Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár

Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.

Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Auglýsing

Íslands­banki telur að stýri­vextir verði hækk­aðir um 1,25 pró­sentu­stig á árinu, sam­hliða rúm­lega fjög­urra pró­senta hag­vexti. Einnig býst bank­inn við að hús­næð­is­verð tak­ist að róast með­fram vaxta­hækk­un­unum og auknu fram­boði íbúða. Þetta kemur fram í nýrri þjóð­hags­spá Íslands­banka, sem birt­ist á vef bank­ans í morg­un.

Sterkt gengi, margir túristar og lítið atvinnu­leysi

Þjóð­hags­spáin er nokkuð björt, en í henni er gert ráð fyrir að allt að 1,2 millj­ónir ferða­manna komi til lands­ins í ár og að gengið styrk­ist um átta til níu pró­sent yfir árið. Sömu­leiðis býst bank­inn við að atvinnu­leysi hjaðni og verði að með­al­tali 4,5 pró­sent á árinu.

Bank­inn telur einnig að verð­bólgan, sem mælist nú um fimm pró­sent, verði komin niður í 3,2 pró­sent í lok þessa árs og rétt undir 2,5 pró­senta verð­bólgu­mark­mið­inu á næsta ári. Sú spá byggir á væntri geng­iss­styrk­ingu krón­unnar á árinu, auk vænt­inga um að kjara­samn­ingar ógni ekki verð­stöð­ug­leika, að fram­boðs­hnökrar sem hafa orðið erlendis hverfi á árinu og að íbúða­verð hækki mun minna en í fyrra.

Auglýsing

Minni hækkun íbúða­verðs

For­sendan um minni verð­hækk­anir á íbúða­mark­aði byggja á vonum um að hús­næð­is­fram­boð taki við sér á árinu. Sam­kvæmt bank­anum rímar þær vonir við taln­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins frá sept­em­ber síð­ast­liðn­um, en sam­kvæmt þeim var tölu­verð aukn­ing á íbúðum í bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á fyrri bygg­ing­ar­stig­um.

Íslands­banki nefnir einnig að Seðla­bank­inn hafi gripið til ýmissa aðgerða til að stemma stigu við hraða hækkun íbúða­verðs. „Þessar aðgerðir munu koma til með að hafa áhrif á íbúða­mark­að­inn í vax­andi mæli á kom­andi miss­erum,“ segir í spánni.

Ein þess­ara aðgerða var hækkun stýri­vaxta, en þeir fóru úr 0,75 pró­sentum í tvö pró­sent í fyrra. Íslands­banki gerir ráð fyrir að vext­irnir muni halda áfram að hækka jafn­hratt og enda í 3,25 pró­sentum í lok árs­ins. Sam­kvæmt bank­anum er lang­tíma­jafn­vægi stýri­vaxta þó nálægt fjórum pró­sent­um, svo búist er við áfram­hald­andi vaxta­hækkun á næsta ári.

Síð­asta ár umfram spár

Þrátt fyrir nýjar og óvæntar bylgjur af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum var efna­hags­þró­unin á síð­asta ári mun betri en Íslands­banki gerði ráð fyrir í þjóð­hags­spánni sinni í jan­úar 2021. Þar bjóst bank­inn við að 9,4 pró­senta atvinnu­leysi að með­al­tali yfir árið og 3,2 pró­senta hag­vexti. Bank­inn áætlar nú að atvinnu­leysið hafi ein­ungis verið 7,7 pró­sent að með­al­tali í fyrra en að hag­vöxt­ur­inn hafi alls náð 4,1 pró­senti.

Sam­kvæmt Íslands­banka hafa und­an­farnir árs­fjórð­ungar sýnt fram á þol hag­kerf­is­ins gagn­vart sveiflum og smitum í sótt­vörn­um. Því myndi þrá­lát­ari far­aldur í versta lagi seinka þeim hag­vexti sem búist er við, en lík­lega ekki riðla honum að ráði til með­al­langs tíma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent