðna vegna aðstöðu til versl­un­ar- og veit­inga­rekst­urs á Kefla­vík­ur­flug­velli, en samn­ings­tími núver­andi rekstr­ar­­að­ila í Leifs­stöð rennur út um ára­mót­in. Þá verður ráð­ist í ­um­fangs­miklar breyt­ingar og end­ur­bætur á brott­far­ar­sal flug­stöðv­ar­inn­ar, og í til­efni þess ákvað stjórn Isa­via að „bjóða út“ versl­un­ar- og þjón­ustu­rýmin sam­hliða ­fyr­ir­­hug­uðum breyt­ing­um. Stefnt er að því að end­ur­skipu­lagn­ing­unum verði lokið næsta vor.

Auglýsing

For­val Isa­via var kynnt með pompi og prakt í Hörpu 19. mars síð­ast­lið­inn, þar sem áhuga­sömum fyr­ir­tækjum gafst kostur á að nálg­ast ríf­lega fimm­tíu blað­síðna upp­lýs­inga­rit um for­val­ið. Við afhend­ingu gagn­anna féllust fyr­ir­tækin skrif­lega á ­skil­mála Isa­via, um að þau væru trún­að­ar­mál og óheim­ilt væri að afhenda þau þriðja aðila án skrif­legrar heim­ildar Isa­via.

For­valið var aug­lýst á evr­ópska efna­hags­svæð­inu og því voru for­vals­gögnin á ensku, og þá var umsækj­endum gert að skila inn ítar­legum upp­lýs­ingum á ensku.

Heitur staður til að vera áÁætl­anir Isa­via gera ráð fyrir að hátt í 3,3 millj­ónir ­flug­far­þega fari um Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar á þessu ári, sem er 18,5 pró­senta aukn­ing á milli ára, og að þeim fari ört ­fjölg­andi næstu árin. Sam­hliða þess­ari þróun hafa tekjur versl­ana og veit­inga­staða í brott­far­ar­sal Leif­stöðvar farið ört hækk­andi, en árið 2013 nam velta þeirra 2,7 millj­örðum króna, sem fjögur veit­inga­fyr­ir­tæki og níu smá­sölu­versl­anir skiptu með sér.

Með hlið­sjón af þessum tölum eru versl­un­ar- og þjón­ust­u­­rými á Kefla­vík­ur­flug­velli afar eft­ir­sótt af fyr­ir­­tækjum í smá­sölu- og veit­inga­geir­an­um. Í raun er erfitt að hugsa sér betri stað undir slíkan rekstur á Íslandi.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans tók fjöldi fyr­ir­tækja þátt í for­vali Isa­via um pláss í brott­far­ar­sal flug­stöðv­ar­innar með því að skila inn svoköll­uðum til­lög­um. Isa­via hefur til­kynnt þeim fyr­ir­tækjum sem ekki upp­fylltu ströng og ítar­leg skil­yrði for­vals­ins um nið­ur­stöð­una, og hefur hafið ­samn­inga­við­ræður við fyr­ir­tæki sem þóttu þókn­an­leg að mati sér­stakrar fimm manna val­nefnd­ar. Fyr­ir­hug­aðir samn­ingar Isa­via munu gilda til fjög­urra ára er varðar smá­söl­una, og sjö ára hvað varðar veit­inga­fyr­ir­tæki. Nið­ur­staða samn­inga­við­ræðn­anna verður kynnt fyrir stjórn Isa­via síðar í októ­ber og í kjöl­farið verður gert opin­bert hvaða fyr­ir­tæki hrepptu hnoss­ið.

Isa­via neitar að veita upp­lýs­ingar um for­valiðKjarn­inn hafði sam­band við Hlyn Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóra Flug­stöðvar Leifs Eiríks­son­ar, til að fá upp­­­lýs­ingar um for­val­ið. Hann neit­aði ósk Kjarn­ans um afhend­ingu for­vals­gagn­anna, og vildi ekki veita upp­lýs­ingar um hvaða fyr­ir­tæki hefðu fengið synjun eða við hvaða fyr­ir­tæki Isa­via ætti í samn­inga­við­ræðum nú. Þá vildi hann hvorki upp­lýsa Kjarn­ann um hverjir ættu sæti í for­vals­nefnd­inni, né við hvaða aðferðir nefndin stydd­ist við mat á umsækj­end­um.

