Sögulegur sigur eða pólitískt leikhús?

000-Hkg5593693.jpg
Auglýsing

Í síð­ustu viku voru tveir eft­ir­lif­andi yfir­menn alræð­is­stjórnar Rauðu Kmeranna, Nuon Chea og Khieu Samp­han, dæmdir í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyrir glæpi gegn mann­kyn­inu. Dóm­ur­inn var kveð­inn upp af sér­skip­uðum dóm­stól í Phnom Penh, sem studdur er af Sam­ein­uðu þjóð­un­um, hátt í 40 árum eftir að ógn­ar­stjórn Pol Pot útrýmdi fjórð­ungi þjóð­ar­inn­ar. Dóm­stóll­inn, sem form­lega hóf störf í Kam­bó­díu árið 2006, hefur verið gagn­rýndur fyrir seina­gang, spill­ingu og pen­inga­só­un. Eftir átta ár og um 200 millj­ónir Banda­ríkja­doll­ara hafa ein­ungis þrír ein­stak­lingar verið dæmdir sek­ir.

Blendnar til­finn­ingar við dóms­upp­skurð



Nuon Chea og Khieu Samp­han, sem setið hafa í gæslu­varð­haldi frá 2007, voru meðal æðstu yfir­manna Rauðu Kmer­anna. Ógn­ar­stjórn þeirra ein­kennd­ist af ofsókn­um, pynt­ingum og útrým­ingu, en talið er að um tvær millj­ónir manns hafi lát­ist frá árunum 1975 til 1979 úr hungri, sjúk­dómum eða verið mark­visst teknir af lífi sem „óvinir fólks­ins“. Nuon Chea, gjarnan nefndur „Bróðir númer 2“, var einn helsti hug­mynda­smiður stjórn­ar­innar og hægri hönd Pol Pot, sem lést í stofu­fang­elsi árið 1998 áður en hægt var að sækja hann til saka. Khieu Samp­han gegndi stöðu for­seta (e. Head of State).

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_21/58[/em­bed]

Kam­bódíska þjóðin hefur þurft að bíða í ára­tugi eftir að skref sé tekið í átt að rétt­læti fyrir þær þján­ingar sem hún þurfti að þola. ECCC-­dóm­stóll­inn (e. Extra­or­din­ary Cham­bers in the Courts of Cambodia) var form­lega stofn­aður árið 2006 eftir að sam­komu­lag náð­ist á milli Sam­ein­uðu þjóð­anna og kam­bódísku rík­is­­­stjórn­ar­innar um til­högun rétt­ar­hald­anna og hvernig gera skyldi upp blóð­ugan valda­tíma Rauðu Kmer­anna á rétt­mætan hátt.

Auglýsing

Árið 2007 hófu sak­sókn­arar rann­sókn gegn fimm sak­born­ingum sem sak­aðir voru um glæpi gegn mann­kyn­inu, þjóð­ar­morð og alvar­leg brot á Gen­far­sátt­mál­an­um. Kaing Guek Eav, þekkt­ari undir við­ur­nefn­inu Dutch, var sá fyrsti til að hljóta dóm, en hann var dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyrir að bera ábyrgð á dauða yfir 12 þús­und manna þegar hann stjórn­aði hinu alræmda Tuol Sleng-fang­elsi. Því var viss sigur í höfn þegar yfir­dóm­ari dóm­stóls­ins, Nil Nonn, las upp úrskurð­inn gegn mönn­unum tveimur fyrir framan þétt­skip­aðan sal af almennum borg­ur­um, eft­ir­lif­andi fórn­ar­lömbum og fjöl­skyld­um. Menn­irnir voru fundnir sekir um glæpi gegn mann­kyn­inu sem fólu í sér morð, póli­tískar ofsóknir og árásir gegn mann­legri reisn, brot sem hófust með þving­uðum brott­flutn­ingi fólks frá Phnom Penh hinn 17. apríl 1975.

„And­rúms­loftið var sér­stakt. Inni í dóm­salnum ríkti graf­ar­þögn þegar dóm­ur­inn var les­inn upp. Hvor­ugur sak­born­ing­anna sýndi nokkur við­brögð. [Fyrir utan dóm­sal­inn] sýndi fólk meiri til­finn­ing­ar, margir grétu en sumir voru ósáttir við dóm­inn og vildu sjá þá fá þyngri refs­ing­u,” segir Lauren Crothers, blaða­maður hjá The Cambodia Daily. Ólík­legt verður að telj­ast að menn­irnir muni nokkurn tím­ann afplána dóm­inn í kam­bódísku fang­elsi þar sem báðir eru á níræð­is­aldri, heilsu­litlir og hafa áfrýjað nið­ur­stöð­unni. Þeir sitja því áfram í gæslu­varð­haldi dóm­stóls­ins og bíða þess að næsti ákæru­liður í máli þeirra verði tek­inn fyrir síðar á árinu, en þá verður réttað yfir tví­menn­ing­unum fyrir þjóð­ar­morð.

