Slysið hjá Virgin breytir engu um áform Gísla að fara út í geim

7c9e804211762242579f2df99f5a705c.jpg
Auglýsing

"Þetta er auð­vitað hræði­legur atburð­ur, en kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Þetta er nú einu sinni geim­ferð, ekki sunnu­dags­bíltúr. Þetta slys breytir engu um áform mín að fara út í geim." Þetta segir Gísli Gísla­son, inn­flytj­and­i Tesla-raf­bíl­anna á Íslandi, í sam­tali við Kjarn­ann.

SpaceS­hipTwo, geim­flug­vél Virgin Galact­ic, fórst í til­rauna­flugi í Moja­ve-eyði­mörk­inni í Kali­fórníu í gær. Flug­stjóri vél­ar­innar lést í slys­inu og aðstoð­ar­flug­maður hans slas­að­ist mik­ið. Sér­fræð­ingar telja að fyr­ir­hug­aðar flug­ferðir Virgin Galact­ic, félags í eigu auð­kýf­ings­ins Ric­hard Bran­son, muni frest­ast um ein­hver ár vegna slyss­ins.

Gísli Gíslason við höfuðstöðvar Virgin Galactic Gísli Gísla­son við höf­uð­stöðvar Virgin Galact­ic

Auglýsing

Frægir vilja út í geimUm 700 við­skipta­vinir hafa þegar pantað sér geim­flug­ferð með Virgin Galact­ic, en þeirra á meðal er heims­frægt fólk á borð við Lady Gaga, Justin Bieber, Ashton Kutcher, Leon­ardo DiCaprio og þá hefur eðl­is­fræð­ing­ur­inn Stephen Hawk­ing sömu­leiðis pantað sér far. Geim­flaug­inn tekur sex far­þega í hverja ferð, en geim­flug­fé­lagið hyggst fara eina ferð á dag út í geim þegar reglu­legt áætl­un­ar­flug hefst.

Árið 2011 pant­aði Gísli Gísla­son ­sér far út í geim með Virgin Galact­ic, en Gísli átti að fara í eina af fyrstu ferðum geim­flug­fé­lags­ins á næsta ári. Geim­ferðin mun kosta Gísla um tutt­ugu millj­ónir króna. Í sam­tali við Kjarn­ann kveðst Gísli hafa fengið til­kynn­ingu frá Virgin Galactic skömmu eftir slysið, þar sem greint var frá slys­inu og hvernig það gerð­ist.

Segir slysið breyta engu hvað sig varðar"Manni var óneit­an­lega brugð­ið, enda gæti vel verið að ég hafi þekkt flug­mann­inn sem lést, en nafn hans hefur ekki enn verið opin­ber­að. Ég er nátt­úru­lega búinn að hitta flesta þessa kalla í þjálfun­inni minni fyrir geim­ferð­ina," segir Gísli.

Gísli var meðal ann­ars við­staddur þegar höf­uð­stöðvar Virgin Galactic í Moja­ve-eyði­mörk­inni voru form­lega teknar í notkun fyrir þremur árum síð­an. "Ég er í sam­bandi við stóran hóp vænt­an­legra geim­fara og við höfum átt í tölu­verðum sam­skiptum eftir slysið, en Ric­hard Bran­son hefur full­vissað okkur um að hann sé ekki af baki dott­inn og þessu verði haldið áfram. Hann ætl­aði að fara í fyrstu ferð­ina sína út í geim, með börnin sín tvö, fyrir ára­mót, en ætli því seinki nú ekki aðeins."

Hópmynd af væntanlegum geimförum við vígslu höfuðstöðva Virgin Galactic í Mojave-eyðimörkinni í Kalifórníu. Hóp­mynd af vænt­an­legum geim­förum við vígslu höf­uð­stöðva Virgin Galactic í Moja­ve-eyði­mörk­inni í Kali­fórn­íu.

Löngu vitað að geim­ferðir séu hættu­legarEins og áður segir hefur Gísli und­ir­geng­ist strangar æfingar hjá Virgin Galact­ic, til að búa hann sem best undir geim­ferð­ina. "Ég próf­aði til að mynda 6,4 G þyngd­ar­aukn­ingu einu sinni, og er trú­lega eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur prófað slíka þol­raun. Þar var verið að prófa hvort ég myndi þola hröð­un­ina sem verður í flug­inu og hvort ég myndi halda með­vit­und, en þá förum við úr núll kíló­metra hraða upp í 4.000 kíló­metra hraða á klukku­stund, á aðeins 70 sek­únd­um. Ef ég hefði ekki verið sann­færð­ur­ um að ég myndi lifa þessa æfingu af, þá hefði ég verið full­viss um að ég væri að deyja."

Eins og áður segir er Gísli enn harð­á­kveð­inn í að fara í geim­ferð­ina þegar þar að kem­ur, þrátt fyrir slysið hjá Virgin Galactic í gær. "Það er löngu vitað að þetta er hættu­legt, geim­ferðir eru hættu­leg­ar. Þetta breytir engu hvað mig varð­ar, því það var alltaf hægt að búast við því að svona gæti gerst."

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None