Kjarn­inn hefur nú for­vals­gögnin undir hönd­um. Í for­vals­nefnd­inni eiga sæti, auk Hlyns, þrír aðrir starfs­menn Isa­via; þau Hrönn Ing­ólfs­dótt­ir, Stefán Jóns­son og ­Svein­björn ­Ind­riða­son, ásamt Frank Gray sem er sér­fræð­ingur frá breska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Concession Plann­ing, sem ku vera eitt virtasta fyr­ir­tækið á sviði rekst­urs og skipu­lagn­ingar smá­sölu á flug­völl­um.

Í for­vals­gögn­unum er áhuga­sömum fyr­ir­tækjum gert að skila inn ítar­legri „til­lögu“ í nokkrum lið­um. Fyrsti hluti ­til­lög­unnar átti meðal ann­ars að inni­halda nákvæma tækni­lega útlistun á vör­unni sem fyr­ir­tækin hugð­ust bjóða til sölu, og hvernig hún yrði mark­aðs­sett og verð­lögð. Þá þurftu fyr­ir­­tækin sömu­leiðis að skila inn nákvæmri lýs­ingu á hönnun fyr­ir­hug­aðrar versl­unar og hvernig hún kæmi til með að líta út. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans olli þessi liður mörgum fyr­ir­tækjum tölu­verðum vand­ræð­um, enda lágu ekki fyrir upp­lýs­ingar frá Isa­via í for­vals­gögn­unum um mögu­lega stærð eða legu hús­næð­is.

Val­nefndin gaf tækni­legu þátt­un­um, sem voru í nokkrum lið­um, ein­kunnir á bil­inu núll til tíu. Til þess að kom­ast í gegnum fyrstu síu for­vals­ins, þurftu fyr­ir­tækin að skora að lág­marki sex í með­al­ein­kunn fyrir tækni­legu útfærsl­urn­ar. Ef fyr­ir­tækin náðu ekki með­al­ein­kunn­inni, var annar hluti til­lög­unnar ekki opn­að­ur.

Þar áttu áhuga­söm fyr­ir­tæki að útlista nákvæma við­skipta­­á­ætlun og veita aðrar nákvæmar fjár­hags- og rekstr­ar­­­upp­lýs­ing­ar. Til að ná sæti við samn­inga­borðið þurfti til­laga fyr­ir­tækis að hljóta náð fyrir augum for­vals­nefnd­ar­innar hvað báða þætt­ina varð­aði.

For­val Isa­via harð­lega gagn­rýnt fyrir ógagn­sæiKaffitár er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem ekki hlaut náð fyrir augum for­vals­nefnd­ar­inn­ar, en fyr­ir­tækið hefur stundað veit­inga­rekstur í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar und­an­farin tíu ár. Til­laga fyr­ir­tæk­is­ins komst ekki í gegnum fyrstu síu for­vals­ins, hvað tækni­legar útfærslur varð­aði.

Í sam­tali við Kjarn­ann gagn­rýnir Aðal­heiður Héð­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri og einn stofn­enda Kaffi­társ, fram­kvæmd for­vals­ins. Hún kveðst hafa óskað eftir upp­lýs­ingum um nið­ur­stöðu for­vals­ins, auk upp­lýs­inga um það hverjir sendu inn til­lög­ur, ein­kunna­gjöf for­vals­nefnd­ar­innar og hvernig hún falli að for­vals­gögn­un­um, en segir að nefndin hafi neitað henni um upp­lýs­ing­arn­ar. Hún ­gagn­rýnir harð­lega að starf fyr­ir­tækis í almanna­eigu, það er Isa­via, fari fram með slíkum hætti.

Strangt til tekið er Kaffi­tár skil­greint sem iðn­að­ar­­­fyr­ir­tæki, og því hefur fyr­ir­tækið óskað eftir því að Sam­tök iðn­að­ar­ins láti til sín taka í mál­inu. Eins og fjöl­miðlar hafa greint frá hefur Isa­via gengið til samn­inga við alþjóð­legu veit­inga­keðj­una Joe and the Juice um rekstur veit­inga­staðar í flug­stöð­inni.

