Starfsfólki í sendiráðum fækkað mikið og kostnaður dregist saman um 30%

IMG_4699.jpg
Auglýsing

Kostn­aður við rekstur sendi­skrif­stofa Íslands í öðrum ríkjum dróst saman um 30 pró­sent frá 2007 til 2013, sé miðað við þróun gengis og verð­bólgu í þessum ríkj­u­m. 22 sendi­skrif­stofur eru starf­ræktar á vegum Íslands í 18 lönd­um. Þetta kemur allt fram í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar á sendi­skrif­stofum Íslands í útlönd­um, sem var unnin fyrir Alþingi og birt í dag.

Af þessum 22 sendi­skrif­stofum voru 14 starf­ræktar þannig í fyrra að þær voru undir við­miðum um lág­marks­fjölda útsendra starfs­manna. Form­legt við­mið sem Norð­ur­löndin hafa sett sér í þessum málum er að minnst þrír útsendir starfs­menn séu á hverjum stað, það er sendi­herra, vara­maður og rit­ari eða aðstoð­ar­mað­ur, og utan­rík­is­ráðu­neytið seg­ist í svörum sínum að það sé við­mið sem einnig sé starfað eftir í ráðu­neyt­inu. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur þó til þess að sett verði form­legt við­mið um mönn­un.

Kostn­aður vegna hús­næðis sendi­skrif­stofa nam 860 millj­ónum króna árið 2013, eða um fjórð­ungi af rekstr­ar­kostn­aði þess árs. Rík­is­end­ur­skoðun bendir á það að fast­eigna­við­skipti skekki rekstr­ar­nið­ur­stöðu þar sem kaup eru gjald­færð í bók­haldi en sala ekki tekju­færð þar, heldur renna tekj­urnar beint í rík­is­sjóð. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur því til þess að ráðu­neytið óski eftir sér­stökum fjár­laga­lið fyrir fast­eigna­við­skipti til að auka gegn­sæi og fá skýr­ari mynd af eig­in­legum rekstri.

Auglýsing

Í skýrsl­unni kemur líka fram að laun og launa­tengd gjöld námu 1,6 millj­arði króna árið 2013, eða 52% af rekstr­ar­kostn­aði. Það ár voru starfs­menn á sendi­skrif­stofum 121 tals­ins en árið 2014 voru þeir orðnir 108. Af þessum 108 voru 48 sendir út af hálfu ráðu­neyt­is­ins en 60 voru ráðnir á hverjum stað. Útsendu starfs­fólki fækk­aði um fjórð­ung milli áranna 2007 og 2014, og stað­ar­ráðnu starfs­fólki um 13 pró­sent.

Þurfa að vinna mark­visst að kynja­jafn­réttiÞá vekur Rík­is­end­ur­skoðun einnig athygli á því að sendi­herrar og sendi­full­trúar hafi und­an­farin tíu ár verið nær ein­göngu karl­ar, en í tveimur neðri flokkum diplómat­ískra stöðu­heita, sendi­ráðu­nauta og sendi­ráðs­rit­ara, hafi kynja­hlut­föll verið jafn­ari. Utan­rík­is­ráðu­neytið segir að karlar hafi verið í miklum meiri­hluta nýráð­inna háskóla­mennt­aðra starfs­manna fyrir 1997, og því séu þeir í meiri­hluta eldri og reynslu­meiri starfs­manna. Þetta muni hins vegar jafn­ast mikið á næstu árum, þar sem að frá 1997 hafi álíka margir karlar og konur verið ráð­in. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur ráðu­neytið til þess að beita sér sér­stak­lega til að stuðla að því að störf flokk­ist ekki í sér­stök kvenna- eða karla­störf.

Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, segir í frétt um skýrsl­una á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins að hún sé í öllum aðal­at­riðum jákvæð og stað­festi að sendi­skrif­stofur Íslands séu vel reknt­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None