Stjórnendur N1 með tólf til átján mánaða uppsagnarfrest

n1.jpg
Auglýsing

Stjórn­endur hjá almenn­ings­hluta­fé­lag­inu N1 eru með tólf til átján mán­aða upp­sagn­ar­frest, að því er fram kemur í útboðs­lýs­ingu­lýs­ingu félags­ins í tengslum við skrán­ingu þess á mark­að, og þar af er þáver­andi fjár­mála­stjóri og nú nýr for­stjóri, Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son, með lengsta frest­inn, átján mán­uði eða eitt og hálft ár.

Nýverið voru for­stjóra­skipti hjá félag­inu, þegar Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son hætti sem for­stjóri, eftir að stjórn félags­ins ákvað að breyta til í yfir­stjórn­inni, og Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son fjár­mála­stjóri tók við sem for­stjóri. Í til­kynn­ingu N1 til kaup­hall­ar­innar vegna skipt­anna kemur fram að staða fjár­mála­stjór­ans verði aug­lýst á næst­unni, og þakkar Mar­grét Guð­munds­dótt­ir, stjórn­ar­for­mað­ur, Egg­erti Bene­dikt fyrir vel unnin störf í þágu félags­ins.

Í útboðs­lýs­ing­unni kemur enn fremur fram að stjórn­endur hjá N1 mega ekki vinna hjá sam­keppn­is­að­ila í allt að tvö ár eftir að þeir láta að störfum fyrir N1.

Auglýsing

Stjórn félags­ins til­kynnti um það 25. febr­úar síð­ast­lið­inn að til standa að lækka hlutafé félags­ins um 230 millj­ónir að nafn­virði, og greiða tæp­lega þrjá millj­arða króna til hlut­hafa þegar sam­þykki hlut­hafa­fundar og yfir­valda hefur feng­ist. Þetta er í annað skiptið á innan við hálfu ári sem hlutafé félags­ins er lækkað og arður greiddur út til hlut­hafa. Í októ­ber í fyrra var hlut­féð lækkað um 300 millj­ónir að nafn­virði, og tæp­lega fjórir millj­arðar greiddir í arð til hlut­hafa félags­ins. Sam­þykki hlut­hafa­fundur að lækka hluta­féð um 230 millj­ónir til við­bót­ar, eins og fast­lega má búast við að verði nið­ur­stað­an, þá hafa hlut­hafar tekið tæpa sjö millj­arða úr félag­inu í formi arð­greiðslna á innan við hálfu ári.

Rekstur N1 í fyrra gekk í takt við áætl­an­ir, en hagn­aður félags­ins nam 1,6 millj­örðum króna í fyrra. Í árs­lok var eigið fé félags­ins 11,4 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fall 49 pró­sent.

Gengi N1 á mark­aði kaup­hall­ar­inn er nú 28,9, og hefur hækkað umtals­vert frá skrán­ingu í lok árs 2013. Á rúm­lega einu ári hefur gengi bréfa félags­ins hækkað úr 18,8 í 28,9 og munar þar ekki síst um fyrr­nefndar aðgerð­ir, þar sem hlutafé félags­ins var lækkað og arður greiddur út til hlut­hafa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None