Spaugstofan, sem haldið hefur úti háðsádeiluþætti í íslensku sjónvarpi nær óslitið í tæpa þrjá áratugi, hefur áhuga á að setja upp þjóðfélagslega háðsádeilu sína í leikhúsi. Þetta upplýsti Karl Ágúst Úlfsson, einn Spaugstofumanna, í Morgunútgáfu RÚV í morgun.
Tilkynnt var í upphafi viku að Spaugstofan yrði ekki á dagskrá Stöðvar 2 í vetur, en þar hafa þættirnir verið sýndir síðastliðin fjögur ár eftir að RÚV endurnýjaði ekki samning sinn við þá. Karl Ágúst sagði ástandið í þjóðfélaginu vera brjálað og þjóði þyrfti því á háðsádeilu á ástandinu að halda. Spaugstofumenn, sem eru í grunninn leikhúsmenn, hafi hug á því að setja upp háðádeilu á sviði til að svala þessari þörf. Sýningin gæti jafnvel verið breytileg viku frá viku, til að endurspegla það nýjasta sem gera þyrfti grín að í samfélaginu.