Íslendingar áttu aldrei möguleika gegn sterku liði Svía í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta í Katar í dag. Lokatölur voru 24-16 fyrir Svía. Staðan í hálfleik var 12-7 fyrir Svía, en ekkert gekk hjá íslenska liðinu í sóknarleiknum gegn sterkri vörn Svía í fyrri hálfleik og það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik.
Á níu mínútna kafla í fyrri hálfleik tókst liðinu ekki að skora mark, og fór staðan úr því að vera 2-2 í 7-2 fyrir Svía. Eftir það hélt sænska liðið Íslendingunum í öruggri fjarlægð og stýrði ferðinni, undir styrkri stjórn þjálfarana Staffans Olsson og Ole Lindgren.
Óhætt er að segja að íslenska liðið hafi leikið langt undir getu og á löngum tímum í leiknum verið að leika hörmulega miðað við það sem býr í sterkum leikmannahópi liðsins.
Næsti leikur liðsins er gegn Alsír á sunnudaginn og hafa Íslendingar því einn dag til þess að ná áttum eftir slæma útreið.
Leikir liðsins í riðlakeppninni á HM eru eftirfarandi.
- janúar kl. 16.00 Ísland – Alsír
- janúar kl. 18.00 Ísland – Frakkland
- janúar kl. 18.00 Ísland – Tékkland
- janúar kl. 16.00 Ísland – Egyptaland