Slysið hjá Virgin breytir engu um áform Gísla að fara út í geim

7c9e804211762242579f2df99f5a705c.jpg
Auglýsing

"Þetta er auð­vitað hræði­legur atburð­ur, en kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Þetta er nú einu sinni geim­ferð, ekki sunnu­dags­bíltúr. Þetta slys breytir engu um áform mín að fara út í geim." Þetta segir Gísli Gísla­son, inn­flytj­and­i Tesla-raf­bíl­anna á Íslandi, í sam­tali við Kjarn­ann.

SpaceS­hipTwo, geim­flug­vél Virgin Galact­ic, fórst í til­rauna­flugi í Moja­ve-eyði­mörk­inni í Kali­fórníu í gær. Flug­stjóri vél­ar­innar lést í slys­inu og aðstoð­ar­flug­maður hans slas­að­ist mik­ið. Sér­fræð­ingar telja að fyr­ir­hug­aðar flug­ferðir Virgin Galact­ic, félags í eigu auð­kýf­ings­ins Ric­hard Bran­son, muni frest­ast um ein­hver ár vegna slyss­ins.

Gísli Gíslason við höfuðstöðvar Virgin Galactic Gísli Gísla­son við höf­uð­stöðvar Virgin Galact­ic

Auglýsing

Frægir vilja út í geimUm 700 við­skipta­vinir hafa þegar pantað sér geim­flug­ferð með Virgin Galact­ic, en þeirra á meðal er heims­frægt fólk á borð við Lady Gaga, Justin Bieber, Ashton Kutcher, Leon­ardo DiCaprio og þá hefur eðl­is­fræð­ing­ur­inn Stephen Hawk­ing sömu­leiðis pantað sér far. Geim­flaug­inn tekur sex far­þega í hverja ferð, en geim­flug­fé­lagið hyggst fara eina ferð á dag út í geim þegar reglu­legt áætl­un­ar­flug hefst.

Árið 2011 pant­aði Gísli Gísla­son ­sér far út í geim með Virgin Galact­ic, en Gísli átti að fara í eina af fyrstu ferðum geim­flug­fé­lags­ins á næsta ári. Geim­ferðin mun kosta Gísla um tutt­ugu millj­ónir króna. Í sam­tali við Kjarn­ann kveðst Gísli hafa fengið til­kynn­ingu frá Virgin Galactic skömmu eftir slysið, þar sem greint var frá slys­inu og hvernig það gerð­ist.

Segir slysið breyta engu hvað sig varðar"Manni var óneit­an­lega brugð­ið, enda gæti vel verið að ég hafi þekkt flug­mann­inn sem lést, en nafn hans hefur ekki enn verið opin­ber­að. Ég er nátt­úru­lega búinn að hitta flesta þessa kalla í þjálfun­inni minni fyrir geim­ferð­ina," segir Gísli.

Gísli var meðal ann­ars við­staddur þegar höf­uð­stöðvar Virgin Galactic í Moja­ve-eyði­mörk­inni voru form­lega teknar í notkun fyrir þremur árum síð­an. "Ég er í sam­bandi við stóran hóp vænt­an­legra geim­fara og við höfum átt í tölu­verðum sam­skiptum eftir slysið, en Ric­hard Bran­son hefur full­vissað okkur um að hann sé ekki af baki dott­inn og þessu verði haldið áfram. Hann ætl­aði að fara í fyrstu ferð­ina sína út í geim, með börnin sín tvö, fyrir ára­mót, en ætli því seinki nú ekki aðeins."

Hópmynd af væntanlegum geimförum við vígslu höfuðstöðva Virgin Galactic í Mojave-eyðimörkinni í Kalifórníu. Hóp­mynd af vænt­an­legum geim­förum við vígslu höf­uð­stöðva Virgin Galactic í Moja­ve-eyði­mörk­inni í Kali­fórn­íu.

Löngu vitað að geim­ferðir séu hættu­legarEins og áður segir hefur Gísli und­ir­geng­ist strangar æfingar hjá Virgin Galact­ic, til að búa hann sem best undir geim­ferð­ina. "Ég próf­aði til að mynda 6,4 G þyngd­ar­aukn­ingu einu sinni, og er trú­lega eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur prófað slíka þol­raun. Þar var verið að prófa hvort ég myndi þola hröð­un­ina sem verður í flug­inu og hvort ég myndi halda með­vit­und, en þá förum við úr núll kíló­metra hraða upp í 4.000 kíló­metra hraða á klukku­stund, á aðeins 70 sek­únd­um. Ef ég hefði ekki verið sann­færð­ur­ um að ég myndi lifa þessa æfingu af, þá hefði ég verið full­viss um að ég væri að deyja."

Eins og áður segir er Gísli enn harð­á­kveð­inn í að fara í geim­ferð­ina þegar þar að kem­ur, þrátt fyrir slysið hjá Virgin Galactic í gær. "Það er löngu vitað að þetta er hættu­legt, geim­ferðir eru hættu­leg­ar. Þetta breytir engu hvað mig varð­ar, því það var alltaf hægt að búast við því að svona gæti gerst."

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None