Sögulegt skref var stigið í gær í mannréttindabaráttu þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði um rétt samkynhneigðra til að giftast. Þetta skiptir ekki aðeins máli fyrir mannréttindi í Bandaríkjunum heldur um heim allan.
Pæling dagsins að þessu sinni snýr að þessum merka atburði. Áttum við okkur á því hvað þetta þýðir? Fyrir milljónir manna um allan heim, gæti þetta ýtt snjóbolta mannréttindabaráttunnar enn hraðar og breytt lífi fólks til hins betra. Það er óskandi að svo verði, en víða eru mannréttindi svo fótum troðin, að erfitt er að færa það í nægilega sterk orð í verstu tilfellunum.
Þess vegna er gleðilegt að svona atburðir komi upp inn á milli. Þeir minna á að baráttan borgar sig, þó gleðitíðindin komi oft eftir langa bið...