Vax­andi ásak­anir um póli­tísk afskipti stjórn­ar­innar



Á meðan dóm­ur­inn er vissu­lega sögu­legur hafa háværar gagn­rýn­is­raddir lengi ómað í Kam­bó­díu sem og í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Yfir­rann­sókn­ar­dóm­arar hafa sagt af sér og sakað rík­is­stjórn­ina um póli­tísk ítök og að veikja sjálf­stæði dóm­stóls­ins. Kam­bó­d­ískir túlkar hafa farið í verk­föll vegna van­gold­inna launa. Dóm­stóll­inn, sem átti að vera sam­eig­in­legt verk­efni milli Sam­ein­uðu þjóð­anna og rík­is­stjórn­ar­inn­ar, vegur þjóð­ar­innar að rétt­læti, hefur verið sak­aður um spill­ingu, hlut­drægni og pen­inga­só­un, en rétt­ar­höldin hafa í dag kostað um 200 millj­ónir Banda­ríkja­doll­ara og ein­ungis þrír menn verið dæmdir sek­ir. Fjórði sak­born­ing­ur­inn, Ieng Sary, lést fyrr á árinu og eig­in­kona hans, Ieng Thi­rith, hefur verið úrskurðuð óhæf til að sitja rétt­ar­höld vegna Alzheimer-­sjúk­dóms­ins. Aðrir hátt­settir með­limir ganga enn laus­ir. Fyrir marga Kam­bó­díu­menn kemur dóm­ur­inn of seint.

Khi­ang Hei, sem yfir­gaf Kam­bó­díu ásamt fjöl­skyldu sinni árið 1979 og flutti til Banda­ríkj­anna 11 ára að aldri, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þetta séu viss enda­lok fyrir þessa þrjá ein­stak­linga en að allt of mik­ill tími og miklir pen­ingar hafi farið í rétt­ar­höld­in. „Ein­ungis örfáir ein­stak­lingar hafa verið sóttir til saka. Hvað með þá sem frömdu morð­in? Það eru ein­stak­lingar í núver­andi stjórn sem gætu hafa tekið þátt og kom­ist upp með það. Hvað með aðra með­limi Rauðu Kmer­anna sem lifa frjálsir og eru enn að kúga kam­bódísku þjóð­ina í dag?“ segir Khi­ang.

The­ary Seng, sem misssti báða for­eldra sína og var fang­elsuð sem barn á tímum Rauðu Kmeranna, tekur í sama streng og segir í við­tali við CNN-­sjón­varps­stöð­ina: „… við erum að fá brot af rétt­læti en ekki við­un­andi rétt­læt­i.“ Hún segir rík­is­stjórn­ina, með fyrr­ver­andi her­menn Rauðu Kmer­anna inn­an­borðs, þar á meðal for­sæt­is­ráð­herr­ann Hun Sen, hafa haft mikil áhrif á ferlið, lokað á frek­ari rann­sóknir og komið í veg fyrir að menn í ábyrgð­ar­stöðum væru sóttir til saka. „Þessi dóm­stóll var lög­mætur í byrjun en hefur umbreyst í póli­tískt leik­hús,“ bætir hún við.

Nýr kafli í sögu­bæk­urnar



Dóm­ur­inn sem kveð­inn var upp hinn 7. ágúst er ein­ungis byrj­unin á löngum rétt­ar­höldum sem fram undan eru, ef heilsu sak­born­ing­anna fer ekki þeim mun meira hrak­andi. Síðar á árinu verður réttað yfir þeim fyrir mun alvar­legri ásak­anir en búið er að dæma þá fyr­ir, þar á meðal þjóð­ar­morð, nauðg­anir og þvinguð hjóna­bönd.

Þrátt fyrir gagn­rýni er dóm­stóll­inn merki­legur fyrir margar sakir, meðal ann­ars að þetta er í fysta skipti sem fórn­ar­lömb fá að vera virkir þátt­tak­endur í alþjóð­legum glæpa­dóm­stól við hlið sak­sókn­ara og verj­enda. Í dóm­salnum í Phnom Penh hafa eft­ir­lif­endur harð­stjórn­ar­innar fengið að bera vitni og deila reynslu sinni og ann­arra fjöl­skyldu­með­lima sem ekki komust lífs af og krefj­ast skaða­bóta fyrir þann per­sónu­lega skaða sem þeir þurftu að þola. Lauren Crothers segir að vitn­is­burð þeirra muni seint fara úr minn­ing­unni og að sárs­auka­fullt upp­gjör þeirra við for­tíð­ina hafi málað ólýs­an­lega mynd af því hvernig það var að upp­lifa þessa tíma. „Þetta er lif­andi frá­sögn, og að heyra hana frá fyrstu hendi fær mann til að átta sig á því hversu mik­il­vægt það er að skrá­setja sög­una. Raddir þolend­anna eru núna skjal­fest­ar. Þær verða nýr kafli í sögu­bók­un­um. Það er jákvætt.“

Tím­inn sem lið­inn er frá ódæð­is­verk­unum hefur tekið sinn toll þegar kemur að áhuga almenn­ings og trú á rétt­ar­höld­un­um, sér­stak­lega á meðal yngri kyn­slóð­ar­inn­ar. Arf­leifð dóm­stóls­ins verður seint almenn sátt í kam­bódísku sam­fé­lagi. Hann er eitt skref í átt að rétt­læti fyrir þær millj­ónir manna sem létu lífið eða misstu allt sitt á þessum tíma. Þrír menn munu fara í gröf­ina sem sekir menn en skrá­settar sögur fórn­ar­lamba þeirra eru ómet­an­legar heim­ildir fyrir kom­andi kyn­slóðir og áminn­ing um þær hörm­ungar sem for­feður þeirra gengu í gegn­um. Þegar allt kemur til alls er það ef til vill stærsti sig­ur­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None