Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar, sem er skip­aður nefnd­ar­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks, leggur til að sókn­ar­gjöld verði hækkuð um 383,5 millj­ónir króna á næsta ári frá því sem lagt var til í fjár­laga­frum­varp­inu þegar það var kynnt í sept­em­ber. Verði breyt­ingin sam­þykkt, sem er afar senni­legt, munu sókn­ar­gjöld sem ríkir greiðir á hvern ein­stak­ling verða tíma­bundið 1.192 krónur í stað 1.055 króna eins og lagt var til í fjár­laga­frum­varp­in­u. 

Trú- og lífs­­­­skoð­un­­­­ar­­­­fé­lög hér á landi fá sókn­­­­ar­­­­gjöld greidd fyrir hvern skráðan ein­stak­l­ing, 16 ára og eldri. Á árinu 2022 greiðir ríkið 1.107 krónur á mán­uði á hvern ein­stak­l­ing í hverju félagi fyrir sig. Því munu fram­lögin hækka um 85 krónur á hvern ein­stak­ling í stað þess að lækka um 52 krónur líkt og fjár­laga­frum­varpið gerði ráð fyr­ir.

Tugir safn­aða tækni­lega gjald­þrota

Sá trú­ar­söfn­uður sem fær stærstan hluta sókn­ar­gjalda greiddan er þjóð­kirkj­an. 

Alls voru 58,9 pró­­­sent lands­­­manna skráðir í þjóð­­­kirkj­una 1. nóv­em­ber síð­­­ast­lið­inn. Það hlut­­fall fór í fyrsta sinn undir 60 pró­­­sent í sum­­­ar. Skráðum hefur fækkað um 1.625 frá 1. des­em­ber 2021 til 1. nóv­em­ber 2022. 

Árið 1992 voru 92,2 pró­­­­­­­­­­sent lands­­­­­­­­­­manna skráðir í þjóð­­­­­kirkj­una. Síð­­­­ast­liðna ára­tugi hefur hlut­­­­fall þeirra sem til­­­­heyra henni dreg­ist saman og frá árinu 2009 hefur með­­­­­­­limum þjóð­­­­­­­kirkj­unnar fækkað á hverju ári. 

Auglýsing
Hún hefur þrátt fyrir það ekki verið ánægð með þær upp­hæðir sem hún fær í sinn hlut á und­an­förnum árum. 

Í sam­an­tekt sem Kirkju­þing þjóð­kirkj­unnar skil­aði til fjár­laga­nefndar í haust vegna umfjöll­unar um fjár­laga­frum­varpið kom fram að það væri mat for­­manns úthlut­un­­ar­­nefndar Jöfn­un­­ar­­sjóðs sókna að það séu að minnsta kosti 30 söfn­uðir í land­inu sem geti talist vera ógjald­­færir sakir skertra sókn­­ar­gjalda. Því mætti segja að „ þeir væru tækn­i­­lega gjald­­þrota.“ 

Þar sagði enn fremur að til­­f­inn­ingin væri sú að miklu fleiri söfn­uðir séu í fjár­­hags­­vanda en að ein­hverju leyti sé vand­­anum ýtt á undan með því að draga úr þjón­­ustu og starfi og fresta við­haldi fast­­eigna.„ Jöfn­un­­ar­­sjóður hefur í ákveðnum til­­vikum haldið safn­að­­ar­­starfi á lífi með árlegum styrkjum en það er ekki hlut­verk sjóðs­ins til lengri tíma lit­ið. Það segir sig sjálft að eng­inn rekstur getur þolað tekju­­fall á bil­inu 40 - 50 pró­­sent árum saman án þess að það hafi alvar­­leg áhrif. Því til við­­bótar hefur verð­­bólga und­an­farna mán­uði og miklar vaxta­hækk­­­anir gert stöð­una enn verri.“

Telja sig eiga miklu meira inni

Í áður­nefndri sam­an­­tekt­ segir að skerð­ingin hafi verið við­var­andi frá árinu 2009 og auk­ist ár frá ári. „Ein­ungis lið­­lega helm­ingi sókn­­ar­gjalda verður skilað til safn­að­anna á næsta ári m.v. fyr­ir­liggj­andi fjár­­laga­frum­varp, eða um 52 pró­­sent af því sem ætti að ver­a.“

Þar segir enn fremur að í fjár­­laga­frum­varpi 2023 hafi verið lögð til um það bil fimm pró­­sent lækkun sókn­­ar­gjalds­ins í um það bil tíu pró­­sent verð­­bólgu og að krón­u­talan verði þar með nokkru lægri en var árið 2021, eða 1.060 krón­­ur. Sam­­kvæmt lögum ætti það að vera 2.010 krónur á næsta ári, eða 47,7 pró­­sent hærra en lagt sé til. Því vanti 960 krónur á mán­uði í hvert greitt sókn­­ar­­gjald. 

Auglýsing
Til sam­an­­burðar þá var sókn­­ar­gjaldið 975 krón­ur per gjald­anda á mán­uði árið 2020, 1080 krónur árið 2021 og 1.107 krónur í ár, að við­bættri tíma­bund­inni hækkun upp á 100 krónur per gjald­anda. Sú tíma­bundna hækkun skil­aði alls 272,4 millj­­óna króna við­­bót­­ar­út­­­gjöldum hjá rík­­is­­sjóði í fyrra. 

Sókn­­ar­­gjöld áttu að kosta rík­­is­­sjóð 2.961 millj­­ónir króna á næsta ári sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu. Nú er ljóst að sú upp­hæð hækkar um 383,5 millj­ónir króna. 

Heild­ar­kostn­aður vegna trú­mála um 8,8 millj­arðar á ári

Sókn­ar­gjöldin eru þó fjarri því einu útgjöld rík­is­sjóðs vegna trú­mála. Alls verður fram­lag rík­is­sjóðs til trú­mála á næsta ári, þegar allt er til talið,  tæp­lega 8,8 millj­arðar króna sam­kvæmt breyt­ing­ar­til­lögu meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar. 

Í sam­ræmi við nýjan við­­­­bót­­­­ar­­­­samn­ing um end­­­­­ur­­­­­skoðun á kirkju­jarð­­­­­ar­­­­­sam­komu­lag­inu frá 1997 og samn­ingi um rekstr­­­­­ar­­­­­kostnað kirkj­unnar frá 1998 sem var und­ir­­­­rit­aður fyrir tæpum þremur árum fær þjóð­­­­kirkjan þorra þess­­­­arar upp­­­­hæð­­­­ar. Árlega fær hún fram­lög frá rík­­­­­inu á grund­velli kirkju­jarða­­­­­sam­komu­lags­ins sem og fram­lög sem renna til Kirkju­­­­­mála­­­­­sjóðs og Jöfn­un­­­­­ar­­­­­sjóðs sókna, auk meg­in­þorra sókn­­­ar­gjalda. Í kirkju­jarða­­­­sam­komu­lag­inu fólst að ríkið yfir­­­­tók hund­ruð jarða sem kirkjan átti upp­­­­haf­­­­lega, gegn því að greiða laun presta.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent