Starfsfólki í sendiráðum fækkað mikið og kostnaður dregist saman um 30%

IMG_4699.jpg
Auglýsing

Kostn­aður við rekstur sendi­skrif­stofa Íslands í öðrum ríkjum dróst saman um 30 pró­sent frá 2007 til 2013, sé miðað við þróun gengis og verð­bólgu í þessum ríkj­u­m. 22 sendi­skrif­stofur eru starf­ræktar á vegum Íslands í 18 lönd­um. Þetta kemur allt fram í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar á sendi­skrif­stofum Íslands í útlönd­um, sem var unnin fyrir Alþingi og birt í dag.

Af þessum 22 sendi­skrif­stofum voru 14 starf­ræktar þannig í fyrra að þær voru undir við­miðum um lág­marks­fjölda útsendra starfs­manna. Form­legt við­mið sem Norð­ur­löndin hafa sett sér í þessum málum er að minnst þrír útsendir starfs­menn séu á hverjum stað, það er sendi­herra, vara­maður og rit­ari eða aðstoð­ar­mað­ur, og utan­rík­is­ráðu­neytið seg­ist í svörum sínum að það sé við­mið sem einnig sé starfað eftir í ráðu­neyt­inu. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur þó til þess að sett verði form­legt við­mið um mönn­un.

Kostn­aður vegna hús­næðis sendi­skrif­stofa nam 860 millj­ónum króna árið 2013, eða um fjórð­ungi af rekstr­ar­kostn­aði þess árs. Rík­is­end­ur­skoðun bendir á það að fast­eigna­við­skipti skekki rekstr­ar­nið­ur­stöðu þar sem kaup eru gjald­færð í bók­haldi en sala ekki tekju­færð þar, heldur renna tekj­urnar beint í rík­is­sjóð. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur því til þess að ráðu­neytið óski eftir sér­stökum fjár­laga­lið fyrir fast­eigna­við­skipti til að auka gegn­sæi og fá skýr­ari mynd af eig­in­legum rekstri.

Auglýsing

Í skýrsl­unni kemur líka fram að laun og launa­tengd gjöld námu 1,6 millj­arði króna árið 2013, eða 52% af rekstr­ar­kostn­aði. Það ár voru starfs­menn á sendi­skrif­stofum 121 tals­ins en árið 2014 voru þeir orðnir 108. Af þessum 108 voru 48 sendir út af hálfu ráðu­neyt­is­ins en 60 voru ráðnir á hverjum stað. Útsendu starfs­fólki fækk­aði um fjórð­ung milli áranna 2007 og 2014, og stað­ar­ráðnu starfs­fólki um 13 pró­sent.

Þurfa að vinna mark­visst að kynja­jafn­réttiÞá vekur Rík­is­end­ur­skoðun einnig athygli á því að sendi­herrar og sendi­full­trúar hafi und­an­farin tíu ár verið nær ein­göngu karl­ar, en í tveimur neðri flokkum diplómat­ískra stöðu­heita, sendi­ráðu­nauta og sendi­ráðs­rit­ara, hafi kynja­hlut­föll verið jafn­ari. Utan­rík­is­ráðu­neytið segir að karlar hafi verið í miklum meiri­hluta nýráð­inna háskóla­mennt­aðra starfs­manna fyrir 1997, og því séu þeir í meiri­hluta eldri og reynslu­meiri starfs­manna. Þetta muni hins vegar jafn­ast mikið á næstu árum, þar sem að frá 1997 hafi álíka margir karlar og konur verið ráð­in. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur ráðu­neytið til þess að beita sér sér­stak­lega til að stuðla að því að störf flokk­ist ekki í sér­stök kvenna- eða karla­störf.

Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, segir í frétt um skýrsl­una á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins að hún sé í öllum aðal­at­riðum jákvæð og stað­festi að sendi­skrif­stofur Íslands séu vel reknt­ar.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None