Stefán Einar Stefánsson ráðinn blaðamaður á Morgublaðinu

Ritstjórn Kjarnans

Stefán Einar Stef­áns­son, fyrrum for­maður VR, hefur verið ráð­inn sem blaða­maður á Morg­un­blað­inu. Stefán Einar mun starfa á við­skipta­f­rétta­deild blaðs­ins og hóf störf í dag. Frá þessu er greint á vef DV. Stefán Einar er með BA í guð­fræði og MA í við­skiptasið­fræði. Hann hefur starfað sem for­maður VR, stunda­kenn­ari við HR og fram­kvæmda­stjóri hins íslenska bibl­íu­fé­lags.

Stefán Einar var kjör­inn for­maður VR árið 2011. Hann hlaut 20,6 pró­sent atkvæða í kosn­ingu þar sem sjö voru í fram­boði sem dugði til sig­urs.  Kjör­sókn var sautján pró­sent. Í næstu kosn­ing­um, sem fóru fram árið 2013, tap­aði hann með miklum mun fyrir Olafíu B. Rafns­dótt­ur, núver­andi for­manni VR. Hún hlaut 76 pró­sent atkvæða á meðan Stefán Einar fékk 24 pró­sent.

Meira úr Kjarnanum