En það eru fleiri sem eru ósáttir við vinnu­brögð for­vals­­nefnd­ar­inn­ar. Þannig sagði Ásta Dís Óla­dótt­ir, ­fram­kvæmda­stjóri Frí­hafn­ar­inn­ar, starfi sínu lausu eftir að for­vals­nefndin til­kynnti henni að til­laga Frí­hafn­ar­innar um áfram­hald­andi rekstur Duty Free Fas­hion hefði verið hafn­að. Fjár­hags­þáttur til­lögu Frí­hafn­ar­innar þótti ekki ­trú­verð­ugur að mati for­vals­nefnd­ar­inn­ar. Frí­höfnin tók við rekstri ­versl­un­ar­innar árið 2010, en fram að því hafði hún verið rekin af Icelanda­ir. Þar hefur verið lögð áhersla á íslenskan tísku­varn­ing, íslenska hönnun og hand­verk.

Í sam­tali við Kjarn­ann vildi Hlynur Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri Flug­stöðvar Leifs Eiríks­son­ar, ekki upp­lýsa um hvernig staðið yrði að rekstri versl­un­ar­innar fram­veg­is. Þá hefur Ásta Frið­riks­dótt­ir, fjár­mála­stjóri Frí­hafn­ar­inn­ar, einnig sagt starfi sínu lausu en sömu­leiðis má rekja upp­sögn hennar til óánægju með for­val Isa­via eftir því sem Kjarn­inn kemst næst.

Íslensk tísku- og hönn­un­ar­fyr­ir­tæki áhyggju­fullÍ frétta­til­kynn­ingu Isa­via, sem send var á fjöl­miðla vegna for­vals­ins á sínum tíma, kemur fram að sér­staða Íslands verði höfð í fyr­ir­rúmi við end­ur­gerð brott­far­ar­sals Leifs­stöðv­ar. „End­ur­hönnun brott­far­ar­svæð­is­ins mun taka mið af því að hlut­fall erlendra ferða­manna er að aukast mik­ið. Íslensk nátt­úra og menn­ing verða í for­grunni til að gera ferð far­þega eft­ir­minni­lega og öðru­vísi en á öðrum flug­völl­u­m.“ Sam­kvæmt for­vals­gögn­unum verður lögð rík áhersla á að brott­far­ar­sal­ur­inn end­ur­spegli lands­lag og nátt­úru Íslands, og svo er að sjá að þar verði hvergi til spar­að.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru margir íslenskir hönn­uð­ir, sem áttu til að mynda inni hjá Duty Free Fas­hion, áhyggju­fullir yfir stöð­unni meðan leynd ríkir um for­val Isa­via. Áhyggjur þeirra lúta fyrst og síð­ast að því að hvergi verði gert ráð fyrir þeirra vörum kjósi Isa­via að semja við stórt alþjóð­legt fyr­ir­tæki um rekstur smá­sölu- og veit­inga­rýma í brott­far­ar­sal Leifs­stöðv­ar. Fyrir íslensk tísku­vöru­­fyr­ir­tæki skiptir aug­ljós­lega sköpum að geta boðið vörur sínar til sölu á jafn fjöl­förnum stað eins og flug­stöðin er.

Sam­tök versl­un­ar- og þjón­ustu krefja Isa­via svaraFjöl­mörg fyr­ir­tæki sem tóku þátt í for­vali Isa­via hafa sent Sam­tökum versl­un­ar- og þjón­ustu erindi, þar sem fram­kvæmd for­vals­ins er harð­lega gagn­rýnd. Í bréfi sem ­sam­tökin sendu Isa­via á dög­un­um, og Kjarn­inn hefur ­undir hönd­um, kemur fram sú krafa fyr­ir­tækj­anna að fyllsta jafn­ræðis verði gætt milli aðila, og gagn­sæi verði sömu­leiðis tryggt við fram­kvæmd­ina að öllu leyti.

