Stöðugleikaframlag samtals 379 milljarðar - Glitnir greiðir 229 milljarða af þeirri upphæð

Bjarni Benediktsson áætlunina. Már Guðmundsson fylgist með.
Bjarni Benediktsson áætlunina. Már Guðmundsson fylgist með.
Auglýsing

Alls mun stöð­ug­leika­fram­lag slita­búa föllnu bank­anna nema tæp­lega 379 millj­örðum króna. Þar af er stöð­ug­leika­fram­lag Glitnis 229 millj­arðar króna, Kaup­þings um 127 millj­arðar króna og gamla Lands­bank­ans um 23 millj­arða króna. Auk þess verður ráð­stöfun krónu­eigna búanna í skatta, kostnað og fleira um 46 millj­arða króna. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð Seðla­banka Íslands um mat á upp­gjöri fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja á grund­velli stöð­ug­leika­skil­yrða og áhrif þeirra á greiðslu­jöfnuð og fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Auk þess munu skulda­leng­ingar og upp­greiðsla lána­fyr­ir­greiðslu, sem íslenska ríkið veitti nýju við­skipta­bönk­unum árið 2009, nema sam­tals 151 millj­örðum króna. Þá munu end­ur­heimtir krafna sem Eigna­safn Seðla­banka Íslands (ESÍ), dótt­ur­fé­lag Seðla­banka Íslands ,heldur á nema 81 millj­örðum króna, en félagið er stærsti inn­lendi kröfu­hafi föllnu bank­anna. Því reiknar Seðlan­bank­inn út að mót­væg­is­að­gerðir sem gripið hafi verið til, nú og í for­tíð, vegna stöðu slita­bú­anna, nemi 660 millj­örðum króna. Þessi tala gæti hækkað ef end­ur­heimtir af lágt metnum eignum hækka. Ekki er til­greint í grein­ar­gerð Seðla­bank­ans hvaða eignir það gætu ver­ið.

Þegar áætlun stjórn­valda um losun hafta var kynnt í júní kom fram að álagn­ing 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatts á slita­bú­in, tæk­ist þeim ekki að ljúka nauða­samn­ings­gerð sinni fyrir ára­mót, myndi skila 850 millj­örðum króna. 

Auglýsing

Í júní, þegar áætlun um losun hafta var kynnt, kom ítrekað fram að stöðugleikaskattur myndi skila 850 milljörðum króna. Í kynningunni í dag kom ítrekað fram að heildarumfang allra aðgerða gagnvart slitabúunum séu metnar á 856 milljarða króna. Beint stöðugleikaframlag er hins vegar 379 milljarðar króna. 

Í kynn­ingu sem haldin var í dag var ítrekað bent á að heild­ar­um­fang aðgerð­anna væri 856 millj­arðar króna. Þar voru taldar með allar aðgerðir í for­tíð og nútíð gagn­vart slita­bú­un­um, stöð­ug­leika­fram­lag, skatt­ar, end­ur­greiðsl­ur, end­ur­heimtir ESÍ, end­ur­greiðslur á lánum sem íslenska ríkið veitti við­skipta­bönk­unum árið 2009 og fjár­mögnun sem slita­búin hafa samið um að veita íslenskum við­skipta­bönk­um.

Bjarni og Seðla­bank­inn styðja stöð­ug­leika­fram­lag

Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag þá hefur Seðla­banki Íslands kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að nauða­samn­ing­ar, og síðan slit slita­búa Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans, muni ekki valda greiðslu­ó­jöfn­uði né ógna íslensku fjár­mála­kerfi. Bank­inn kynnti þessa nið­ur­stöðu fyrir Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, á mánu­dag. Bjarni greindi frá því í dag, í fyrsta sinn, að hann styðji þá nið­ur­stöðu sem Seðla­bank­inn hefur kom­ist að. Þ.e. að upp­gjör slita­bú­anna verði klárað með stöð­ug­leika­fram­lagi en ekki álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts.

Á kynn­ing­ar­fundi sem hald­inn var í dag kom einnig fram að slita­búin munu fá lengri frest en til ára­móta til að klára upp­gjör slita­bú­anna. Sá frestur verður til 15. mars 2016.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None