„Útilokað er að taka undir þau sjónarmið“ Víglundar Þorsteinssonar um að bráðabirgðamat FME frá október 2008 hafi verið endanlegur úrskurður um verðmæti eignanna sem færðar voru yfir til nýju bankanna. Þetta kemur fram í skýrslu Brynjars Níelssonar um málið, sem birtist á vef Alþingis rétt í þessu.
Lestu skýrsluna í heild sinni.
„Eignir gömlu bankanna eru varðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Fráleitt væri því að ætla þeim, sem tekur eignir eignarnámi, að meta verðmæti þeirra og án allrar aðkomu þess sem þola þarf eignarnámið. Enda verður ekki annað ráðið af gögnum málsins en að hér hafi eingöngu verið um viðmið að ræða en ekki endanlegt mat á verðmæti eignanna,“ segir í skýrslunni.