Í bréfi Sam­taka versl­unar og þjón­ustu kemur jafn­framt fram að fyr­ir­tæki sem ekki náðu lág­marks­ein­kunn er varðar tækni­legar útfærslur hafi óskað eftir upp­lýs­ingum frá Isa­via um það á hverju sú nið­ur­staða byggð­ist. Nánar til­tek­ið, hvaða atriði í „kríter­í­unni“ það voru sem leiddu til þess að umræddu lág­marks­skori var ekki náð. Slíkum óskum hafi verið hafnað af Isa­via, og því óski sam­tökin eftir skýr­ingum á því á hverju sú höfnun bygg­ist. Sam­tökin vísa máli sínu til stuðn­ings til ákvæða stjórn­sýslu­laga er lúta að upp­lýs­inga­­skyldu opin­berra ­stofn­ana og ákvæða laga um opin­ber inn­kaup sem kveða á um að öll gögn eigi að vera opin­ber. Sam­tökin vilja vita að hve miklu leyti Isa­via telji sig bundna af ákvæðum ofan­greindra laga og/eða telji sér skylt að hafa ákvæði þeirra í heiðri við val á þeim fyr­ir­tækjum sem stunda munu rekstur í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar á næstu árum.

Þá krefj­ast sam­tökin upp­lýs­inga um hvað verður lagt til grund­vallar við mat á fjár­hags­legri stöðu þeirra sem valdir verða. „Munu í því sam­bandi sömu sjón­ar­mið verða lögð til grund­vallar og þegar mat á til­boðum fer fram sam­kvæmt lögum um opin­ber inn­kaup? Hér er einkum átt við fjár­hags­stöðu fyr­ir­tækja og mat á rekstr­ar­sögu fyr­ir­tækja og/eða þeirra aðila sem eru í for­svari fyrir við­kom­andi fyr­ir­tæki.“

Full­trúar Isa­via áttu fund með Andr­ési Magn­ús­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka versl­un­ar- og þjón­ustu, á föstu­dag­inn vegna bréfs sam­tak­anna. Isa­via hyggst svara bréf­inu form­lega á næstu dög­um.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans telur Isa­via það sér í hag að ekki hafi verið gerðar athuga­semdir við for­valið á fyrri stig­um. Heim­ildir Kjarn­ans herma að fyr­ir­tæki hafi veigrað sér við að gera athuga­semdir við upp­haf for­vals­ins af ótta við úti­lok­un. Þá full­yrðir Isa­via að for­valsleiðin und­an­skilji það frá því að upp­fylla áður­nefnd laga­á­kvæði sem Sam­tök ­versl­un­ar- og þjón­ustu vís­uðu til í bréf­inu. Ekki sé um eig­in­legt opin­bert útboð að ræða.

Ekki ein­hugur í stjórn Isa­via um ágæti for­vals­insÍ grein sem Aðal­heiður Héð­ins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kaffi­társ, skrif­aði í Markað Frétta­blaðs­ins á mið­viku­dag­inn full­yrðir hún að Isa­via eigi í samn­inga­við­ræðum við alþjóð­legt stór­fyr­ir­tæki um leigu á nær öllum brott­far­ar­saln­um. Sama dag greindi frétta­síða DV frá því að fyr­ir­tækið sem um ræðir sé LS Tra­vel Retail. Heim­ildir Kjarn­ans herma sömu­leiðis að Isa­via líti á fyr­ir­tækið sem álit­legan leigj­anda. LS Tra­vel Retail sér­hæfir sig í versl­un­ar- og veit­inga­rekstri í flug­stöðvum víða um heim, og rekur tæp­lega 2.700 versl­anir á yfir 130 flug­völl­um.

Ný stjórn tók við völdum hjá Isa­via í byrjun apr­íl, eða eftir að hið umdeilda for­val var farið af stað. Hina nýju stjórn skipa Ingi­mundur Sig­ur­páls­son, for­stjóri Íslands­pósts sem jafn­framt er for­maður stjórnar Isa­via, Matth­ías Ims­land, fyrr­ver­andi for­stjóri Iceland Express og aðstoð­ar­maður Eyglóar Harð­ar­dóttur félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, Heiða Kristín Helga­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, og Sig­rún Trausta­dótt­ir, við­skipta­fræð­ingur og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs Isa­via.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans gætir nokk­urrar óánægju innan stjórnar Isa­via með fram­kvæmd for­vals­ins. Sumir stjórn­ar­menn telja að ef til vill hefði verið heppi­legra að hafa for­vals­ferlið gagn­sætt og hafið yfir gagn­rýni. Fram­komin gagn­rýni sé til þess fallin að ala á tor­tryggni í garð for­vals­ins og varpa skugga á vinnu­brögð Isa­via í mál­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None