Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn og stjórnendur Samskipa og Eimskipa til embættis Sérstaks saksóknara fyrir meint brot á samkeppnislögum. Grunur leikur á að félögin hafi stundað ólöglegt samráð um árabil, en félögin sinna um tveimur þriðju allra farmflutninga til og frá landinu.
Kæran byggir á gögnum sem Samkeppniseftirlitið haldlagði í húsleitum sem það framkvæmdi hjá fyrirtækjunum tveimur og dótturfélögum þeirra í septembermánuði á síðasta ári og svo aftur í sumar.
Á meðal þeirra kærðu eru Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa, Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa og Ásbjörn Gíslason, framkvæmdastjóri hjá erlendu dótturfélagi Samskipa.
Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV, en Kastljósið fjallar ítarlega um málið í kvöld.