Stjórnvöld hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að koma ekki í veg fyrir brot á starfsmönnum

Þingmaður Samfylkingarinnar gerði nýlega niðurstöðu Félagsdóms í ágreiningi Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins að umtalsefni á þinginu í vikunni. Forsætisráðherra sagði að dómurinn yrði tekinn alvarlega.

Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar
Auglýsing

Oddný Harð­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra hvað henni fynd­ist um nið­ur­stöðu Félags­dóms í máli Flug­freyju­fé­lags Íslands gegn Icelandair í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í vik­unni. Hún spurði meðal ann­ars hvernig Katrín teldi að bregð­ast ætti við nið­ur­stöð­unni og hvernig rík­is­stjórnin ætl­aði að axla ábyrgð í þessu máli. Ráð­herra svar­aði og sagði að taka þyrfti málið alvar­lega og draga lær­dóm af nið­ur­stöð­unni.

RÚV greindi frá mál­inu í vik­unni en það sner­ist um það hvort starfs­aldur ætti að ráða þegar Icelandair end­ur­réði flug­freyjur sem sagt var upp starfi fyrir tveimur árum. ASÍ höfð­aði mál fyrir Félags­dómi gegn Sam­tökum atvinnu­lífs­ins. Icelandair sagði upp um 95 pró­sent flug­freyja meðan á kjara­við­ræðum stóð. Eftir að þær kol­felldu kjara­samn­ing var talað um að ráða fólk úr öðru stétt­ar­fé­lagi. Sam­kvæmt dómi Félags­dóms bar Icelandair að fara eftir starfs­aldri þegar félagið aft­ur­kall­aði upp­sagnir flug­freyja og flug­þjóna sem kynntar voru í fyrra­sum­ar. Icelandair var gert að greiða ASÍ fyrir hönd Flug­freyju­fé­lags­ins 800 þús­und krónur í máls­kostn­að.

Fram kemur í frétt RÚV að gerð hafi verið sú eðli­lega krafa að Icelanda­ir, sem hafði þegið stuðn­ing rík­is­ins við að segja fólki upp, réði starfs­fólkið inn aftur í starfs­ald­urs­röð þegar starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins leyfði. Icelandair hafði ekki gert það heldur valið úr hópnum eftir eigin geð­þótta. Nið­ur­staða Félags­dóms var skýr varð­andi það að Icelandair hefði borið að fara eftir starfs­aldri þegar félagið aft­ur­kall­aði upp­sagnir flug­freyja og flug­þjóna.

Auglýsing

Ráð­herrum hefði verið ljós gall­inn í upp­sagn­ar­leið­inni

Oddný sagði í fyr­ir­spurn sinni að við afgreiðslu upp­sagn­ar­leið­ar­innar vorið 2020 hefði hún lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu um að skýrt yrði kveðið á um það í lög­unum að end­ur­ráðn­ing skyldi verða í starfs­ald­urs­röð.

„Sú til­laga var felld. Reyndar voru það aðeins þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar sem greiddu henni atkvæði ásamt einum hátt­virtum þing­manni utan flokka. Milli umræðna um málið hafði for­seti ASÍ sent öllum þing­mönnum bréf um mik­il­vægi þess að slík til­laga yrði sam­þykkt. Stjórn­ar­þing­mönnum og ráð­herrum í rík­is­stjórn­inni var því alveg ljóst hver gall­inn var á frum­varp­inu en höfn­uðu til­lög­unni og gáfu með því skýr skila­boð til fyr­ir­tækja og Sam­taka atvinnu­lífs­ins um að starfs­aldur skipti ekki máli við end­ur­ráðn­ingu. Brotið var á starfs­mönnum og stjórn­völd tóku með­vit­aða ákvörðun um að koma ekki í veg fyrir það.“

Spurði hún í fram­hald­inu Katrínu hvernig hún teldi að bregð­ast ætti við nið­ur­stöðu Félags­dóms og hvernig rík­is­stjórnin ætl­aði að axla ábyrgð í þessu máli.

„Slíka dóma á að taka alvar­lega af hálfu stjórn­valda“

Katrín svar­aði og sagði að það væri mjög mik­il­vægt að rík­is­stjórnin og ráð­herra vinnu­mark­aðs­mála tæki nið­ur­stöð­una nú til skoð­unar því að þetta væri það fyr­ir­komu­lag sem Íslend­ingar hefðu á vinnu­mark­aði til að leysa ágrein­ings­mál. Nið­ur­staðan væri algjör­lega skýr.

„Hátt­virtur þing­maður spyr: Hver verða við­brögð­in? Þessi dómur er tek­inn alvar­lega og hann mun verða okkur lær­dómur í fram­hald­inu. Það er í raun og veru það skýrasta sem ég get sagt um þetta. Ég vil líka segja það skýrt að slíka dóma á að taka alvar­lega af hálfu stjórn­valda þegar kemur að fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lagi, til að mynda laga­breyt­ingum og öðru,“ sagði ráð­herr­ann.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Fyr­ir­tækja sem njóta rík­is­að­stoðar ættu að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð

Oddný kom aftur í pontu og sagði að mark­miðið með upp­sagna­leið­inni hefði verið að koma í veg fyrir gjald­þrot fyr­ir­tækja en ekki að skerða rétt­indi launa­fólks.

„Til­laga okkar í Sam­fylk­ing­unni, um að koma í veg fyrir að það gerð­ist, var felld af hæst­virtum for­sæt­is­ráð­herra, fleiri ráð­herrum og stjórn­ar­þing­mönnum sem sendu með því skila­boð um vilja sinn í mál­inu. Það er stað­reynd máls­ins og stjórn­völd verða að axla ábyrgð á því. Ríkið greiddi út rúma 12 millj­arða króna til fyr­ir­tækja til að aðstoða þau við að segja upp fólki. Það voru auð­vitað fleiri fyr­ir­tæki en Icelanda­ir.“

Spurði hún Katrínu hvort hún myndi beita sér fyrir því að greint yrði frá því hvernig staðið væri að end­ur­ráðn­ingum hjá öðrum fyr­ir­tækjum sem fengu rík­is­styrk­inn og hvort hún teldi ekki að stjórn­völd ættu að gera ský­lausa kröfu til fyr­ir­tækja sem njóta rík­is­að­stoðar um að þau sýndu sam­fé­lags­lega ábyrgð og virtu rétt launa­fólks.

Ætlar ekki að lýsa neinu yfir því hún hefði ekki farið yfir dóm­inn

Katrín svar­aði í annað sinn og benti að þessi dómur ætti sér­stak­lega við um flug­freyj­ur.

„Ég veit að í þeirra samn­ingum eru sér­stök ákvæði sem tengj­ast starfs­aldri þannig að það er auð­vitað eitt­hvað sem við þurfum að skoða. Um það hvort dómur Félags­dóms – og ég ætla bara að segja það hér að ég er ekki búin að rýna hann nákvæm­lega – hafi for­dæm­is­gildi hvað varðar aðra geira vinnu­mark­að­ar­ins ætla ég ekki að lýsa neinu yfir því að ég hef ekki farið yfir dóm­inn. Ég vænti þess að vinnu­mark­aðs­ráð­herra hafi gert það. En ég ítreka það sem ég sagði að við eigum að taka þennan dóm alvar­lega og draga af honum lær­dóm.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent