Sólveig Anna: Samningurinn í gær er „draumasamningur íslenskrar auðstéttar“

Formaður Eflingar segir félagið ekki ætla að láta „láta smala okkur inn í einhverja rétt sem Samtök atvinnulífsins hafa reist til þess að þurfa einhvern veginn að gleypa það sem aðrir hafa undirritað og það sem við teljum óásættanlegt.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, fagnar ekki kjara­samn­ingi VR, LÍV og sam­flots iðn­að­ar­manna við Sam­tök atvinnu­lífs­ins sem und­ir­rit­aður var í gær og gagn­rýnir vinnu­brögðin sem við­höfð voru við samn­ings­gerð­ina harð­lega. „Að láta sem svo að mara­þon­fundir séu ein­hvern veg­inn eitt­hvað til að dásama þegar stað­reyndin er sú að með því að fall­ast strax á nálg­un­ina um skamm­tíma­samn­ing þá glutr­uðu menn frá sér tæki­fær­inu til að byggja upp raun­veru­lega sam­stöð­u.“

Þetta kom fram í við­tali við hana í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun

Hún segir að til­boði Efl­ingar um gerð skamm­tíma­samn­ings, sem hljóð­aði upp á 56.700 króna flata krónu­tölu­hækkun á öll laun og 15 þús­und króna fram­færslu­upp­bót til við­bótar auk útgreiðslu hag­vaxt­ar­auka vegna síð­ustu samn­inga, gegn því að semja út jan­úar 2024 hafi ein­fald­lega ekki verið svar­að. Sól­veig Anna segir að Efl­ing­ar­fólk hafi gert sér gein fyrir því að þau yrðu sett aft­ast í röð­ina þar sem full vit­neskja væri innan Sam­taka atvinnu­lífs­ins um að þau muni sækja hart fram. „Við­brögð Sam­taka atvinnu­lífs­ins hafa verið bók­staf­lega eng­in. Við erum ennþá að bíða eftir því að rík­is­sátta­semj­ari setji niður fund. Ég reikna nú með því fyrst að þessi stór­kost­legi sig­ur, innan gæsalappa, hafi unn­ist að láta menn þarna skrifa undir þennan drauma­samn­ing íslenskrar auð­stéttar þá komi nú brátt að okk­ur.“

Sól­veig Anna reiknar með að fundur með Efl­ingu verði boð­aður í dag og að fundað verði í þess­ari viku. „Þá fáum við að sjá hvað útsend­urum íslenskrar auð­stéttar þókn­ast að segja við okkur á þeim fund­i.“

Búið að semja við 80 pró­sent almenna mark­að­ar­ins

Samið var um 6,75 pró­sent launa­hækk­anir fyrir félags­menn VR, LÍV og sam­flot iðn­að­ar­manna í gær, út jan­úar 2024. Þær geta mest orðið 66 þús­und krónur á mán­uði. Áður hafði Starfs­greina­sam­band Íslands samið um krónu­tölu­hækk­anir sem geta mest orðið 52 þús­und krónur á mán­uði. Inni í þessum tölum er hinn svo­kall­aði hag­vaxt­ar­auki, sem samið var um í lífs­kjara­samn­ing­unum sem gerðir voru 2019 og hefði feng­ist greiddur næsta vor hvort sem samist hefði eður ei. Verði þessir samn­ingar sam­þykktir mun vera búið að semja fyrir um 80 pró­sent af almenna mark­aðn­um. 

Auglýsing
Sólveig Anna gagn­rýnir þessa samn­inga í rúm­lega níu pró­sent verð­bólgu og miklum hag­vexti og tekur undir orð Stef­áns Ólafs­son­ar, sér­fræð­ings hjá Efl­ingu, sem sagði að sér virt­ist sem að samið hefði verið af sér í bull­andi hag­vexti. Hún gagn­rýnir líka orð­ræðu um að nýju samn­ing­arnir taki við af lífs­kjara­samn­ing­unum og bendir á að þeir muni skila mun minni kaup­mátt­ar­aukn­ingu ef ein­hverri en fyrri samn­ing­ar. Auk þess voru samn­ing­arnir sem skrifað var undir í gær pró­sentu­samn­ingar á meðan að lífs­kjara­samn­ing­ur­inn var krónu­tölu­samn­ing­ur.

Ætla ekki að láta smala sér í rétt sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa reist

Sól­veig Anna segir að Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, þreyt­ist ekki á að að til­kynna að nú standi þeir sem hafi ekki enn samið frammi fyrir samn­ingum sam­bæri­legum þeim sem þegar hafi verið skrifað und­ir. Þeir sem fyrstir skrifa undir leggi lín­urn­ar. „Það var auð­vitað full vit­neskja um það við samn­inga­borðið milli starfs­greina­sam­bands­ins og Sam­taka atvinnu­lífs­ins að þetta yrði sú nálgun sem yrði farið í. Við munum ekki sætta okkur við þetta og við munum ekki láta smala okkur inn í ein­hverja rétt sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa reist til þess að þurfa ein­hvern veg­inn að gleypa það sem aðrir hafa und­ir­ritað og það sem við teljum óásætt­an­legt. Ég reikna með því að það sé tölu­verð bar­átta framundan hjá Efl­ing­ar­fólki.“

Auglýsing
Ríkisstjórnin kynnti til­lögur í gær sem eiga að liðka fyrir kjara­samn­ing­um, en í þeim fel­ast meðal ann­ars bygg­ing meira hús­næð­is, hækkun bóta og breytt barna­bóta­kerfi. Sól­veig Anna segir að Efl­ing eigi eftir að greina til­lög­urnar bet­ur. Henni sýn­ist sem þær flestar hafi hvort eð er átt fram að ganga og að hrika­legt væri að þurfa að „horfast í augu við það að tæki­færið sem opn­ast á kjara­samn­ings­vetri til þess að sækja fram sam­einuð og ná ein­hverju sem raun­veru­lega skilar verka- og lág­launa­fólki, vinn­andi fólki, ein­hverju sem tekur því að tala um, því var bara glutrað nið­ur. Það var bara gefið frá sér ein­hvern veg­inn á, liggur við, fyrstu mín­útum sem menn löbbuðu inn í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara.“

Segir „öm­ur­legt“ að lands­byggðin og hærri laun­aðir hafi ekki staðið með leigu­tökum

Hún bendir á að um 50 pró­sent af félags­fólki Efl­ingar sé á leigu­mark­aði og að sá mark­aður hafi breyst í skrímsli. Það að engin nið­ur­staða hafi náðst í að koma á ein­hvers­konar leigu­þaki eða -bremsu sé þyngra en tárum taki. „Ég veit ekki hvort við í Efl­ingu náum að magna upp nógu mikla pressu á stjórn­völd til að skila okkur ein­hverju meira. Við munum auð­vitað reyna það og leggja mikið á okkur til að ná ein­hverju slíku fram. En þegar stórir sigrar hafa unn­ist hjá sam­tökum vinn­andi fólks með risa­stór mál­efni eins og raun­veru­lega upp­bygg­ingu á hús­næði þá hefur það verið vegna þess að fólk er kannski ósam­mála um ýmis­legt en það nær að sam­ein­ast um risa­stór mál­efni sem sam­staða nær um að séu félags­lega og sam­fé­lags­lega svo mik­il­væg að það þurfi að gera eitt­hvað í þeim.“ Sól­veig Anna segir að hús­næð­is­málin hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu séu þannig mál­efni. „Það að lands­byggð­ar­fé­lögin og svo félög hærri laun­aðra, sem eru ekki í þeirri stöðu að vera með 50 pró­sent sinna félags­manna á leigu­mark­aði, hafi ein­hvern veg­inn ekki viljað standa með okkur í þessu, er afskap­lega ömur­legt að upp­lifa.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent