Slitabú Landsbankans fær undanþágu frá fjármagnshöftum

lais2-1.jpg
Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur veitt slita­búi gamla Lands­bank­ans (LBI hf.) und­an­þág­u frá fjár­magns­höft­u­m til að greiða for­gangs­kröfum sínum í kjöl­far sam­komu­lags sem slita­búið gerði við nýja Lands­bank­ann um breytta skil­mála skulda­bréfa þeirra á milli.

Snýst um leng­ingu á 228 millj­arða króna skuldSam­komu­lagið snérist um leng­ingu á 228 millj­arða króna skuld nýja Lands­bank­ans við búið. Í frétt á heima­síðu Seðla­bank­ans segir að hann hafi „að und­an­gengnu lög­bundnu sam­ráði við fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, veitt LBI hf. und­an­þágu frá lögum um gjald­eyr­is­mál sem gerir bank­anum fært að inna af hendi greiðslur til for­gangs­kröfu­hafa fyrir um 400 millj­arða króna. Þá hefur Seðla­banki Íslands veitt LBI hf. vil­yrði um und­an­þágur vegna frek­ari hluta­greiðslna til for­gangs­kröfu­hafa af fram­tíð­ar­inn­heimtum hjá LBI hf., að því gefnu að slíkar und­an­þágur verði þá ekki taldar raska stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um, í sam­ræmi við þau sjón­ar­mið sem lögð eru til grund­vallar afgreiðslu við veit­ingu slíkra und­an­þága.[...] Nið­ur­staða Seðla­banka Íslands varð­andi und­an­þág­una og tengt vil­yrði bygg­ist á tvenns konar grein­ingu. Ann­ars vegar á áhrifum þess að samn­ingur Lands­bank­ans hf. og LBI hf. um breyt­ingu skilmála þess­ara skulda­bréfa næði fram að ganga. Hins vegar á áhrifum und­an­þág­unnar sem slíkrar og tengdrar útgreiðslu úr búi LBI á greiðslu­jöfnuð og fjár­mála­stöð­ug­leika en einnig var litið til þess for­dæmis sem hún kynni að skapa.

Að mati Seðla­bank­ans mun skil­mála­breyt­ingin hafa jákvæð áhrif á efna­hags­legan og fjár­mála­legan stöð­ug­leika þjóð­ar­bús­ins og auð­velda losun fjármagnshafta.

Að mati Seðla­bank­ans mun skil­mála­breyt­ingin hafa jákvæð áhrif á efna­hags­legan og fjár­mála­legan stöð­ug­leika þjóð­ar­bús­ins og auð­velda losun fjár­magns­hafta. Hætta á óstöð­ug­leika í greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins næstu árin minnkar því, enda verður greiðslu­byrði af gjald­eyr­is­skuldum inn­lendra aðila tölu­vert minni en áður var áætlað eða sem nemur 124 ma.kr. fram til árs­ins 2018. Betri fjár­mögnun Lands­bank­ans hf. ætti að liðka fyrir fjár­mögnun Lands­bank­ans á erlendum láns­fjár­mörk­uðum á við­ráð­an­legum kjörum og auð­velda honum að mæta þörfum atvinnu­lífs­ins fyrir láns­fjár­magn í erlendri mynt."

Auglýsing

Upp­gjör vegna til­færslu eignaÍ des­em­ber 2009 var samið um upp­gjör milli þrota­bús gamla Lands­bank­ans og nýja Lands­bank­ans vegna þeirra eigna sem færðar voru þar á milli eftir banka­hrun­ið. Í sam­komu­lag­inu fólst meðal ann­ars að íslenska ríkið eign­að­ist nýja bank­ann utan lít­ils hlutar sem myndi renna til starfs­manna hans. Á móti gaf þrota­búið út upp­gjörs­skulda­bréf sem nýi bank­inn átti að greiða vegna þeirra eigna sem hann tók yfir.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri eru lykilmennirnir í ákvörðunartölu um öll skref sem tekin eru í átt að afnámi hafta. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri eru lyk­il­menn­irnir í ákvörð­un­ar­tölu um öll skref sem tekin eru í átt að afnámi hafta.

Skulda­bréfin voru upp á mörg hund­ruð millj­arða króna í erlendum gjald­miðlum og loka­greiðsla átti að vera innt af hendi í októ­ber 2018, tíu árum eftir fall Lands­bank­ans. Því var ljóst að nýi Lands­bank­inn þurfti að verða sér úti um mikið magn af gjald­eyri til að standa við greiðsl­urn­ar.Fljótt varð ljóst að svona miklar útgreiðslur á gjald­eyri, á jafn skömmum tíma, myndu ógna greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins veru­lega. Því var þrýst veru­lega á að fyr­ir­komu­lag­inu yrði breytt.

Má ekki ógna greiðslu­jöfn­uðiÞann 8. maí síð­ast­lið­inn var til­kynnt um að sam­komu­lag hefði náðst milli Lands­bank­ans og þrota­bús gamla Lands­bank­ans um breyt­ingar á skil­málum skulda­bréfanna, en eft­ir­stöðvar þeirra á þeim tíma voru 226 millj­arðar króna. Sam­komu­lagið snérist um að lengt yrði í greiðslum af skulda­bréf­unum til árs­ins 2026 gegn því að vaxta­kjör myndu hækka eftir árið 2018. Það var hins vegar bundið því að Seðla­banki Íslands myndi veita und­an­þágur frá lögum um gjald­eyr­is­mál, enda höft á fjár­magns­flutn­inga í gildi í land­inu.

Seðla­bank­inn svar­aði beiðni þrota­bús­ins um und­an­þágur þann 14. júli síð­ast­lið­inn.  Í svar­bréf­inu kemur fram að jákvæðir fletir séu á sam­komu­lag­inu. Greiðslu­byrði inn­lendra aðila á gjald­eyr­is­skuldum við bú fall­inna banka lækki til skamms tíma og Lands­bank­inn fái betri erlenda fjár­mögnun sem muni auð­velda honum aðgang að erlendum lána­mörk­uð­um. Í svar­bréf­inu kom fram  að end­an­legt svar ætti að geta legið fyrir „eigi síðar en í árs­lok“. Síðan þá hefur slitabú Lands­bank­ans sett nokkra ein­hliða fresti fsem það hefur farið fram á að Seðla­bank­inn mætti. Seðla­bank­inn hefur ekki orðið við þeim beiðnum og tekið sér þann tíma sem hann taldi sig þurfa til að ljúka mál­inu. Því lauk í dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None