Stjórnarformaður RÚV svarar Guðlaugi Þór fullum hálsi

R--v-2.jpg
Auglýsing

Ingvi Hrafn Ósk­ars­son, lög­maður og stjórn­ar­for­maður RÚV, skrifar harð­yrta grein í Morg­un­blaðið í dag undir fyr­ir­sögn­inni „Rök­þrot þing­manns­ins?“ þar sem hann ræðst að full­yrð­ingum Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, alþing­is­manns, um fjár­mál félags­ins.

Í grein­inni sakar Ingvi Hrafn Guð­laug Þór um að hafa sett fram hæpnar full­yrð­ingar um fjár­mál Rík­is­út­varps­ins að und­an­förnu. „Hefur hann m.a. borið brigður á þá kunnu stað­reynd, sem greint var frá í frétta­tíma Rík­is­út­varps­ins, að Alþingi hefur jafnan ákveðið í fjár­lögum að Rík­is­út­varpið fái ekki útvarps­gjaldið óskert. Taldi frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins óhjá­kvæmi­legt að árétta frétt sína um útvarps­gjaldið af þessu til­efni. Guð­laugur telur sig greini­lega hafa fengið hirt­ingu sem undan svíður og krefst nú afsök­unar frá Rík­is­út­varp­in­u.“

Stað­lausir stafir þing­manns­ins um fjár­mál RÚVÞá skrifar stjórn­ar­for­maður RÚV: „Vand­inn er hins vegar sá að á und­an­förnum vikum hefur Guð­laugur ítrekað ferið fram með stað­lausa stafi um fjár­mál Rík­is­út­varps­ins og beitt fyrir sig útúr­snún­ingum sem hvergi snerta kjarna máls­ins. Hann verður að sætta sig við að á það sé bent.“

Ingvi Hrafn sakar Guð­laug Þór um að hafa borið á borð „talna­leik­fimi“ með því að vísa hálfan ára­tug, eða lengra, aftur í tím­ann til þess að finna rök­stuðn­ing fyrir máli sínu. „Guð­laugur burð­ast við að reikna út hver fjár­fram­lög Rík­is­út­varps­ins voru fyrir árið 2009, með mis­tækum árangri, eins og það hafi nokkra ein­ustu þýð­ingu fyrir umræðu um þá stöðu sem nú er upp­i.“

Auglýsing

Ein­kenni­legur við­snún­ingurIngvi Hrafn bendir á í grein sinni að á síð­ast­liðnum fimm árum hafi um 1.650 millj­ónum króna af inn­heimtu útvarps­gjaldi verið ráð­stafað til ann­arra verk­efna hins opin­bera. „Ein­kenni­leg­ast er þó að Guð­laugur bregst ekki við árétt­ingu Rík­is­út­varps­ins með því að draga fram stað­reyndir máls­ins, t.d. með því að leggja fram upp­lýs­ingar úr fjár­lögum und­an­geng­inna ára. Þess í stað kveður hann Stein­grím J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, til vitnis í mál­inu, þar sem Stein­grímur mun ein­hvern tím­ann hafa sagt eitt­hvað svipað og hann sjálf­ur. Það virð­ist að mati þing­manns­ins vera full­nægj­andi grund­völlur fyrir kröfu hans um afsök­un.“

Að end­ingu skrifar stjórn­ar­for­maður RÚV: „Hlýtur að telj­ast nokk­urt nýmæli að þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins leggi slíkt traust á yfir­lýs­ingar og upp­lýs­ingar frá Stein­grími J. Fram til þessa hefur traust milli þing­mann­anna tveggja ekki virst gagn­kvæmt. Það skyldi þó ekki vera að Guð­laugur grípi þetta síð­asta hálm­strá þegar rök­þrot blasir við?“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None