Starfsfólki í sendiráðum fækkað mikið og kostnaður dregist saman um 30%

IMG_4699.jpg
Auglýsing

Kostn­aður við rekstur sendi­skrif­stofa Íslands í öðrum ríkjum dróst saman um 30 pró­sent frá 2007 til 2013, sé miðað við þróun gengis og verð­bólgu í þessum ríkj­u­m. 22 sendi­skrif­stofur eru starf­ræktar á vegum Íslands í 18 lönd­um. Þetta kemur allt fram í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar á sendi­skrif­stofum Íslands í útlönd­um, sem var unnin fyrir Alþingi og birt í dag.

Af þessum 22 sendi­skrif­stofum voru 14 starf­ræktar þannig í fyrra að þær voru undir við­miðum um lág­marks­fjölda útsendra starfs­manna. Form­legt við­mið sem Norð­ur­löndin hafa sett sér í þessum málum er að minnst þrír útsendir starfs­menn séu á hverjum stað, það er sendi­herra, vara­maður og rit­ari eða aðstoð­ar­mað­ur, og utan­rík­is­ráðu­neytið seg­ist í svörum sínum að það sé við­mið sem einnig sé starfað eftir í ráðu­neyt­inu. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur þó til þess að sett verði form­legt við­mið um mönn­un.

Kostn­aður vegna hús­næðis sendi­skrif­stofa nam 860 millj­ónum króna árið 2013, eða um fjórð­ungi af rekstr­ar­kostn­aði þess árs. Rík­is­end­ur­skoðun bendir á það að fast­eigna­við­skipti skekki rekstr­ar­nið­ur­stöðu þar sem kaup eru gjald­færð í bók­haldi en sala ekki tekju­færð þar, heldur renna tekj­urnar beint í rík­is­sjóð. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur því til þess að ráðu­neytið óski eftir sér­stökum fjár­laga­lið fyrir fast­eigna­við­skipti til að auka gegn­sæi og fá skýr­ari mynd af eig­in­legum rekstri.

Auglýsing

Í skýrsl­unni kemur líka fram að laun og launa­tengd gjöld námu 1,6 millj­arði króna árið 2013, eða 52% af rekstr­ar­kostn­aði. Það ár voru starfs­menn á sendi­skrif­stofum 121 tals­ins en árið 2014 voru þeir orðnir 108. Af þessum 108 voru 48 sendir út af hálfu ráðu­neyt­is­ins en 60 voru ráðnir á hverjum stað. Útsendu starfs­fólki fækk­aði um fjórð­ung milli áranna 2007 og 2014, og stað­ar­ráðnu starfs­fólki um 13 pró­sent.

Þurfa að vinna mark­visst að kynja­jafn­réttiÞá vekur Rík­is­end­ur­skoðun einnig athygli á því að sendi­herrar og sendi­full­trúar hafi und­an­farin tíu ár verið nær ein­göngu karl­ar, en í tveimur neðri flokkum diplómat­ískra stöðu­heita, sendi­ráðu­nauta og sendi­ráðs­rit­ara, hafi kynja­hlut­föll verið jafn­ari. Utan­rík­is­ráðu­neytið segir að karlar hafi verið í miklum meiri­hluta nýráð­inna háskóla­mennt­aðra starfs­manna fyrir 1997, og því séu þeir í meiri­hluta eldri og reynslu­meiri starfs­manna. Þetta muni hins vegar jafn­ast mikið á næstu árum, þar sem að frá 1997 hafi álíka margir karlar og konur verið ráð­in. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur ráðu­neytið til þess að beita sér sér­stak­lega til að stuðla að því að störf flokk­ist ekki í sér­stök kvenna- eða karla­störf.

Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, segir í frétt um skýrsl­una á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins að hún sé í öllum aðal­at­riðum jákvæð og stað­festi að sendi­skrif­stofur Íslands séu vel reknt­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None