Stjórnvöld hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að koma ekki í veg fyrir brot á starfsmönnum

Þingmaður Samfylkingarinnar gerði nýlega niðurstöðu Félagsdóms í ágreiningi Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins að umtalsefni á þinginu í vikunni. Forsætisráðherra sagði að dómurinn yrði tekinn alvarlega.

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar
Auglýsing

Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra hvað henni fynd­ist um nið­ur­stöðu Félags­dóms í máli Flug­freyju­fé­lags Íslands gegn Icelandair í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í vik­unni. Hún spurði meðal ann­ars hvernig Katrín teldi að bregð­ast ætti við nið­ur­stöð­unni og hvernig rík­is­stjórnin ætl­aði að axla ábyrgð í þessu máli. Ráð­herra svar­aði og sagði að taka þyrfti málið alvar­lega og draga lær­dóm af nið­ur­stöð­unni.

RÚV greindi frá mál­inu í vik­unni en það sner­ist um það hvort starfs­aldur ætti að ráða þegar Icelandair end­ur­réði flug­freyjur sem sagt var upp starfi fyrir tveimur árum. ASÍ höfð­aði mál fyrir Félags­dómi gegn Sam­tökum atvinnu­lífs­ins. Icelandair sagði upp um 95 pró­sent flug­freyja meðan á kjara­við­ræðum stóð. Eftir að þær kol­felldu kjara­samn­ing var talað um að ráða fólk úr öðru stétt­ar­fé­lagi. Sam­kvæmt dómi Félags­dóms bar Icelandair að fara eftir starfs­aldri þegar félagið aft­ur­kall­aði upp­sagnir flug­freyja og flug­þjóna sem kynntar voru í fyrra­sum­ar. Icelandair var gert að greiða ASÍ fyrir hönd Flug­freyju­fé­lags­ins 800 þús­und krónur í máls­kostn­að.

Fram kemur í frétt RÚV að gerð hafi verið sú eðli­lega krafa að Icelanda­ir, sem hafði þegið stuðn­ing rík­is­ins við að segja fólki upp, réði starfs­fólkið inn aftur í starfs­ald­urs­röð þegar starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins leyfði. Icelandair hafði ekki gert það heldur valið úr hópnum eftir eigin geð­þótta. Nið­ur­staða Félags­dóms var skýr varð­andi það að Icelandair hefði borið að fara eftir starfs­aldri þegar félagið aft­ur­kall­aði upp­sagnir flug­freyja og flug­þjóna.

Auglýsing

Ráð­herrum hefði verið ljós gall­inn í upp­sagn­ar­leið­inni

Oddný sagði í fyr­ir­spurn sinni að við afgreiðslu upp­sagn­ar­leið­ar­innar vorið 2020 hefði hún lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu um að skýrt yrði kveðið á um það í lög­unum að end­ur­ráðn­ing skyldi verða í starfs­ald­urs­röð.

„Sú til­laga var felld. Reyndar voru það aðeins þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar sem greiddu henni atkvæði ásamt einum hátt­virtum þing­manni utan flokka. Milli umræðna um málið hafði for­seti ASÍ sent öllum þing­mönnum bréf um mik­il­vægi þess að slík til­laga yrði sam­þykkt. Stjórn­ar­þing­mönnum og ráð­herrum í rík­is­stjórn­inni var því alveg ljóst hver gall­inn var á frum­varp­inu en höfn­uðu til­lög­unni og gáfu með því skýr skila­boð til fyr­ir­tækja og Sam­taka atvinnu­lífs­ins um að starfs­aldur skipti ekki máli við end­ur­ráðn­ingu. Brotið var á starfs­mönnum og stjórn­völd tóku með­vit­aða ákvörðun um að koma ekki í veg fyrir það.“

Spurði hún í fram­hald­inu Katrínu hvernig hún teldi að bregð­ast ætti við nið­ur­stöðu Félags­dóms og hvernig rík­is­stjórnin ætl­aði að axla ábyrgð í þessu máli.

„Slíka dóma á að taka alvar­lega af hálfu stjórn­valda“

Katrín svar­aði og sagði að það væri mjög mik­il­vægt að rík­is­stjórnin og ráð­herra vinnu­mark­aðs­mála tæki nið­ur­stöð­una nú til skoð­unar því að þetta væri það fyr­ir­komu­lag sem Íslend­ingar hefðu á vinnu­mark­aði til að leysa ágrein­ings­mál. Nið­ur­staðan væri algjör­lega skýr.

„Hátt­virtur þing­maður spyr: Hver verða við­brögð­in? Þessi dómur er tek­inn alvar­lega og hann mun verða okkur lær­dómur í fram­hald­inu. Það er í raun og veru það skýrasta sem ég get sagt um þetta. Ég vil líka segja það skýrt að slíka dóma á að taka alvar­lega af hálfu stjórn­valda þegar kemur að fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lagi, til að mynda laga­breyt­ingum og öðru,“ sagði ráð­herr­ann.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Fyr­ir­tækja sem njóta rík­is­að­stoðar ættu að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð

Oddný kom aftur í pontu og sagði að mark­miðið með upp­sagna­leið­inni hefði verið að koma í veg fyrir gjald­þrot fyr­ir­tækja en ekki að skerða rétt­indi launa­fólks.

„Til­laga okkar í Sam­fylk­ing­unni, um að koma í veg fyrir að það gerð­ist, var felld af hæst­virtum for­sæt­is­ráð­herra, fleiri ráð­herrum og stjórn­ar­þing­mönnum sem sendu með því skila­boð um vilja sinn í mál­inu. Það er stað­reynd máls­ins og stjórn­völd verða að axla ábyrgð á því. Ríkið greiddi út rúma 12 millj­arða króna til fyr­ir­tækja til að aðstoða þau við að segja upp fólki. Það voru auð­vitað fleiri fyr­ir­tæki en Icelanda­ir.“

Spurði hún Katrínu hvort hún myndi beita sér fyrir því að greint yrði frá því hvernig staðið væri að end­ur­ráðn­ingum hjá öðrum fyr­ir­tækjum sem fengu rík­is­styrk­inn og hvort hún teldi ekki að stjórn­völd ættu að gera ský­lausa kröfu til fyr­ir­tækja sem njóta rík­is­að­stoðar um að þau sýndu sam­fé­lags­lega ábyrgð og virtu rétt launa­fólks.

Ætlar ekki að lýsa neinu yfir því hún hefði ekki farið yfir dóm­inn

Katrín svar­aði í annað sinn og benti að þessi dómur ætti sér­stak­lega við um flug­freyj­ur.

„Ég veit að í þeirra samn­ingum eru sér­stök ákvæði sem tengj­ast starfs­aldri þannig að það er auð­vitað eitt­hvað sem við þurfum að skoða. Um það hvort dómur Félags­dóms – og ég ætla bara að segja það hér að ég er ekki búin að rýna hann nákvæm­lega – hafi for­dæm­is­gildi hvað varðar aðra geira vinnu­mark­að­ar­ins ætla ég ekki að lýsa neinu yfir því að ég hef ekki farið yfir dóm­inn. Ég vænti þess að vinnu­mark­aðs­ráð­herra hafi gert það. En ég ítreka það sem ég sagði að við eigum að taka þennan dóm alvar­lega og draga af honum lær­dóm.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent